Leita í fréttum mbl.is

Austurvöllur orðinn Wall Street sósíalista og stjórnleysingja?

Flestir misskilja hlutverk Wall Street. Eina hlutverk Wall Street er að bjóða fram þjónustu sína; þ.e.a.s kaup- og söluþjónustu, afgreiðsluþjónustu

En sumir veraldlegir eru svo illa að sér að þeir halda að Wall Steet hafi á sínum höndum einhvers konar ráðgjafahlutverk um hvenær hvað sé keypt og hvað sé selt. Þeir sem halda að svo sé eru sannir afglapar. Enginn er eins ömurlega illa fær til ráðgjafar um kaup og sölur eins og Wall Street er

Kæri þjóðkjörni stjórnmálamaður: hlustar þú á ráðgjöf Wall Street? Ert þú seldur? Ert þú keyptur? Mikið meira get ég varla mælt í bili vegna ógurlegrar reiði, því svo hörmulega er mér misboðið

Ríki —og alveg sérstaklega smá ríki— þola ekki að opinber skömm brjótist til valda undir áföllum og taki sér stöðu við hásæti æðstu lýðræðisstofnunar landsins, til þess eins að fremja þar þá opinberu skömm sem umsókn Lýðveldisins inn í Evrópusambandið er. Hún er ekkert annað en opinber skömm. Þetta þolir Ísland ekki sem lýðræðisríki. Þetta verður að afmá. AF-MÁ!

Þeir sem fara fram á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort stolinni bifreið Lýðveldisins sé áfram nauðugri ekið til Brussel af próflausum þjófum, hafa engan skilning á því að þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda. En ekki öfugt

Þeir höfðu ekkert umboð frá kjósendum til að senda þessa ESB-umsókn af stað í upphafi. Ekki frekar en þröng klíka þingmanna hafði undir handjárnaglamri, pólitískum hótunum og valdasmiti neitt umboð fyrir hönd lýðveldis Íslendinga til að sækja um inngöngu í Bandaríkin

Umsóknina verður umsvifalaust að afturkalla og draga alveg til baka. Óhæfuna og svikin gagnvart þjóðinni verður algerlega að afmáð og þau verða að hætta. Umsóknina á því umsvifalaust að draga til baka, fella niður og afmá

Hér mega engin þjóðsvik slá rótum og festa sig í sessi, svo lengi sem við drögum andann

ESB-umsóknin: Þá opinberu skömm verður að afmá af Lýðveldinu

Fyrri færsla

Þýskaland sparar sig og evruþrælabúðir sínar í hel


Bloggfærslur 3. mars 2014

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband