Leita í fréttum mbl.is

Fátæktin dafnar og vex í Evrópusambandinu

Þegar Bretland yfirgefur Evrópusambandið á næstu tveim árum, þá minnkar sambandið um tæplega 20 prósent, fjárhagslega. Einn fimmti hluti fer, en fjórir sitja fastir eftir. Og ESB-báknið losnar þá við um helming af öllu lýðræði og ekkert land verður þá eftir í sambandinu sem hefur hernaðarmátt sambærilegan við þann breska. Næst stærsta ríki sambandsins er að fara úr því. Bless, bless og haldið endilega áfram á leið ykkar niður til fjandans, en sú vegferð ykkar verður algerlega án okkar

Þegar Bretland er farið þá hefur áhuginn á lýðræði sem pólitísku stjórnarfyrirkomulagi minnkað í heild um 60-70 prósent í öllu Evrópusambandinu, og var hann ekki sérlega mikill fyrir. Allt niður í 40 prósent í mörgum ESB-ríkjum. Yfirgnæfandi verður restin af ESB hinu vaxandi einræði sennilega mjög fegin, því að þeir sem eftir sitja trúa flestir mikið á einn "sterkan mann". Og Þýskaland er ennþá í gangi með frumtilraun sína til lýðræðis, og ferst það illa úr hendi, eins og sést á ríkisstjórn landsins, sem ennþá er næstum því bankakerfið að innan og utanþings

Nettó-framlag Bretlands til reksturs Evrópusambandsins var tæplega 15 milljarðar evra á síðasta ári. Bretar borguðu 15 milljarða meira til ESB en þeir fengu þaðan. Til samanburðar þá var nettóframlag Frakklands til sambandsins 7,2 milljarðar evra það árið. Beint fjárhagslegt framlag Bretlands var því tvöfalt stærra en framlag Frakklands. Og það munar um minna. Það munar um tvö Frakkalönd

Núverandi sjö ára fjárlagatímabili Evrópusambandsins lýkur árið 2020. En löngu áður þarf að koma sér saman um rammann fyrir næsta sjö ára fjárlagatímabil. Það verður skrautleg samkunda. En á hverju ári þurfa aðildarríkin og framkvæmdastjórn sambandsins að koma sér fyrir innan þess ramma, sem áratugum saman aldrei hefur fengist samþykktur af endurskoðenda, og semja í kröppum dansi um bókhaldslega falsaða tilvist sína þar. Þeir sem fá mest vilja að sjálfsögðu dansa harðast á bökum annarra. Þeir sem borga mest dansa ekki við neinn. Hvorki Svíþjóð né Finnland hafa nokkru sinni fengið einn grænan eyrir frá ESB. Eru þau farin að þreytast á dansinum og fyrir alvöru byrjuð að tala um brottför. Finnaland kemst hvergi því það er frosið fast í evru sem gerir landið fátækara með hverju árinu sem líður í skrúfstykki evrunnar

Um fátt er að velja fyrir þau 27 ríki sem eftir eru í sambandinu því að 11 af þeim eru gömul Sovétríki og geta ekki borgað. Þá eru vonandi 16 ríki eftir til að borga brúsann. En 5 ríki af þeim 16 eru gjaldþrota, geta ekki borgað og bíða eftir að fá að komast í þjóðargjaldþrot á réttum tíma. ESB-aðildin byggði upp gjaldþrot Grikklands á 30 aðildarárum með fé annarra ríkja og tókst að koma landinu í eina samfellda rjúkandi rúst, sem er heimsmet, fyrir 113 milljarða evra, í ekki neitt! Þá eru heil 11 ríki eftir. En 9 af þeim 11 ríkjum sem þarna eru eftir og sem ekki eru enn gjaldþrota eða orðin að gömlum Sovétríkjum, eru einungis smáríki sem engan veginn geta haldið fimm gjaldþota og ellefu Sovétríkjum uppi. Þá er bara um tvenn stór ríki að ræða sem eftir eru á listanum

Og hvað skyldi nú þeim tveim stórríkjum, sem eftir eru, detta í hug til að leysa fjármögnunarvandann. Banakerfi Þýskalands hristist og skelfur og Frakkland getur ekki mikið lengur nauðgað sér og barið niður franska byltingarandann, sem varðveita átti neista hennar öllu landinu til framtíðar lífsviðurværis, án þess að hún endurtaki sig sjálfkrafa. Atvinnuleysi í Frakklandi er 10 prósent og hefur verið svo í 30 ár. Og Þýskaland hefur bara blásið út og gnæfir nú algerlega yfir því

Það verður fróðlegt að sjá hvaða nýja tröllslega og eyðileggjandi skattheimta verður lögð á þau ríki sem enn yfir höfuð eru sköttunarleg í sambandinu, því ekki mun báknið sætta sig við minna spillingar- og mútufé til sinna umráða

Fyrri færsla

Kosningabaráttan í Bandaríkjunum ekki einsdæmi


Bloggfærslur 14. október 2016

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband