Leita í fréttum mbl.is

Dresden 1945: frekar hráslagaleg söguskoðun, þykir mér

Frekar undarleg þykir mér þessi bloggfærsla hins ágæta höfundar um loftárásirnar á Dresden þessa dagana árið 1945, þ.e. þann 13. til 15. febrúar það ár. Færslan er í sjálfu sér ekki slæm, en ýmislegt vantar. Því get ég ekki látið eftirfarandi skrif mín vera. Athugasemdirnar eru —sumar, því miður— athyglisverðar í ljósi töluverðs gamaldags og undarlegs Þýskalandsáhuga hérlendis. Þar á ég bæði við Vestur- og Austur-Þýskalönd þá og nú

Þann 5. febrúar 1945, á Möltu-ráðstefnu Bandamanna, héldu herforingjar fund. Sovéski herinn sagði að herdeildir Nasista-Þýskalands væru að flytja sig í gegnum Nasista-hernumda Evrópu Þjóðverja og handlangara þeirra til Austur-vígstöðvanna, og notuðu þeir til þeirra flutninga samgönguvegamót og samskiptamiðstöðvar borganna; Berlínar og Leipzig og Dresden. Sovéski herinn krafðist að Bretar og Bandaríkjamenn hæfu massífar loftárásir á þessi vegamót flutninga og samskipta. Mannfall Rauða hersins í styrjöldinni var þá orðið algerlega skelfilega óásættanlegt. Einnig hefur ef til vill og vonandi skipt máli að þurrka sem mest út af járnbrautaneti Þýskalands, því að á aðeins átta vikum höfðu Þjóðverjar flutt 425.000 Gyðinga á þessu járnbrautaneti til slátrunar í útrýmingarbúðum Þjóðverja, sem lágu út um gjörvallt yfirráðasvæði þeirra. Þær milljónir og aftur milljónir Gyðinga sem slátrað var af Þjóðverjum, voru fluttir í gripavögnum Deutsche Bahn (DB) ríkisjárnbrauta þessara í gegnum oft prúðbúnar og ný-fánum klæddar borgir Þýskalands

Deutsche Bahn þjónar í dag Þýskalandi dyggilega og er ennþá í eigu ríkisins. Án þeirra hefðu stóriðnaðarmorð þýska ríkisins á milljónum og aftur milljónum Gyðinga ekki getað gengið eins hratt og snurðulaust fyrir sig og þau gerðu. Enginn vann við Deutsche Bahn, að sögn þýsku þjóðarinnar eftir stríðið. En í dag vinna þar allt í einu um 300 þúsund manns

Þýskaland má líklega ennþá þakka fyrir að hafa ekki að hluta til verið þurrkað út af landakortinu. Berlín má sennilega enn þann dag í dag þakka fyrir að hafa ekki verið jöfnuð algerlega við jörðu

Adolf Hitler var kosinn til valda af Þjóðverjum. Einn versti aðskilnaður ríkis frá hinu æðra umboði varð þegar Hitler fékk umboð sitt frá þinginu —e. the Enabling Act of 1933— til að troða universal boðskap Ritninganna niður í sömu ruslatunnur og Stalín hafði þá þegar yfirfyllt í gervöllum Sovétríkjunum, með þeim endalokum sem svo urðu. Það voru Ritningarnar sem gáfu manninum hið takmarkaða ríkisvald, en ekki öfugt. Enda var nasisminn svo dæmdur til dauða í Nuremberg, fyrst og fremst samkvæmt brotum gegn Ritningunum þ.e.a.s hinu æðra og universala umboði

Loftárásirnar á Dresden voru gerðar á síðustu mánuðum styrjaldarinnar, sem enginn vissi þá hvenær myndi enda. Tækninni og getu hennar, miðað við upphafsár styrjaldarinnar, hafði þá fleygt verulega fram, enda var þörfin á þeim framförum algerlega lífsnauðsynlega knýjandi. Nasista-Þýskaland var þekkt fyrir að notafæra sér út í ystu æsar hina allra nýjustu tækni á hverjum tímapunkti styrjaldarinnar. Hefði Nasista-Þýskaland ráðið yfir þeirri tækni sem beitt var á Dresedn, þá hefðu þeir notað hana á almenna borgara Bretlands og hernumdu ríkjanna frá 1939 og jafnvel fyrr. Hefði Nasista-Þýskaland ráðið yfir kjarnorkusprengjum, þá hefðu þeir notað þær á almenna borgara Bretlands, Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og hin hernumdu lönd um leið og sú tækni hefði verið af þeim tilbúin til notkunar. Enginn minnsti vafi er á því. Þeir hefðu alltaf notað alla fáanlega tækni á hverjum tímapunkti til slátrunar á óbreyttum borgurum hvar sem þeir hefðu náð að koma henni við. Og Bandamenn vissu aldrei á neinum tímapunkti styrjaldarinnar um hvaða horror-tækni þeir áttu von á að standa augliti til auglitis við frá hendi Nasista-Þýskalands. Það er óumdeilanlegt

Eftir-stríðs söngurinn um Dresden er aðeins sorgleg tilraun til hráslagalegrar söguendurskoðunar á því sem var óumdeilanlega eitt það ömurlegasta sem Bandamenn neyddust til að gera til að binda enda á horror sósíalismans. Bæði nasismi og kommúnismi eru sósíalismi

Þýskaland dagsins í dag hefur lítið sem ekkert með þessa atburði að gera, að minnsta kosti enn sem komið er. Það fólk sem byggir Þýskaland í dag er ekki það fólk sem stóð undir sprengjuregninu yfir Dresden og það fólk er heldur ekki það fólk sem stóð fyrir þörfinni á að þetta var gert. Það er ekki við það að sakast. Hugtakið "þjóðareign" er hvorki eins sterkt né endingardrjúgt og sumir nytsamir sakleysingjar halda bláeygðir fram í dag. Þær kröfur sem heyrst hafa frá Grikklandi í dag um stríðsskaðabætur frá því þá, eru óréttmætur fáránleiki. Þýskaland þá, er ekki Þýskaland dagsins í dag. Að minnsta kosti ekki enn sem komið er, eins og stendur. En það vekur þó óneitanlega skuggalega athygli að ný-fánum klætt Evrópusamband dagsins í dag, hefur ekki hið tvöfalda umboð. Reyndar hefur það ekkert umboð frá neinum. Það er umboðslaust

Evrópskir sagnfræðingar eru sumir hverjir nú komnir á þá skoðun að Evrópusambandið muni enda sem borgarastyrjöld í Evrópu. Hvers vegna skyldu þeir vera komnir á þá skoðun? Því má vel halda fram að seinni heimsstyrjöldin hafi verið borgarastyrjöld Evrópu númer tvö

Fyrri færsla

Furðulegt með sósíalista og hin svo kölluðu "mannréttindi"


Bloggfærslur 14. febrúar 2015

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband