Leita í fréttum mbl.is

Viðtal við Ambrose Evans-Pritchard

Til öryggis: Bein krækja á viðtalið á YouTube

Þau eru ekki á hverju strái viðtölin við Ambrose Evans-Pritchard viðskiptaritstjóra breska dagblaðsins The Telegraph. En hér er þó eitt þeirra frá þeim 26. degi síðasta mánaðar. Þýskur jakkafatamaður í óhirtum skóm með gull að hætti þýskra á heilanum, átti ágætis tal við manninn

Þetta með hið fyrirfram tapaða Kínahlaup undan eldfjalli kommúnismans, vissu allir hugsandi menn um frá byrjun. Hið vonalusa kapp Kína við vöðvabúnt frelsisins í Vestri var frá upphafi tapað

Evans-Pritchard þykir réttilega að hugarfar almennings í kínaríki Evrópu, Þýskalandi, sé orðið sérstaklega athyglisvert - e. "extraordinary interesting" (sem er kurteisleg understatement að hætti Breta)

Þegar að því kemur í viðtalinu að Evans-Pritchard minnist á hina lágt hangandi ávexti —low hanging fruits— ættu hugsandi Íslendingar að leggja við hlustir og minnast tveggja tvíeggja sverða þannig hagvaxtar; 1) fáráðlingahugmyndinni um útvortis alþjóðlega fjármálamiðstöð. Hugmynd sem var svo hroðalega illa hugsuð að leitun er að annarri eins hámenntaðri innvortis heilablæðingu í einu landi

Og svo 2) Ferðamannabræðslu-bransanum, sem á eftir að svíða skeggið af sjálfum Leifi Eiríkssyni. Og úr þeim bruna búa til öskufall sem falla mun yfir landið og skilja eftir sig þykkt slepjulegt gjaldþrútið öskulag ofan á krónískri minnimáttarkennd, sem því miður virðist hér landlæg sem how do you like Iceland plága. Please, akið yfir mig, akið yfir mig, aftur og aftur

Raunverulegir gullfiskar verða ekki upp úr flugvélasætum né göturæsum tíndir. Ekki nema í formi stubba með einum gratís smók í. Þegar sá stubbur er búinn þarf strax að hefja leitina að næsta stubbi, til að ná næsta smók. Þannig geta heil hagkerfi um aldur og ævi læst sig föst í göturæsinu, alltaf leitandi að hinum næsta gratís stubbi sem gefur því einn næsta smók

Þegar stór hluti hins hámenntaða vinnuafls vinnur við uppskriftir að stubbaleit og við það að kenna hagkerfinu að láta aka yfir sig, þá sest fátæktin að. Þá sest hún að. Ég tala nú ekki um þegar þriðjungur þjóðarinnar situr stanslaust á skólabekk. Til hvers eru t.d. 20 þúsund manns í háskólanámi? Til að læra að týna stubba upp úr göturæsinu og búa til heilablæðingar heils hagkerfis? Eða til að læra að tína hina lægst hangandi ávexti af neðstu greinunum?

Fyrri færsla

Móðan mikla á heimleið


Bloggfærslur 1. september 2014

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband