Leita í fréttum mbl.is

Bí bí og miðstýrt púff

Sovét  ESB  Kína

"Ég nýt þessa, ég nýt þessa." Og hún hafði rétt fyrir sér.

Fyrst voru það Sovétríkin sem áttu að keyra Bandaríkin niður í ekki neitt. Sovétríkin eru hins vegar ekki til lengur. Bara brunarústir þeirra

Svo var það japanska kraftaverkið sem átti að sýna fram á að Bandaríkin væru krónískt biluð og föst. Nú er Japan að hverfa. Allt er þar hrunið, varanlega hrunið til frambúðar og þjóðin orðin geld eins og sú þýska, vegna svartrar framtíðar

Svo var það miðstýrt Evrópusambandið og evrusvæði þess sem átti loksins að skófla Sámi frænda fram af brúninni og niður í ekki neitt, sem máli skipti. Nú er ESB hins vegar orðið kommabæli sósíalista Sovétríkjanna og versta efnahagsvæði veraldar. Og ófriðarhorfur þar hafa tekið heldur betur við sér samkvæmt nákvæmri spá frú Margrétar Thatcher, um að dagar miðstjórnar-hannaðra gerviríkja væru algerlega liðnir. Það sagði hún, með öryggi og réttu, við ESB í Haag þegar árið 1992 - og jafnvel fyrr

Og nú er miðstýrt Kína kommúnistanna komið á koppinn stóra, að gera á sig út og suður, en þó mest niður, niður og niður. Það var nú svo með þann fulla bolla af kommatittum

Já, bæ bæ og púff!

Simon Johnson: The US Still Runs the World

Fyrri færsla

Er nýi Kínamúrinn fullbyggður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Alltaf jafn gaman að heyra í Lady Thatcher gefa sölumönnum evrunnar einn á kjammann. Og vita, nú tuttugu og fimm árum síðar, að hún hafði fullkomlega rétt fyrir sér.

Ragnhildur Kolka, 31.8.2015 kl. 14:04

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ragnhildur

Já. Frú Thatcher vissi mæta vel hvaða ömurlegu hvatar lágu að baki 1) stofnun ESB með Rómarsáttmálanum 1957 og síðar 2) stofnun EMS, ECU og síðar ERM 1977 sem leiddi af sér 3) evru 1993, með Maastricht sáttmálanum.

Hún vissi vel allt um fyrirbærin númer 2 og 3 sem fæddust í hausnum á sósíalistanum Helmut Schmidt kanslara Þýskalands, þvert á margt sem sagt og ritað hefur verið um stofnun allra þessara þrepa með gúrku aðferðinni, inn í gengum bakdyrnar.

Og heimsókn hins sama kanslara í aðalstöðvar þýska seðlabankans í nóvember 1978, og sjálft umræðuefni þess sögulega og stökkbreytandi fundar fyrir örlög Evrópu inn í framtíðina. Fundur sem var sögulega mikilvægur og sem almenningur gat ekki vitað um né mátti vita um, en sem frú Thatcher vissi allt um í krafti embættis síns, en gat ekki sagt opinberlega.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 31.8.2015 kl. 22:53

3 Smámynd: Aztec

Gunnar, ég hef oft horft á útsendingar frá House of Commons og notið þess. Maður er alltaf að búast við að það komi pappírsskutlur fljúgandi þvert yfir salinn.

Mikið vildi ég að Alþingi væri svona líflegt í stað þess að vera drepleiðinlegt samansafn af zombies.

Aztec, 31.8.2015 kl. 23:37

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Forseta Alþingis yrði bara kennt um lélega "fundarstjórn", kæmi einhver annar en freyðandi Össur og kjörinn hnefi Steingríms fljúgandi þvert yfir salinn, Aztek. Þessir hafa einkaleyfi.

Og svo eru það allir smart-símarnir Aztec. Nóg að gera í leikjunum þar. Tertis og allt hitt maður

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 1.9.2015 kl. 05:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband