Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk fjárkúgun, er það rétta orðið?

Ég hef séð hannað viðtal við þjóðkjörinn forsætisráðherra Íslands, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Viðtalið var tekið með því að veita honum fyrirsát

Eftir að hafa horft á það kemst ég ekki hjá þeirri ömurlegu tilfinningu að DDRÚV stundi pólitíska fjárkúgun sem skattafjármagnaður fjölmiðill vinstrimanna á Íslandi. Takið eftir að ég skrifa ekki að þeir stundi pólitíska fjárkúgun. Ég skrifa hins vegar að það er sú tilfinning sem ég fæ. Það óbragð sem ég fæ í munninn

Og óbragðið fæ ég vegna þess að þeir sem taka viðtalið gera það á fölskum forsendum. Þeir sitja með þýfi og nota þýfið á pólitíska andstæðinga sína. Þeir græða líka peninga á þýfinu. Dönsk skattayfirvöld hafa til dæmis af prinsipp-ástæðum neitað að kaupa þetta þýfi og segja að það sé vegna þess að þýfið sé þýfi og að réttaröryggið vegi þyngra

Við vitum öll hvernig þessi fréttastofa er innréttuð og þeir voru ekki í leit að neinum sannleika um neitt þegar þeir birta þetta gamla viðtal með því að klippa það inn í hannaða atburðarrás sem þeir hafa unnið að með annarlegum ásetningi. Fyrir mér lítur ásetningur þeirra þannig út: þ.e. sem annarlegur

Þeir einir vita hvað er í þýfinu, sem framvegis verður líklega talið fram sem óefnisleg eign (goodwill) í eigna-uppgjöri einkahlutafélagsins Reykjavik Media ehf. Tilgangur hlutafélagsins er framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni. Þýfið gæti þannig aukið virði félagsins ef það verður selt áfram

Viðtalið er í mínum augum eins og sérhönnuð pöntunarvinna fyrir pólitískan viðskiptavin. Taka þýfi, vinna úr því með leynd og nota það sem pólitíska ógn. Ekkert nýtt kemur fram nema þetta viðtal, skilst mér

Gögnum er stolið og þýfið er selt. Kaupandinn gerir sér mat úr þeim og notar þau til að þéna á þeim og til að nota þau sem pólitíska ógn með aðstoð erlendra aðila, sem vinna með þeim við að byggja upp pólitíska ógn. Það er það óbragð sem ég fæ í munninn eftir að hafa séð viðtalið. Óheiðarleg vinnubrögð sem minna á mafíuaðferðir er bragðtegundin sem ég fæ í munninn

Allir sem hugsa, vita að pólitísk græðgi er mörgum sinnum verri og hættulegri en fjárhagsleg. Sú græðgi virðist mér vera hér að verki. Pólitísk græðgi og lítið annað

Mikið skil ég vel eftir þetta, að forsætisráðherrann skuli ekki vilja tala við DDRÚV.

Enginn reynir að draga pólitískan heiðarleika forsætisráðherrans í efa. Enda er það ekki hægt

Fyrri færsla

Forsætirsáðherra vill auðvitað ekki tala við DDRÚV ríkisskattaskjól Vinstirmanna


Bloggfærslur 4. apríl 2016

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband