Leita í fréttum mbl.is

Finnland stefnir í skipbrot í evrum

 

Atvinnuleysi í Finnlandi frá 1959 til 2014

Mynd, Trading Economics; Atvinnuleysi í Finnlandi frá 1959 til 2014

Lars Christensen fjallar um evruríkið Finnland á heimasíðu sinni. Finnland hefur nú misst helsta fjöregg eins fyrirtækis í landinu er Nokia nefnist. Hvorki Evrópusambandsaðild né evruupptaka Finnlands getur enduruppfundið hið glataða fjöregg Nokia

Þetta áfall og óöryggi sem dunið hefur yfir launþega og heimili landsins hefur nú læst klóm sínum um háls finnska hagkerfisins (e. widespread idiosyncratic shock). Það er smám saman að farast. Og þessa köfnun er ekki hægt stöðva með aðstoð evrunnar og aðild landsins að ESB —þvert á móti— því að á síðasta uppgjörsári greiddi Finnland 1,7 miljarða evra nettó til Evrópusambandsins í Brussel. Aðildin að ESB og upptaka evru hefur ekki fært landinu neitt nema óafturkræf massíf óleysanleg vandamál

Samdráttur í landsframleiðslu Finnlands árið 2009 er hin alþjóðlega fjármálakreppa skall á varð svo hrikalegur vegna evruaðildar landsins að hann náði níu prósentustigum af landsframleiðslu, sem svarar til reksturs eins heilbrigðiskerfis. Þetta er mesti efnahagslegi samdráttur sem orðið hefur í Finnlandi síðan 1918

Fullveldi Finnlands í peningamálum hvarf algerlega og óafturkræft með evruupptöku ásamt stórum hluta fullveldis landsins yfir utanríkis- efnahags- og viðskiptastefnu er hvarf með ESB-aðild landsins 1994

Eins og að ESB-aðildin og upptaka evru og dauði Nokia væru ekki nóg af áföllum fyrir Finnland, þá lítur út fyrir að nýtt stórt áfall —e. asymmetric shock— sé að leiðinni yfir landið er nefnist; kreppa í Rússlandi

Lars Christensen segir að Finnland standi í þetta skiptið varnarlaust gegn nýrri kreppu í Rússlandi því í þetta skiptið á Finnland enga mynt sem það getur látið falla til að mæta áföllum og súgþurrkun eftirspurnar og skattatekna frá og í Finnlandi. Horfurnar fyrir Finnland eru því þær að landið mun þurfa að búa og sætta sig við miklu minni efnahagslegar framfarir, hagvöxt og velmegun en frjáls lönd geta búið við, um langa ókomna framtíð, er evran dag og nótt vinnur skemmdarverk sitt á Finnlandi til langframa

Atvinnuleysi í Finnlandi hefur nú lagt sig fast á ESB-hæðum, eða eurosclerosis, það er að segja á skelfilegum 7-10 prósentustigum í venjulegu ESB-árferði. Hvert skyldi þá ný rússneskt kreppa ofan í dauða Nokia fara með Finnland? Líklega til hins þriðja heims evrulanda

Á meðan, eða frá 1969, heldur álverið í Straumsvík viðstöðulaust nótt sem nýtan dag áfram að mala gull inn í hagkerfi Íslendinga. Þjóðhagslegt mikilvægi þess má bera saman við það nettó þjóðhagslega mikilvægi sem Nokia hafði um tíma fyrir efnahag Finnlands

Krækja; Currency union and asymmetrical supply shocks – the case of Finland (Lars Christensen)

Fyrri færsla

Evran ER mynt Evrópusambandsins, það er sænska krónan ekki

Tengt


Bloggfærslur 9. apríl 2014

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband