Leita í fréttum mbl.is

Aðskilnað ríkis og þjóðar í raforkumálum þarf að afnema líka

Þarna sjá menn hversu galið það var að skilja peningakerfið og eftirlitskerfið að. Dilla var flutt inn frá útlöndum og blýklossinn sá seldur sem björgunarhringur

En það er einmitt það sem menn hafa gert í raforkumálum þjóðarinnar. Þar hafa stjórnmálamenn skilið að og drekkt áður mjög svo góðu og skilvirku raforkukerfi þjóðarinnar, samkvæmt innfluttum trúarkenningum imperíal-heimsveldis hins umboðslausa sértrúarsafnaðar Evrópusambandsins. Þar hafa menn látið erlent og ókjörið nýlenduvald ESB skipa sér fyrir í einum brýnustu tilvistar- og hagsmunamálum þjóðarinnar

Nú er þess vegna svo komið, að íslenskir stjórnmálamenn allra flokka nema eins verða að ána sér eins og maðkar og laumufarþegar um landið í aðdraganda komandi kosninga, þar sem þeim verður refsað grimmt fyrir fullveldisafsal og aumingjadóm í þeim málum

Sundraðir og búrhænsnatættir af erlendu og ókjörnu valdi, skírða þeir vænglausir um landið og reyna að láta sem ekkert sé

Að ESB-komminn er kominn út úr Seðlabankanum hefur gefst vel. Þá sértrúaranda þarf einnig að særa út úr stjórnmálamönnum okkar. Út með ESB-hjátrúna og inn með Íslandssöguna

Fyrri færsla

Kanslari og forseti rógburðar


mbl.is Traust á Seðlabanka eykst mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða flokkur er þessi "nema einn"?

Guðmundur Ásgeirsson, 22.2.2021 kl. 15:19

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Guðmundur.

Það var bara Miðflokkurinn sem barðist gegn Þriðja-ríkisorkupakka ESB.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 22.2.2021 kl. 15:35

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Hressandi og sannur pistill Gunnar. Það versta er að kjósendur eru illa upplýstir og kjarklausir sauðir sem bukta sig fyrir yfirvaldinu í ótta við að vera taldir "umdeildir", eíns og Ólína Þorvarðar orðaði svo vel. Hver vill annars vera "umdeildur"? Er ekki betra að þegja?

Júlíus Valsson, 22.2.2021 kl. 15:38

4 identicon

Heill og sæll Gunnar,

hér er engu við pistilinn að bæta,

nema efninu og andanum samkvæmt:

Amen.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.2.2021 kl. 16:32

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir Júlíus og Símon Pétur.

Já. Það er svakalegt þegar stjórnmálamenn segja skilið við kjósendur og gera sig óumdeilanlega að aumingjum.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 22.2.2021 kl. 17:02

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Höldum því til haga að Ásmundur Friðriksson var eini þingmaður XD sem greiddi ekki atkvæði með afsali fullveldis Íslands í eigin orkumálum til ESB, afsali sem samrýmist hvorki íslensku stjórnarskránni né ályktunum Landsfundar XD. Megi hinir hafa skömm fyrir.

Júlíus Valsson, 22.2.2021 kl. 17:03

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Rétt Júlíus.

Gunnar Rögnvaldsson, 22.2.2021 kl. 17:04

8 identicon

Nú virðist mér að gera eigi atlögu að Ásmundi og þrúkka honum niður framboðslista "Sjálfstæðisflokksins"

Þar ríkir Samfylkingar mentalitetið.

Minnumst því þess að Miðflokkur Sigmundar Davíðs stóð einn, heill og óskiptur, gegn Op. 3 og með fullveldi og sjálfstæði lands og þjóðar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.2.2021 kl. 23:34

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eg hlustaði á þá (og eina konu Miðflokksins) verjast í Orkupakka 3# hvert einasta kvöld og stundum fram á dag,meðan enginn frá ríkisstjórninni veitti andsvar,enda voru þeir fáir ef nokkrir þar mest allan tímann. Sigmundur fann að við þá að vera ekki á staðnum að svara fyrir sviksamlegt athæfi sitt í orkumálum þjóðarinnar.(ekki orðrétt)  En æðsti strumpur var greinilega orðinn fúll og fann að við þá sem honum fannst greinilega lítilmótlegir,en gerði þeim til bölvunar að halda áfram til morguns,þótt þeir færu fram á að hann sliti fundinum. Ég vona innilega að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn fái þá ráðningu sem þeir eiga skilið.-- Kjósum þessa stjórn út!   

Helga Kristjánsdóttir, 23.2.2021 kl. 03:07

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Helga.

Já það var gott að fylgjast með Miðflokksmönnum þarna - og hollt. Miðflokksmenn eru ekki strandaðir á ráðgjafaskeri.

En einmitt þar situr xD-flokkurinn fastur núna og hefur hent vélinni fyrir borð til að reyna koma sér af strandstað. En ekkert gerist. Skútan sú haggast bara ekki. Enda á hún það ekki skilið, - segir lögmálið um ráðagjöfina.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 23.2.2021 kl. 12:38

11 Smámynd: Jónatan Karlsson

Samræmt göngulag fornt:

"Álútir skulu menn ganga! og hoknir í hnjánum!

Og horfa með stillingu og festu á íslenska jörð!"

Höfundur Steinn Steinar

Jónatan Karlsson, 23.2.2021 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband