Leita í fréttum mbl.is

(á)Réttingarverkstæði ríkisstjórnar

Af hverju gera þeir þetta?

Embættismenn virðast stýra ráðvilltum ráðherrum ríkisstjórnarinnar ásamt hagsmunasamtökum atvinnurekenda sem vel hugsanlega hafa forystu Sjálfstæðisflokksins í vasanum vegna þess að forystan hefur stýrt flokknum í fjárhagslegt þrot sem um leið kallar yfir flokksforystuna hægfara pólitískt gjaldþrot sem þá verður flokksins alls

Flestum má nú vera ljóst að yfirmenn utanríkisráðherra eru ókjörnir embættismenn en ekki kjósendur. Ráðherrann er farin að gera sjálfan sig að einhverskonar formsatriði á sviði stjórnmála. Hann dansar um á því sviði sem strengjabrúða er þegar hefur verið hent inn í Evrópusambandið, þar sem utanríkismálin eru í höndum elítu embættismanna og klíku

Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðismanna er að verða alvarlega veik. Hið pólitíska heilbrigðisvald hennar sem umboðsmaður kjósenda er sannarlega að verða veikt. Hún reynir að hagræða niðurstöðum alþingiskosninga  og rekur réttingarverkstæði og partasölu á flokkssamþykktum

Að hagræða samþykki flokksmanna í mikilvægustu málefnum íslenska lýðveldisins, er vítavert. Hagræðing á niðurstöðum alþingiskosninga er hins vegar ofboðslega alvarlegt mál. Þar er vegið að því helgasta

Kosningasvikaumsókn fyrri ríkisstjórnar inn í Evrópusambandið verður að draga til baka og fella niður. Hana verður að afmá af Lýðveldinu. Hún hvílir sem opinber skömm á lýðveldi Íslendinga og er bein hótun við sjálfstæði Íslands og grunnstólpa lýðræðisins; að þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda í alþingiskosningum, en ekki öfugt

Hér þýðir ekkert að haga sér eins og sænskir, sem grúfa sig sem maurar yfir hvert það pappírsfall sem hent er til þeirra af öðrum. Eðlileg viðbrögð frjálsra manna við þannig aðstæður eru alltaf þau, að þeir líta upp og spyrja sjálfa sig að því; hvers vegna erum við að gera þetta? - í stað þess að bregðast við eins og samyrkjubúmaurar sem einungis spyrja aldrei neins annars en þess; hversu vel og skilvirkt getur samyrkjan skilað af sér misfóstrum annarra, engum til gagns, en öllum til ógagns, sem er verklag embættismanna- og keisaravelda

Þannig má segja að þriðja ríkið á meginlandi Evrópu hafi starfað allan sinn líftíma. Það fjórða —Evrópusambandið AG— vinnur sannarlega þannig líka. En þegar að endalokum þannig vinnubragða kemur; þá hefur ábyrgðin alltaf bæði nafn og heimilisfang

Fyrri færsla

Pútín erfiðar í Rússlandi á meðan Róm brennur

Tengt

Sjálfstæðis­flokkurinn er að hrynja í Reykjavík (Evrópuvaktin)


Bloggfærslur 20. maí 2014

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband