Leita í fréttum mbl.is

Notkunar kjarnorkuvopnsins 1945 og Japans minnst

Þetta var náttúrlega allt slæmt. Engar góðar lausnir voru til. En hugsið aðeins um eftirfarandi:

Stríðsglæpir Japana, metnir í mannslífum, eru taldir liggja á bilinu 10-15 milljón myrtir óbreyttir borgarar í þessari styrjöld. Sem sagt 10-15 milljón óbreyttir borgarar myrtir af Japönum

Hefðu Bandaríkjamenn ekki notað það sem þeir höfðu þarna í ágúst 1945, þá átti innrás þeirra inn á meginland Japans að hefjast í nóvember. Barist hefði verið um hvern fermetra af landi og Japönskum stjórnvöldum stóð fullkomlega á sama um þjóð sína. Henni hefðu þau fórnað til síðasta manns. Uppgjöf kom aldrei til greina. Það var sá hryllingur sem blasti við

Í þeirri innrás sem stóð fyrir dyrum í nóvember 1945, áttu Sovétríkin einnig að spila stórt hlutverk. Eftir stríðið hefði því stór hluti Japans endað í Gúlagi Sovétríkjanna og engin endurreisn Japans hefði getað orðið, nema í þeim hluta þess sem Bandaríkjamenn hefðu hernumið. Japan hefði orðið tvískipt eftir styrjöldina. Sá kommúnistahorror stóð Bandaríkjamönnum ljóslifandi fyrir sjónum, vegna reynslu þeirra á meginlandi Evrópu. Þið munið hvað varð um "pólska vandamálið". Að minnsta kosti muna Pólverjar, enn þann dag í dag, ákaflega vel eftir því

Þeir sem hefðu viljað vera sá forseti Bandaríkjanna sem neitað hefði að nota þau vopn sem til voru til að binda enda á styrjöldina, já þeir ættu að rétta upp hönd, svo þeir geti mætt sem hinn ákærði í réttarsalinn, þegar bandarískur almenningur krefst skýringa á því af hverju hundurðum þúsunda bandarískra mannslífa var fórnað undir innrás, þegar hægt hefði verið að nota þau vopn sem til voru. Það svar hefði bandarískur almenningur átt fullan rétt á að fá

Manhattan-verkefnið (the Manhattan Project) er enn þann dag í dag stærsta, erfiðasta og viðamesta verkefni mannkynssögunnar. Að búa til þessar kjarnorkusprengjur var eitthvað sem menn vissu ekki hvort að tækist. Unnið var upp á líf og dauða við það dag og nótt í mörg ár og kostnaðurinn var gerræðislegur. Ekkert, ekkert var til sparað. Fyrst og fremst af brjálæðislegum ótta við að óvinurinn yrði fyrri til - og svo í þeirri von að þetta vopn gæti sparað mannslíf og bundið enda á hryllinginn sem stjórnvöld á meginlandi Evrópu og Japans höfðu sett í gang. Sem og vopnið gerði

Allt var lagt á sig til að vernda líf bandarískra borgara. Allt. Það var frumskylda hinnar kjörnu ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Ekkert annað vopn hefur alla tíð síðan sparað mannkyninu eins miklar blóðsúthellingar í gjörvallri sögu þess

En borgarar Japans áttu um sárt að binda. Þeir munu lengi syrgja sína og það með réttu

Frumskylda hverrar kjörinnar ríkisstjórnar er að vernda líf, limi og eigur borgaranna

Fyrri færsla

Aftengja þarf Ísland við svartholið ESB

 


mbl.is Fullkomin tortíming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. ágúst 2015

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband