Leita í fréttum mbl.is

Seðlabanki Írlands setur þak á húsnæðislán undir evrunni

Vísitala nafnverðs fasteigna á Írlandi

Mynd; Vísitala nafnverðs fasteigna á Írlandi

Vegna þess að Írland tók upp evru liggur húsnæðismarkaður írsku þjóðarinnar í rúst. Frá 2007 til 2013 er húsnæðisverð fallið um meira en helming og eru húsnæðiseigendur hafnaðir í lokaðri og læstri peningapólitískri gildru myntar sem þeir hafa minna en ekkert um að segja. Fjármálabóla ECB-aukaseðlabanka Þýskalands sprengdi hagkerfi Írlands í tætlur og brauðfótagerði fjármálakerfi Íra

Nýjar reglur um húnsæislán munu taka gildi á Írlandi í janúar næstkomandi. Undir þeim munu Írar ekki geta tekið samanlagt stærri húsnæðislán í neinum fjármálastofnunum en sem nemur meira en 3,5 sinnum árstekjum lántaka og hæst 80 prósenta af kaupverði

Sem sagt; á meðan íslenskir húsnæðiseigendur hafa komið betur en flestar þjóðir út úr fjármálakreppu —og sem nú er yfirstaðin á Íslandi— þá rignir teppasprengjum evrulands ennþá yfir Írland og svo mun verða þar í landi um mörg ókomin ár og áratugi

Atvinnuleysi á Írlandi undir evru er nú 11 prósent. Írland er dæmt evruland. Atvinnuleysi á Íslandi undir krónu er hins vegar 5 prósent og lýðræðis- og hagvaxtarhorfur lands okkar eru góðar, svo lengi sem við göngum aldrei í Evrópusambandið

Krækja

Irish central bank urged to ease mortgage restrictions (FT)

Fyrri færsla

Rússnesk kvöldmáltíð


Bloggfærslur 22. desember 2014

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband