Leita í fréttum mbl.is

Kista full af stolnum þjóðargersemum

Nú þurfa menn bara að fylgjast með því hvernig elítur Evrópusambandsins munu notfæra sér til hins ýtrasta vandamál Úkraínu sér til eigin framdráttar

ESB hefur frá byrjun staðið úti á götum Úkraínu og hellt bensíni á þá neista sem mættu koma frá samskiptum landsins við Rússland. Út á götur í Kiev mættu þeir í eigin persónu til að steyta hnefana

Hugsa sér að þetta geti gerst hjá þingmönnum ríkja sem eru í stjórnmálasambandi við Úkraínu í gegnum meðal annars utanríkisþjónustu og sendiráð

Hvað hefðu Íslendingar sagt ef Brusselmennin hefðu mætt hingað til óeirða með skrílsliði til árása á þinghús íslenskrar þjóðar og seðlabanka undir áföllum þjóðarinnar 2009. Reyndar hafa þeir síðan þá verið steyptir niður í skrílsvellina, því staðsettir eru þeir hér enn

Öll árin frá því að múrinn féll hefur Evrópusambandið tekið á móti stolnum þjóðarauði Rússlands og þar með sýnt rússneskum almenningi hvers eðlis Evrópusambandið í raun og veru er: kista full af stolnum þjóðargersemum í vörslu ókjörinnar klíku

Nú mun Evrópusovétsamband Brussels þenja sig út. Þetta eru kjöraðstæður fyrir sambandið til að hrifsa til sín enn stærra og valdameira umboðsleysi sitt. Á þessu nærist ESB; sprengingum

Brusselsk-Evrópa er frá 1987 af, skuldum vafin gagnvart rússneskum almenningi og stjórnvöldum hans. Rússum var meðal annars lofað því að Þýskaland og þar með Evrópusambandið yrði aldrei sú gerræðislega steypublanda til alræðis sem sullið ESB orðið er í dag. Því var frú Margaret Thatcher einnig lofað. Og líka þeim sem í Hvítu húsi sat

Fyrri færsla

Kapítalismi er ekki það sama og kapítalismi


Bloggfærslur 30. júlí 2014

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband