Leita í fréttum mbl.is

Skálum þrefalt fyrir Bretlandi. Útgangan hafin!

Fyrirlestur Yoram Hazony: Byggður á ritgerð hans: "Nationalism and the Future of Western Freedom", sem birtist fyrst í Jerúsalembréfi Hazony síðasta haust

Þeir sem geta ekki skálað þrefalt fyrir útgöngu Bretlands af Evrópusambandsríkinu, eiga það sameiginlegt að geta nú orðið hvorki skálað fyrir þjóðfrelsinu né fagnað því. Það styttist í að þeir fari að gráta á 17. júní, skæla þann 4. júlí og að vola 14. júlí, ár hvert. Þessir eru heimsveldissinnar (e. universal imperialists). Þeir eru hinir ófrjálslyndu því þeir aðhyllast ófrelsið. Þeir dýrka fánaborgir heimsveldisins og eru að byrja að skammast sín fyrir þjóðfána sinn. Þeir vita því miður ekki enn hversu glataðir þeir eru

Ég skála fyrir Bretlandi, því þeir hafa valið sjálfstæðið og þjóðfrelsið. Ég er Íhaldsmaður með stórum staf og þjóðernissinni, og það er ég vegna þess að í gamla daga voru hinir raunverulega frjálslyndu alltaf þjóðernissinnar (e. nationalists). Það þótti merki um góðan og göfugan málstað að vera þjóðernissinni: þ.e. að aðhyllast þjóðfrelsið og sjálfsákvörðunarrétt þjóða og að fyrirlíta heimsveldi og þrælaríki. Ég fyrirlít Evrópusambandið. Það er orðið þrælabúðir þjóðanna og Hús fjötranna

Á myndbandinu má hlýða á Yoram Hazony, sem er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda á okkar tímum. Honum hef ég fylgst með í mörg ár og sérstaklega skrifum hans um þjóðríkið og heimsveldið. Það var breski hagfræðingurinn Bernard Connolly sem benti mér á Hazony

Hér að ofan fjallar Hazony um Brexit og hvað læra má af sögunni um það þegar sameina á fjögur horn veraldar til að skapa til dæmis Evrópusamband sem bjarga á hinu og þessu. Þannig heimsveldi byrja alltaf eins, og enda alltaf á sama hátt: sem hús fjörtanna

Húrra og skál fyrir Bretlandi. Þetta er dagur til fagnaðar. Bráðum verður nefnilega bannað að segja sig úr ESB

Krækja: Ritgerð Yoram Hazony um frelsi Vesturlanda, haust 2016 (Mosaic)

Fyrri færsla

Meginland Evrópu læst fast í fortíðinni


mbl.is Formlegt útgönguferli hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Gunnar , þessa er visst dagur til fagnaðar.

HURRA - HURRA - HURRA !!!

Nu er fyrir Islandi að hætta við Schengen reglur.

Merry (IP-tala skráð) 29.3.2017 kl. 14:00

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Skál fyrir Brexit - 3x húrra.

Ragnhildur Kolka, 29.3.2017 kl. 18:09

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Theresa May forsætisráðherra skrifar undir úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu 28. mars 2017

Mynd: Frú Theresa May forsætisráðherra undirritaði úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í Lundúnum í gær, þriðjudaginn 28. mars 2017, og var úrsögnin afhent Brusselveldinu í Húsi fjötranna í háborg þess, Brussel, í dag.

****

Þakka ykkur, Merry og Ragnhildur, fyrir innlit og skrif. 

Já, skál fyrir Bretlandi og þrefalt húrra!! Þá er það gert!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 29.3.2017 kl. 18:59

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Tek undir 'húrra,húrra,húrra með ykkur og skál fyrir Bretlandi og Theresu May.

Gætu þeir komið því þannig fyrir að ESB þjóðir kæmust ekki úr því?  

Helga Kristjánsdóttir, 29.3.2017 kl. 22:10

5 identicon

Helga, 

Það er aldrei að víta hvað þau mun gera til að fá þetta til að halda saman. Málið er að ég er nokkur viss að fleiri lönd ætla að reyna að segja bless við ESB. 

Ja, HURRA fyrir Bretland í dag, og ég þakka Nigel Farage fyrir sitt stöðug vinna síðasta árum , jafnvel 10 - 15 ára vinnu

Merry (IP-tala skráð) 29.3.2017 kl. 23:24

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bretayfirvöld segja sig úr ESB til málamynda.

Bretastjórn ætlar að kaupa öll lönd Evrópu með gullgjaldmiðli. það er planið. þegar skortur og neyð Breskra yfirvalda rændra Evrópuríkjanna hrynur, í næsta Breta handstýrða banka/verðbréfa falli spilavítiskauphallanna.

Það er skálað fyrir framtíðarplani einræðisherra og þrælahaldi.

Almættisorkan algóða hjálpi Evrópubúum og heimsbúum öllum að forðast þessi einræðis heimsveldiskúgunarplön þrælakaupmennskunnar.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.3.2017 kl. 07:34

7 identicon

Fyrirgefþu , það var 25 ár sem Nigel Farage hefði unnið að taka Bretlandi úr ESB.

Fyrir það, eiga hann að heita "SIR Nigel Farage" ".

Merry (IP-tala skráð) 30.3.2017 kl. 11:06

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mountain View

Theódór Norðkvist, 30.3.2017 kl. 11:48

9 identicon

Eitt sem ég skil ekki...nú er Bretland búið að segja sig úr ESB og er að fagna fullveldinu...en á sama tíma vilja þeir ekki að Skotar fái fullveldi... Bretar segja að samveldisþjóðirnar verði að standa saman og og þannig verði þær sterkari...hljómar þetta kunnuglega..? 

Á sama tíma og að Bretar eru að fagna frelsinu, vilja þeir ólmir halda í alla fríverslunarsamninga ESB....þeir vilja semsagt loka sig af...en ekki þegar að kemur að því að selja ESB vörur...þá á allt að vera opið...? 

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 30.3.2017 kl. 15:11

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er reyndar skrýtið, en enn skrýtnara að Skotar vilji fá fullveldið til að fórna því strax aftur.

Theódór Norðkvist, 30.3.2017 kl. 21:16

11 identicon

Helgi og Theódór

Nicola Sturgeon hatar að vera í Bretland og með allt politik stjórnað í Westminster í England.

Hún reyna sitt besta að draga Scotland frá England en í síðasta Referendum ekki langt síðan var mest Skotar að velja að hafna sjálfstæði. Ég held sjálf að hún ætla að reyna að rugla Brexit eins mikið og hægt er.  Jafnvel þótt hún tekst á gera Skotland sjálfstæður það er ekki alls viss að hún fæ að vera í ESB eins og hún segir. Scotland hefur ekki peningum fyrir það.  Ég er ekki mesti aðdáandi Nicola Sturgeon.

Merry (IP-tala skráð) 30.3.2017 kl. 22:13

12 identicon

Annað mál er að Bretland vill fá góður samningur með ESB og af hverju ekki ? Bretland er mesta markað fyrir alls konar Evropska bílar og Breska þekkingu er notað um alla Evrópu. 

Í 2014 voru þau að taka 55 miljóna £ frá Bretlandi. Það er heilmíkið að spara fyrir Bretland.

Merry (IP-tala skráð) 30.3.2017 kl. 22:35

13 identicon

Ég var að hlusta á Nigel Farage á útvarp þegar hann talaði um 30 m pund hverja dag !

Merry (IP-tala skráð) 31.3.2017 kl. 10:18

14 identicon

Jag sa við Helgu að Nigel Farage fefði unnið í 15 ár að koma Bretland út frá ESB - en ég var rangt .. hann var að vinna í hela 25 ár... þetta var og er tileinkun.

Merry (IP-tala skráð) 31.3.2017 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband