Leita í fréttum mbl.is

Þýskaland að mjaka sér úr ESB?

Perspektíf Þýskalands

Mynd: Geopólitískur útsýnisgluggi Þýskalands

****

Mathieu von Rohr blaðamaður á þýska Spiegel skrifaði að mati Eurointelligence hrollvekju um aftaka Angelu Merkel sem formanns þýska kristilega demókrataflokksins (CDU), þ.e. sé litið burt frá misheppnaðri og tímabundinni örformennsku Annegret Kramp-Karrenbauer. Nýr arftaki Merkels var nefnilega kjörinn um daginn og heitir hann Armin Laschet:

Samkvæmt von Rohr er Laschet-maðurinn mikill stuðningsmaður Bashar al-Assad forseta Sýrlands. Árið 2018 hélt þessi nýi formaður CDU því fram að Bandaríkin væru stuðningsmenn Ríkis íslam (ISIS). Dreifði hann fölskum yfirlýsingum um að efnavopnaárásin á Ghouta 2013 hefði verið verk ISIS, þrátt fyrir að öll sönnunargögn bentu til þess að ríkisstjórn Assad forseta hefði verið þar að verki. Þá skrifaði Armin Laschet, nú formaður CDU, að eina lausnin í sýrlensku borgarastyrjöldinni væri þátttaka Rússlands

Mathieu von Rohr blaðamaður bendir einnig á að það sé óvenjulegt að stjórnmálamaður CDU-flokksins sé nákominn Valdímír Pútín forseta Rússlands. Hinn nýi formaður CDU-flokksins hefur einnig margsinnis kvartað yfir "and-Pútín stemmingu" í Þýskalandi

Armin Laschet hinn nýi formaður CDU er einnig mikill stuðningsmaður NordStream2 gasleiðslunnar milli Rússlands og Þýskalands. Hann dró einnig í efa og gerði lítið úr upplýsingum Bresku leyniþjónustunnar um að það hefði verið rússneska novichok eiturefnavopnið sem beitt var á Sergei Skripal og dóttir hans Bretlandi

Segir von Rohr að það sé óhugsandi að engar þessara yfirlýsinga Armin Laschet, nú formanns CDU, hafi verið ræddar þegar valið á nýjum formanni flokksins fór fram um daginn. En það endurspegli hins vegar eðli þorpsstjórnmálamenningar Þýskalands sem ríkis

Eurointelligence endar umfjöllun sína þann 19. janúar með þeim orðum að annað hvort sé um risavaxin mistök að ræða, eða þá, og það sé enn verra, að um komandi geópólitískt endurskipulag á stöðu Þýskalands í heiminum sé að ræða - og það án þess að þýska þjóðin viti neitt um það

Árum saman hef ég bent á að Þýskaland sé að endurreikna stöðu sína í heiminum. Að enginn hafi í raun vitað hver geopólitísk staða landsins frá stríðslokum sé, og allra síst undir blekkingartímabili þess í Evrópusambandinu, þar sem landið samkvæmt til dæmis ráðum Helmuts Schmidt íklæddist skikkju til að villa á sér heimildir

Fyrir þá sem áhuga hafa á forsögu málsins, sjá vefsetur stofnunar Margrétar Thatchers: 1) Britain and the origin of the EMS. 2) Bundesbank Council meeting with Chancellor Schmidt [declassified 2008] ásamt skjali númer 111553

Fyrri færsla

Wuhan-veiran finnst í kínverskum ís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru um sex ár síðan að ég fór að benda á að þetta mundi gerast,og fékk bágt fyrir.
Þjóðverjar hugsa með veskinu og eru farnir að gera sér grein fyrir að bæði bandaríkin og ESB eru á fallanda fæti og það er komin tími til að koma sér fyrir annarsstaðar.
Ég benti Á BRICK ríkin í því sambandi.
Ég held að þetta sé skinsamlegt hjá Armin ,og við ættum að fara að huga að því að fylgja fordæmi hans.

Armin hefurr rétt fyrir sér í flestu greinilega.
Þáttaka Rússa var eina lausnin á Sýrlenska borgarastríðinu.
Eins og við vitum í dag var það ekki Assad sem stóð að efnavopnaárásinni.
Bandaríkjamenn voru í samstarfi við ISIS framanaf,með milligöngu John McCain ,eins og við sáum á myndum teknum af þeim félgum oog upptökum frá fundi Kerry með þeim.
McCain kallaði þá frelsishetjur .
Nordstream II og nýja gasleiðslan í gegnumm Búlgariu er eina raunhæfa lausnin á orkumálum Evrópu.
Og and Putin stemning er afar heimskuleg stefna fyrir Þýskaland.
Ég mundi trúlega kjósa þennan mann ef ég væri Þjóðverji.
Okkur vantar líka svona mann á Íslandi til að leiðrétta þessa þvælu sem er í gangi hérna.
Maður með "Real politic"

Borgþór jónsson (IP-tala skráð) 22.1.2021 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband