Leita í fréttum mbl.is

Tyrkland hefur hér með viðurkennt rætur sínar

Maður má líklega þakka fyrir að vera ekki laminn í klessu af Vantrúarmönnum, fyrir að segja að með þjóðaratkvæðagreiðslunni í Tyrklandi um helgina, hafi það gerst, sem hlaut að gerast, að fortíð Tyrkja myndi hljóta staðfestingu sem viðurkenndur hlutur í daglegu lífi fólksins sem býr í landinu. Saga og trú forfeðranna fær hér með að setja sig upp í opinberu rými landsins. Herinn er ekki lengur varðmaður stjórnarskrár Tyrklands

Hinn nýi forseti í nýju embætti segist ætla að tryggja það að bæði vesturlensk veraldarhyggja og íslamstrú forfeðranna geti þrifist hlið við hlið á hinu opinbera torgi landsins. Þetta leiðir af sér spurningar um hvers eðlis trú forfeðranna er; er hún hæf til undaneldis?, - og svo hvers eðlis veraldarhyggjutrúin einnig er. Margar ömurlegar trúarkenningar veraldarhyggjunnar fengu sín stóru tækifæri á 20. öld; Marxismi, kommúnismi, nasismi og fasismi. Þau tækifæri urðu ekki beint að penu blómabeði. Það að úthluta hjarta og öndunarfærum íverustað utan líkamans, gekk ekki sérlega vel. Toppstykkið varð að heilastöppu

Þarna eru þá að myndast ný skil á milli Vesturlanda og hins íslamska heims. Skil sem munu ekki standa kjurr í neinum sporum, ef Vesturlönd ætla að halda áfram að afneita uppruna sínum: að rætur ríkja þeirra séu í Kristni og Gyðingdómi. Hornsteinn Vesturlanda er og verður nefnilega alltaf í Jerúsalem

Veraldarhyggjan er komin úr Heilögum ritningum Vesturlanda: þar segir að lögin sem ráði og ríki í landinu skuli koma frá mönnunum. Líklegt er að Erdogan forseti sé ekki sá kúreki sem til þarf, til að halda sér lengi í söðlinum á svo öflugri skepnu Vesturlanda. Honum mun af landsmönnum verða hent af baki eða skepnan skotin undan honum, ríði hann henni ekki fast. Það sem á eftir kemur, vita allir hvað er

Hvað ætla frávita Vesturlönd að gera núna. Stúta sér áfram, eða taka upp hanskann fyrir sjálfum sér, áður en þeim af öðrum verður einfaldlega stútað utan- sem og innafrá. Ætla Vesturlönd að taka upp hanskann sinn eða ekki. Ætla þau að viðurkenna rætur sínar og gæta þeirra (í til dæmis stjórnarskrá). Sérstaklega í ljósi þess að sagan hefur á ný tilkynnt lendingu sína í veruleikanum. Henni var um stund neitað um lendingarleyfi. Það bann er nú liðin tíð. Fríið frá sögunni er búið

Ég hef átt mjög gleðilega Páska og vona að það hafir þú líka

Fyrri færsla

Evrópa er að rifna í sundur, þökk sé Evrópusambandinu


Bloggfærslur 17. apríl 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband