Leita í fréttum mbl.is

Frakkland færir fram ósk um stofnun Bandaríkja Evrópu

Wall Street Journal - vikan 14. til 19. júlí 1930  

Frakkland færir fram ósk um stofnun Sambandsríkis Evrópu, þ.e. Bandaríkja Evrópu

Stóra Bretland tekur kuldalega í þessa tillögu Frakka en hugmyndin er þó sögð framkvæmanleg án þáttöku Breta. Hinsvegar er það grundvallarforsenda að Þýskaland taki þátt í stofnun Bandaríkja Evrópu. Viðbrögð Þjóðverja voru skilningsrík og jákvæð en beina um leið athygli manna að vissum hindrunum og þá aðallega þörfinni á að endurskoða til dæmis friðarsamninginn frá 1919, sem tekur til nýrra landamæra Þýskalands og hernaðaruppbygginu þess

Dow vísitalan er 240.31 +2.83 (1.2%). Þýskaland fer í kreppu

Þann 28. júlí kemur svo í ljós að Þýskaland er í stjórnarkreppu og von Hindenburg hefur leyst upp þingið, Reichstag. Þetta er hápunktur í langri fjármálakreppu Þýskalands. Eftir stórmerkilegan efnahagsbata undanfarinna fimm ára hefur verið klippt á fjármagn erlendis frá sökum fjármálakreppunnar um allan heim. Þýskaland stendur nú andspænis miklu atvinnuleysi og stórkostlegum halla á fjárlögum þýska ríkisins. Tímabundin einræðisherravöld í Þýskalandi gætu skapað góð tækifæri til að leysa kreppuna með festu og ákveðni. En þessi aðgerð hefur þó vakið upp áhyggjur um að sósíalistar og þjóðarsósíalistar muni vinna á í næstu kosningum.

Gætt hefur jákvæðrar þróunar í vexti þýsks útflutnings og staða seðlabanka Þýskalands er góð

Ný gjaldskrá fyrir nætursendingar með Western Union Cable tekur gildi

Western Union night cable rate New York-Switzerland is $1.90 for 20 words; total Western Union US-Switzerland cable traffic more than 10,000 per month:

FULLT STOPP: News from 1930

Fyrri færsla 

Iceland's krona: By then the delayed cluster bomb of Europe's unemployment will have detonated


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Samanber, Gunnar minn, bók Ragnars Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, Rv. 1998, s. 103:

“Í samþykkt [Evrópu]þingsins frá desember 1997 segir m.a.: “Löndin sem sækja um aðild verða að sýna, að þau séu trú grundvallarmarkmiðum ríkjasambands sem stefnir í átt að sambandsríki” (”federal state”). Í samþykktinni er hvatt til þess að afnema neitunarvald, minnka áhrif smáríkja og auka miðstjórnarvald.”

Og í sama riti Ragnars, s. 102, segir ennfremur:

“Í frægu viðtali við Der Spiegel í nóvember 1991 dró þáverandi forseti framkvæmdastjórnarinnar, Jacques Delors, saman kjarnann í markmiðum Maastricht-samningsins: “Wir müssen Grossmacht werden!” Við verðum að verða stórveldi!”

Jón Valur Jensson, 29.7.2009 kl. 22:18

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef ég heyrði rétt þá er atvinnleysi í Danmörku komið niður í það sem var1980 og fer vaxandi?

Júlíus Björnsson, 30.7.2009 kl. 13:39

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Jón Valur og Júlíus.

Já þessa bók hans Ragnars Arnalds þarf ég að lesa. Verst er þó að Ragnar Arnalds skuli ekki sjálfur vera í fararbroddi fyrir hreyfingu Vinstri grænna. Þessi smjattpatti sem er þar núna í toppi, hann Steingrímur J. Sigfússon, viðrist mér hér frá útlöndum séð vera misheppnuð og gölluð vara, sem lofar einu í kosningum en gerir svo allt annað þegar hann er sestur í stólinn.

Já Júlíus. Það bárust hér þær fréttir í gær að þeir sem hafa verið og eru að útskrifast núna með háskólamenntun hér í Danmörku útskrifast út í 24% atvinnuleysi á meðal nýútskrifaðra manna með háskólapróf. Það er nefnilega ekki lengur þannig að háskólamenntun sé "ávísun" á gott starf í ESB. Hún er einungis þátttöku-aðgöngumiði að vinnumarkaðnum þar sem stanslaust offramboð af vinnukrafti hefur ríkt allar götur síðan 1978.

Það er þó stórkostlegast að vita til þess að þeir sem eru hvað mest blindir á sköpun þess stórríkis Evrópusambandsins - sem jafnvel Wall Street Journal skrifaði dálítið ótímabært um þarna í júlí mánuði 1930 - eru ennþá alveg staurblindir á það sem fer fram undir nefi þeirra núna. En þetta eru einmitt ennþá mest háskólamenntaðir menn og búa alveg sérstaklega mest á Íslandi um þessar mundir. En hvernig má annað vera eftir algera blindu svo margra þeirra um galla kommúnismans í stjórnartíð Sovétríkjanna. Þeir voru svo blindir háskólamennirnir að þeir sáu lítið annað en það sem upplýsingaveita Sovétríkjanna rétti að þeim: þeir átu það með húð og hári. Núna er það bara upplýsingaveita Evrópusambandsins sem spilar lagið fyrir þá. Þeir meðtaka það allt, kyngja og ropa ekki. Þetta er alveg ótrúlegt.

Gunnar Rögnvaldsson, 30.7.2009 kl. 19:52

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þau sá blekkinguna fyrir og tóku upp neysluvístöluverðtrygð námslán bara með um 3% raunávöxtun verður sjá eftir 6 ár ganga.  Íslendingar þurftu aldrei að taka atvinnuleysi úræði risanna. 10% top eru Nauðsynleg og eiga að fá frítt nám. Stéttir sem fara beint í ríkisþjónustu eiga ákveðinn hópur að fá laun í í starfsþjálfun.  Gagnrýni eða hinn hliðin einkennir greind.  

Júlíus Björnsson, 30.7.2009 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband