Leita í fréttum mbl.is

Mun norska krónan falla um 40 prósent?

Geri hún það gætu nokkuð margir Íslendingar læsts fast í fátæktargildu í Noregi. Olíutengdar skattatekjur norska ríkisins gætu vegna yfirstandandi verðhruns olíu meira en helmingast og það sama gildir um Danmörku. Norska krónan er nú þegar á síðustu tólf mánuðum fallin spýta um 19 prósent gagnvart íslenskri krónu og 14 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Olían er fallin í verði um meira en 35 prósent á bara nokkrum mánuðum

Stýrivextir í Noregi gætu margfaldast og gert lífið að martröð fyrir húsnæðiseigendur, eins og þeir gerðu síðast er olíuverðið hrundi niður í 20 dali tunnan árið 1999. Þá þurfti að leggja Bondevik forsætisráðherra landsins inn með taugaáfall. Árið 1986 var norskum stýrivöxtum skutlað í skamma stund upp í himinhá 50 prósentustig og í olíuverðfallinu 1998/9 var þeim dælt frá rúmlega þremur prósentustigum upp í sjö til átta prósent árum saman

Vextir á standandi húsnæðislánum í Noregi láta þá undir svona hrikalegum átökum afar illa. Það hefðu þeir ekki gert ef Noregur hefði verið svo snjall að bjóða landsmönnum upp á verðtryggð húsnæðislán

Á Íslandi hefur verðtrygging húsnæðislána komið í veg fyrir 60 prósentustiga raunverðshrun á fasteignum Íslendinga í kjölfar bankahruns

Verðhrun á fasteignamarkaði í Noregi er sannarlega stand-by möguleiki í dag. Gæti sú blöðrusprenging orðið risavaxinn útreiðartúr með ófyrirsjáanlegum afleiðingum

Í gær féllu hlutabréf Statoil um 10 prósent. Ein mesta intra-day lækkun nokkru sinni. Falli olíuverð undir 40 dali, munu Norðmenn þurfa að greiða standandi gangsettar olíuvinnslu-fjárfestingar niður. Þær yrðu óarðbærar. Þá munu fyrirtæki þessa geira og bankar hæglega getað rúllað yfir um

Hér ættu hroðaleg útópísk raflost Landsvirkjunarmanna að slá inn í heilabúskap stjórnar þess kumbalda áður en þau þjóðhagslega banvænt verða leidd yfir í íslenskan almenning til útafgjörnings

Hvað mun nú verða um viðmiðunarlaun landspítalalækna- og tækna þegar norska krónan er fallin spýta?

Þumbaralega aulalegt er að nú skuli allt í einu ekkert minna duga til en samanburður íslenskra launa við ríkasta og dýrasta land veraldar. Hvar er raunveruleika-sans svo margra? Ég spyr. Er hér ekki um hreina Baugs-mannjöfnunar-áráttu að ræða? Áráttu sem kom landinu okkar næstum fyrir kattarnef!

Fyrri færsla

ESB-aðild og evruupptaka Finnlands að ríða landinu að fullu

*** Tengt ***

Gildir ekki lengur (úrelt, Obs: gjeller ej): Krugman í janúar 2014: Hadde Norge vært som andre land, ville boligbobla sprukket. Det mener nobelprisvinner Paul Krugman

Tåler du et slikt fall i boligprisene igjen?

 


Bloggfærslur 29. nóvember 2014

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband