Leita í fréttum mbl.is

Ný fangelsisbygging Evrópusambandsins vígð?

Ólíkt hafast menn að.

Nýjar aðalstöðvar ECB-seðlabanka Evrópusambandsins fyrir 1400 miljónir evra

Mittelpunkt Europas - nýjar aðalstöðvar ECB

"We Have Created a Monster"
- Thomas Piketty um evruna
10. mars 2015

"prisonniers de l’Euro"
(prisoners of the Euro)
- Jacques Sapir um evruna
12. mars 2015

Á meðan musterisriddarar ESB-umboðsleysisins hér heima leita eftir vernd í aðalstöðvum umboðsleysisins í Brussel —sem er verndari stjórnmálamanna gegn kjósendum í löndum Evrópusambandsins— þá hefur seðlabanki þeirrar ófreskju (e. monster) sem nú er að brenna Evrópu af í fullveldis kjarnakljúf evrunnar, laumulega flutt inn í nýjar aðalstöðvar bankans í Frankfurt, fyrir smá 200 miljarða, sem umboðslaust svarar til byggingu rúmlega tveggja Kárahnjúkavirkjana. Þessar nýju aðalsstöðvar voru vígðar í dag (væntanlega með evruskvettum). Þar inni íklæðast menn snjóþrúgum til að geta lætt sér út á peningagólf evrunnar sem hangir yfir kjallarakvikindum ESB-landa, er kjósendur nefnast

Og á meðan fer hæsta Jeroen Dijsselbloem fjall Hollands fram á að fjármagnshöftum verið skellt á Grikkland svo að björgunareyðilegging ríkis grísku borgaranna sletti ekki blóði á hið nýbyggða altari evrunnar í Mittelpunkt Europas í Frankfurt. Já, eftir 32 ára ESB-aðildarbjörgun hefur Grikkland náð þetta langt

Fari svo að Grikkland muni hrökklast úr evru, þá mun TARGET2 súgþurrkast það mikið, að ECB verður þá eiginfjárhagslega gjaldþrota og nýtt eiginfé þarf að sækja til handa bankanum í gegnum þjóðþing allra eftirlifandi 27 ríkja Evrópusambandsins. Hætt er við að margir núlifandi stjórnmálamenn hinna eftirlifandi ESB-landa kjósi frekar fjallgönguna upp í arnarborg Berchtesgaden, því að í dag er ekki 1999. Mikil reynsla er nú komin á evruna og er hún er vægt sagt hörmung á stóriðnaðarskala.

Þetta komandi þjóðargjaldþrot Grikklands, sem verður það stærsta í mannkynsögunni, mun því kalla á stórherta og stóraukna Brusselvernd til handa stjórnmálamönnum gegn kjósendum landanna. Því annars mun fjallið bíða þeirra. En þar er útsýnið fyrir Evrópu þó óneitanlega og freistandi gott, samkvæmt þekktri hefð. Í hverju skyldi þessi aukna og herta komandi vernd gegn kjósendum í þetta skiptið felast?

Og á meðan eru Frakkar farnir að íhuga Frexit, sem er nýyrði yfir þau grísku örlög sem menn eru farnir að gera sér grein fyrir að bíði Frakklands í evrufangelsinu, sem Jacques Sapir lýsir hér að ofan

Opnunarræðan var að venju stórkostleg:

"The new ECB headquarters are a symbol of the best of what Europe can achieve.."

Og hér eru myndir frá þessari opnun hinna nýju aðalstöðva ECB-seðlabanka Evrópusambandsins í dag. Í gær var hins vegar þýski bankinn Dusseldorfer Hypothekenbank þjóðnýttur af tillitssemi við húsnæðislánapappíra bankans sem liggja sem veð-tryggingar í hirslum þess seðlabanka sem vígði sínar nýju aðalstöðvar í dag. Ekki beint fordæmislega góð frétt til alþjóðlegrar aðspurnar eftirspurnar. Þið vitið; "covered bonds" Hvað næst?

Austurvellingar! - af hverju eruð þið ekki þarna? - að henda matvælum í þennan umboðslausa seðlabanka, ég spyr. Kunnið þið ekki þýsku? Mikið hlýtur þetta að enda rosalega vel

Mótmæli við ECB-seðlabanka Evrópusambandsins 18 mars 2015

Evran er Skjaldborg gegn kreppunni, Barroso í ræðu febrúar 2009

 

Fyrri færsla

Dear Edgars, Dear Commissioner Hahn,


mbl.is Óeirðir í Frankfurt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2015

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband