Leita í fréttum mbl.is

Spurningu um Kína-Asíu og kína-Evrópusambandsins svarað

Borgþór spurði þessarar spurningar í síðustu færslu minni "Bensínið búið á biðstofum Kína - eins og í ESB". Þetta er góð spurning hjá Borgþóri:

Það er oft svolítið erfitt að lesa bloggin þín af því málfarið er svo skrautlegt. En það væri fróðlegt fyrir lesendur að vita hvaða skuldir í Kína þú ert að tala um nákvæmlega. Það eru svo margar skilgreiningar á þessu.

Svar mitt er þetta

Ráðstöfun landsframleiðslu Kína er svona. Athugaðu að þeir sem framleiða landsframleiðsluna eru fyrirtæki landsins og þau eru flest í ríkiseigu. Þeir sem síðan neyta landframleiðslunnar eru þessir:

1. Heimili neyta aðeins 39 prósent hennar (Bandaríkin: 70 prósent)
2. Ríkisstjórnin neytir 15 prósent hennar (engin velferð)
3. Ríkisstjórnin tekur 45 prósent hennar (kommúnismi) til að nota í 5-ára fjárfestingaáætlanir og hefur gert svo áratugum saman. Þær fjárfestingar eru að miklum hluta til ónýtar, því eðli málsins samkvæmt geta ríkisstjórnir ekki vitað hverju á að fjárfesta í og hverju ekki. Dæmi: ríkisstjórnin ákveður að byggja 100-flugvelli sem enginn mun nota. Þetta gerir hún til að skapa atvinnu því hún er hrædd við and-byltingu verkalýðsins ef atvinnuleysi verður til

Fjármálakerfið sem sér um þessa fjármögnun kommúnismans er í ríkiseigu. Og með því að gera hlut heimilanna og ríkisins (fjárlög) í landframleiðslunni svona afbakaðan og lítinn, þá hefur ríkisstjórnin þvingað sparnaðarhlutfall heimilanna svo hátt upp að það er hið hæsta í heiminum. Þetta þýðir að ríkisstjórnin hefur tekið sparnað heimilanna og flutt hann yfir til ríkisfyrirtækja landsins í formi innlána og vanneyslu --þar með talin eru bankar og fjármálastofnanir sem flestar eru ríkisrekin fyrirtæki líka-- og sem þar með hefur lagt hald á sparnað heimilanna til að fjármagna fjárfestingaráætlanir ríkisstjórnarinnar

Þessar ríkisfjármálastofnanir og ríkisfyrirtæki skulda nú heimilunum þre- til fjórfalda landsframleiðslu Kína og ríkið og fyrirtæki þess munu aldrei geta borgað þetta til baka. Heimilin eru stærsti nettó-lánveitandinn í hagkerfinu, í formi innlána. Sparnaður þeirra mun því í besta falli verða gerður upptækur og sennilega verða heimlin einnig látin gangast í ábyrgð fyrir erlendum lánum alls fjármálakerfisins líka

Flest það sem ríkisstjórnin fjárfesti í með þessum áætlunarbúskap, skilar ekki hagnaði né arði og skapar þar með ekki auð, heldur brennir sú áætlun ríkisins því litla sem heimilin gátu nurlað saman og voru þvinguð til að nurla saman með því að gera hlut heimilanna í landsframleiðslunni svona lítinn og henda fólki af landi sínu og eitra vatnsból þjóðarinnar => auður fluttur til ríkisfyrirtækja kommúnista

Xi ætlar að brenna þessar eignir heimilanna til grunna og taka þetta fé af heimilunum. Til að geta gert það þarf hann að hafa alræðisvald til að berja niður allar and-byltingartilraunir sem gerðar verða vegna þeirrar eignaupptöku sem fyrir dyrum stendur. Þess vegna er ólöglegur fjármagnsflóttinn frá Kína svona ofboðslegur. Þeir sem vita eitthvað, vita hvað er í vændum. Svo verður skellt á massífu atvinnuleysi og reynt verður að stinga upp í almenning með ónýtum hlutabréfum í ónýtum ríkisfyrirtækjum landsins. Það er það sem verður reynt

Forsetinn Xi ætlar líka að taka alla sjálfsstjórn frá héruðum landsins, því hann verður að koma í veg fyrir fleiri fjárfestingar þeirra úr ríksbankakerfinu og svo þarf hann að loka öllum ríkisreknum bönkum heima í héruðum og opna í staðinn einn ríkisbanka í Peking sem brenna mun eignir allra heimilanna í einu (útlán heimilanna til hagkerfisins í formi innlána). Eina örvunin sem hann ætlar að nota er að dæla fé inn í herinn, því hann þarf á honum að halda til að verjast þjóðinni þegar hann brennir sparnað hennar

Þetta er sennilega allt dauðadæmt og mun mistakast því hvergi í heiminum hefur þetta tekist í allri hagsögu mannkyns: þ.e. að jafna út og leiðrétta svona massífar og geðbilaðar skekkjur í hagkerfum. En kommar Kína eru samt nógu vitlausir til að reyna þetta. Þeir eru ekki kommar fyrir ekki neitt. Þeir vilja ekki frelsi. Þeir vilja kúgun og völd. Það er það sem er að gerast í Kína núna. Landið er að snúa aftur til alræðisvalds og herts einræðis, því Xi-forsetinn segir að það sé eina færa leiðin. Skuldafjall Kína var viðurkennt á allsherjarráðstefnu flokksins að þessu sinni, en tilvist þess hefur flokkurinn afneitað fram að þessu

Nettóvirði alls þess sem kínverska hagkerfið inniheldur er ákaflega lítið, miðað við stærð þess. Þetta eina 100-flugvalla dæmi hér að ofan (aðeins eitt af milljón slíkum) og sem byggðir voru sem atvinnubótavinna, með því að henda fólki af landinu sem fór undir þá (auður fluttur frá fólkinu inn í brennsluofna ríkisstjórnarinnar), er hins vegar ekki afskrifað út úr landsframleiðslunni sem ónýtar og tapaðar fjárfestingar eins og gert er á Vesturlöndum. Í kínverska hagkerfinu er ekkert sem sannarlega er ónýtt afskrifað út úr því aftur. Það safnast bara saman sem eignir í þjóðhagsreikningum. Og út á þær eignir tekur ríkisrekið bankakerfið lánin sín frá heimilum

Kína á lítið sem ekki neitt miðað við stærð landsframleiðslunnar. Nettóvirði hagkerfisins er afskaplega lítið. Ef lánadottnar skyldu koma að Kína sem þrotabúi, þá er þar lítið sem er einhvers virði og sem hægt er að selja á góðu verði, miðað við ef hagkerfið væri frjálst. Þar er ekkert Apple sem hægt væri að selja. Engin hergögn sem eru einhvers virði á mörkuðum. Ekkert Lockheed Martin eða Northrop, markaðsvirði 150 milljarðar dala. Það eina sem Kína gæti selt upp í skuldir er aðgangur að þúsund milljón fátæklingum sem beðið hafa í 67 ár eftir uppskeru kommúnismans. Nettóvirði landsins er ofboðslega lítið, en skynvilla þess hins vegar stór. Kína er fake news. Auðurinn sem myndaðist í hagkerfinu hefur verið brenndur á báli kommúnismans. Og þar á undan var allt hagkerfið þjóðnýtt með eignaupptöku og fjöldamorðum

Þessi kattarpína sem eiðræðið í Kína hefur framleitt, er svo gerræðisleg að óvíst er hvort landið muni lifa af. Þess vegna er Xi forseti að biðja um meiri völd núna. Hann heldur að hægt sé að leysa vandann með því að senda herinn á fólkið þegar það loksins skilur hversu vonlítil staða þess er. Hann ætlar ekki að fara einu leiðina sem vit er í: að frelsa fólkið undan þessu oki og taka upp lýðræði að vestrænni fyrirmynd, en ekki asískri export-fyrirmynd. Það mun hann ekki gera því það er svo subbulegt fyrir flokkinn sem fólkið myndi taka af lífi, hvar sem til flokksmanna hans næðist

Kínadellukallar í íslenskum stofnunum ættu að hlusta vel á það sem Michael Pettis hagfræðingur segir hér á fyrirlestri á gamla vinnustað Alberts Einstein; Institute for Advanced Study í Princetonháskólanum í New Jersey í Bandaríkjunum. Hann einn hafði rétt fyrir sér um Kína á meðan allir aðrir höfðu rangt fyrir sér. Það kæmi mér ekki á óvart ef hann fengi Nóbelsverðlaunin í hagfræði innan skamms. Brautryðjendarannsóknir hans á hagkerfum í ljósi alþjóðavæðingar undir ofgnótt sparnaðar, sem í fyrsta skiptið í mannkynssögunni er offramboð af, eru svo merkilegar að nauðsynlegt er að kynna sér það sem hann hefur til málanna að leggja. Hann tekur evrusvæðið einnig fyrir sem annað dæmi þar sem allt of miklu af efnahagslegum staðreyndum hefur verið snúið á hvolf af pólitískum orsökum, þar sem Þýskaland er Kína Evrópu. Það gerði Pettis í tveggja hluta podkasti á FT/Alhpaville í sumar

1. Michael Pettis on the mechanics and politics of trade (framework)

2. Michael Pettis on the Chinese economy (um "fríverlsun")

Kínadellukallar og ESB-kerlingar í íslenskum stofnunum verða að vakna upp ef við eigum að taka þátt í framtíð sem alls ekki verður sú framtíð sem lagt er upp til núna. Hún mun koma flestum á óvart - og ekki á jákvæðan hátt. Allt sem fram fer á allsherjarráðstefnu kommúnistaflokksins í Kína þessa dagana, er mótað af innvortis veiklekum Kína en ekki styrk. Það eru einungis veikleikar Kína sem knýja dagskránna, en ekki styrkur. Mannfjöldaheimsveldi Kína (e. demographic imperialism) er hin fullkomna tálsýn. Þúsund milljón fátæklingar eru og verða alltaf byrði og innri ógn - en ekki styrkur

Fyrri færslur


Bloggfærslur 23. október 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband