Leita í fréttum mbl.is

Hefur Angela Merkel eyðilagt Þýskaland og kannski Evrópu líka?

Meginland Evrópu er að fyllast af "öfgaflokkum"

Enginn svo kallaður öfgaflokkur (upphafsréttur: fjölmiðlar) hefur komst inn á þing í Bretlandi. Og enginn slíkur flokkur hefur séns í Bandaríkjunum

En lönd Evrópusambandsins virðast hins vegar vera að unga út mörgum flokkum sem fengið hafa á sig öfgastimpilinn. Hvernig skyldi standa á því. Átti Evrópusambandið ekki að lækna þær orsakir sem búa til slíka flokka. Okkur var sagt það, áratugum saman

Síðast þegar slíkt gerðist á meginlandi Evrópu, var það vegna samnings sem gerður var til að viðhalda vissu valdaójafnvægi á meginlandi álfunnar. Hann var kallaður Versalasamningurinn. Er Evrópusambandið nokkuð orðið slíkur samningur? Og sem meira að segja orðinn er heil stjórnarskrá!

Bretum var sagt að deildu þeir fullveldi sínu með öllum löndum Evrópusambandsins, þá fengju þeir sennilega friðarverðlaun fyrir og miklu betra líf. Miklu betra líf. En nú vill ESB ekki skila þeim fullveldinu til baka. Er þetta gott fyrir þau lönd sem hugsuðu hið sama er þau gegnu inn í sambandið. Er kaldur veruleikinn nokkuð að renna upp í öllum löndum sambandsins. Er það þessa vegna sem svona mikil ólga er að hreiðra um sig í öllum löndum Evrópusambandsins. Mjög mikil og vaxandi ólga. Er þetta sjálfur ESB-samningurinn?

Í fyrsta skiptið frá stríðslokum mun svo kallaður öfgaflokkur verða kosinn á þing í Þýskalandi eftir aðeins nokkra daga. Líklegt er að hann verði þriðji stærsti flokkur landsins og fái 89 af 703 þingsætum, eða á bilinu 9-13 prósent. Fullyrt er að í þessum flokki sé töluverður hluti nasistar. Þetta yrði þá í fyrsta sinn frá stríðslokum sem slíkur flokkur nýtur það mikils almenns stuðnings að hann kemst inn á þing, eða; í fyrsta skiptið frá styrjaldarlokum sem nasistar taka sér sæti í Reichstag. Flokkurinn heitir AfD

Það merkilega við AfD-flokkin er að hann var stofnaður fyrir aðeins fjórum árum. Einn stofnendanna hefur sagt að öryggis síns vegna muni Angela Merkel neyðast að flýja til Suður-Ameríku eftir gömlum flóttaleiðum, þegar hún fer frá völdum. Þetta hefur gerst hratt. En þó ekki enn jafnhratt og síðast er verðbólga fór úr verðhjöðnun og upp í 500 prósent á innan við tólf mánuðum. Þýskaland er ekki hvaða land sem er, þegar að hræringum kemur

Tveir aðrir róttækir flokkar munu einnig fara inn á þýska þingið. Die Linke (kommar) og FDP, sem vill sparka Grikklandi út úr ESB og froðufellir vegna evrusvæðismála. Til samans njóta þessir flokkar um 30 prósent fylgis, eða aðeins 6 prósentustiga minna fylgis en flokkssambandið CDU/CSU, sem Merkel leiðir. Sósíaldemókratar virðast óðum vera að hverfa og fá líklega ekki meira en 22 prósent atkvæða

Sagt er að það sjóði á 30 prósentum þýskra kjósenda vegna innflytjendastefnu Angelu Merkel og ESB-mála. Merkel tók sér eins konar einræðisvald er hún bauð milljónum manna til innrásar inn í Evrópu og þar með til Þýskalands líka. Fólkið er orðið hrætt um sig í sínu eigin landi og það kýs út frá persónulegum aðstæðum, að sjálfsögðu

Við hliðina á Þýskalandi er Austurríki og þar er flokkur skammstafaður FPO eða Frelsisflokkur Austurríkis og fullyrt er að hann sér nokkuð tær nasistaflokkur. Hann mælist nú með 25 prósent fylgi

Ég ætla ekki að fella dóma hér um hverjir eru öfgaflokkar eða ekki. Hvað skyldu íslenskir kjósendur segja um það mál í sínu eigin landi núna. Þetta lítur ekki beint vel út eins og er

Í Bandaríkjunum virkar löggjafarsamkundan. Dómsvaldið virkar einnig og framkvæmdavaldið líka. Allir sinna sínum skyldum og ekkert ríki vill ganga úr Bandaríkjunum. Og atkvæði kjósenda eru virt, samkvæmt lögum. Bretland virkar líka vel. Það er að taka til sín fullveldið aftur og atkvæði kjósenda eru virt, því þau eru lög. Þar er ekki kosið aftur þar til ESB-öfgar koma út með upprétta hönd

Hvað verður um Evrópu? - þar sem svo margir vilja ekki vera með í þeirri Evrópu sem Evrópusambandsmenn hafa gert álfuna að. Vilja ekki lengur vera með. Öryggisleysið hríslast kalt niður hrygginn á íbúum ESB-landa. Þeir eru orðnir varnarlausir. Þeir hafa misst sjálfsákvörðunarrétt og fullveldi þjóðar. Þeir deildu því

Fyrri færsla

Donald Trump ávarpar þjóðirnar í stofnun Sameinuðu þjóðanna


Bloggfærslur 21. september 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband