Leita í fréttum mbl.is

Sumir segja og skrifa "bandalag" í stað "sambands". Skiptir það máli?

Tekið hef ég eftir því að þegar rætt er um Evrópusambandið að þá er stundum notað hugtakið "bandalag" sem þá yrði "Evrópubandalagið" í stað "Evrópusambandsins". Skiptir þetta máli?

Já. Eins og eftirfarandi sýnir þá skiptir þetta máli. Yfirfærum þetta snöggvast yfir á Íslenskar aðstæður. Alþýðusambandið er jú "samband" og þar er þessi "forseti" þess á mjög háum launum á kostnað "þræla" sinna. Ef við notuðum "bandalags" hugtakið yfir þetta, þá myndi Alþýðusambandið verða Alþýðubandalagið!

Skiptir það máli? Já, því eins og í Evrópusambandinu er þar enginn kjörinn af neinum nema örfáum og oft engum. Allir sitja umboðslausir á löngu útrunnu umboði sem aldrei var neitt alvöru umboð frá upphafi og véla um stjórnmál sem þeir aldrei hafa verið kjörnir til. Alþýðusambandið stundar stjórnmál

Alþýðubandalagið var þó kjörið af kjósendum sem umboðsmenn þeirra á þingi

Að þessu leyti er mikill munur á Alþýðusambandinu og Alþýðubandalaginu. Og sá mikilvægi grunnleggjandi munur var auðvitað sá að þingmenn Alþýðubandalagsins stunduðu stjórnmálin sín á þjóðarsamkundunni Alþingi í umboði kjósenda, að minnsta kosti að mörgu leyti

Það gerir hins vegar dulbúið Alþýðubandalag undir nafni Alþýðusambandsins ekki. Það samband er skrímsli eins og Evrópusambandið sem einnig er samband sósíalista. Alþýðusambandið stundar stjórnmál sem það á ekki að gera. Og notar til þess peninga hinna sjónvarps-auglýstu "þræla" sinna 

Kommissarar Evrópusambandsins eru stjórnmálamenn þó svo að reynt sé að slá ryki í augu borgarana sem allir borga undir það, um að svo sé ekki. Kommissarar eru umboðslausir stjórnmálamenn. Enginn hefur kosið þá. Og skrumskælt þykjustu-umboð þeirra hefur aldrei verið endurnýjað, enda myndi það ekki fást endurnýjað undir stjórnarformi er lýðræði kallast - og sem sósíalistar flestir ávallt hafa hatað

Það er meðal annars þessa vegna sem Evrópusambandið er skrímsli sem kveikt hefur í Evrópu á ný. Hún logar glatt og mun springa

Nafn Sjálfstæðisflokksins er réttvísandi. Það er ekki notað sem "Alþýðubandalag" sem var framboðssamband kommúnista, eða "Alþýðusamband" sem er dautt Alþýðubandalag, eða Kvennaframboð, eða Samfylking komma og sósíalista, eða "Píratar" sem eru ekki ekta þjófar og glæpamenn heldur bara sósíalistar og kommúnistar, til að dekka yfir úldinn kommúnisma sem þolir ekki dagsins ljós undir sínu rétta nafni. Nasismi og kommúnismi eru bara sósíalismi, tvær hliðar á sama pening annarra. Þessi gíslataka þarf að hætta

Engar framfarir geta orðið nema að rétt nöfn í tungumálinu séu notuð yfir hið sanna ástand og eðli hlutanna. Það sagði Konfúsi einhver. Þessi leikur þarf að stoppa. Þessa confusion á að stoppa

Fyrri færsla

Vanabindandi slitlag í borgríkinu?

Krækjur

EU-talskvinde: Kommissærer er også politikere

Þrælabúð ASÍ


Bloggfærslur 5. júní 2015

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband