Leita í fréttum mbl.is

"We the People": Endurtalning ólögleg í Georgíu?

Lin Wood lögfræðingur hélt blaðamannafund í Georgíuríki þann 6. nóvember 2020. Það er gott að "við fólkið" er enn til, ásamt Jr

****

Þetta gerist varla betra, hafi maður á annað borð áhuga og álit á We the People eða "okkur fólkinu" sem gert er ráð fyrir að sitji við stjórnvölinn og stjórni í reynd lýðræðisríkjum. Að fólkið ráði og stjórni ríkjum sínum sjálft, en ekki elítur embættismanna, fjölmiðlar og erlendar "alþjóðastofnanir" eða ESB-helvítið

Lin eða L. Lincoln Wood Jr er lögmaður einn frá Georgíu sem margir kannast við úr Vestrum og bandarískum kvikmyndum með Jimmy Stewart og félögum, nema það að Lin Wood er ekki bíómynd. Hann er alvöru, og gott betur en það, eins og sést hér á myndbandinu fyrir ofan, þegar hann samþykkir að "hjálpa" kosningateymi Donalds J. Trump í glímu þess við kosningasvik

Og hér fyrir neðan er síðan upptaka þar sem Lin Wood ræðir við Jeanine-dómara Pirro í síma um málið. Og viti menn; nokkrum dögum eftir að hann og Jeanine-dómari töluðu saman, hefur áfrýjunardómstóll (11) tekið undir lögmæti málflutning Woods um að kosningarnar í Georgíu séu ólöglegar og að allar endurtalningar atkvæða hafði þar með verið ólöglegar líka

Lin Wood ræðir við Jeanine-dómara í síma þann 22. nóvember 2020. Aðvörun: bæði Helvíti og húsbóndi þess Djöfullinn koma við sögu hjá Lin Wood Jr

****

Á meðan á þessu stóð hafa þingmenn og fulltrúar að minnsta kosti þriggja "swing" ríkja Bandaríkjanna samþykkt að taka málin fyrir og hlusta á eiðsvarin vitni og sönnunargögn lögfræðiteymis Rudy Giuliani, sem fer fyrir lögfræðiteymi Trump-framboðsins. Hér má sjá það sem fram fór Gettysburg í Pennsylvaníu í gær. Eiðsvarinn vitnisburður rúmlega áttræðrar konu um ferð hennar á kjörstað er átakanlegur áheyrnar fyrir þau yfirvöld sem standa að kosningunum þar vestra, svo ekki sé meira sagt

Málshöfðun Giuliani í Pennsylvaníu: Framsögn, áheyrn og vitnaleiðslur í Gettysburg í Pennsylvaníu í gær

****

Og svo síðar sama dag sendi Sidney Powell lögfræðingur tvær stórar bombur af ákærum inn til réttarins í Georgíu og Michigan, þar sem tekin eru fyrir kosningamisferli og sjálfar kosningavélarnar sem notaðar voru við forsetakosninguna, ásamt hugbúnaði þeirra

Þarna er sem sagt allt á fullu, og eru málin vegna kosninganna heldur betur farin að vinda upp á sig. Stóru smámenna-fjölmiðlarnir keppast þó enn sem komið er við að þegja, og það svo mikið að súr svitinn lekur af þeim og ritskoðunarfulltrúum þeirra, ásamt hálf-sovésku netrisunum sem einnig hamast við sín sprenghlægilegu ritskoðunarborð, eftir að svo gott sem allt internetið í vasa þeirra rann

****

En hvað sem öllu þessu líður, þá þýða svo kallaðar "staðfestingar" ríkjanna á kosningunum (e. certification) ekki neitt endanlega sérstakt, eins og sjá mátti til dæmis í bandarísku forsetakosningunum 1960. En þá þóttust menn vissir um að Hawaiieyjar hefðu fallið í hlut Nixons og staðfesti ríkið þá kosningu og kjörmenn þess líka, nema það að kjörmenn Demókrataflokksins kusu Kennedy þó svo að þáverandi "staðreyndir" sögu að Nixon hefði sigrað. En svo var endurtalið og í ljós kom þann 28. desember að Kennedy hafði sigrað með 115 atkvæðum. Neyddist Hawaiiríkið þá til að staðfesta þau úrslit, og þar með að ógilda hin fyrri, og senda nýju staðfestinguna inn til Bandaríkjaþings sem samþykkti úrslitin er það kom saman í janúar, þrátt fyrir áðurgengna kosningu kjörmanna Repúblikana. Sendu Hawaiieyjar því tvær staðfestingar á sömu kosningunum, innihaldandi tvær ólíkar niðurstöður kjörmanna. Þannig að þegar Trump forseti segir við fréttamann að hann lúti auðvitað dómi kjörmanna, þá á hann að sjálfsögðu við hinn endalega dóm þeirra og Bandaríkjaþings. Slíkt ætti jafnvel hvert fréttamannabarn að geta lesið út úr orðum forsetans

Þetta er sem sagt langt því frá búið þarna í Bandaríkjunum núna. Donald J. Trump getur enn hlotið kosningu sem réttkjörinn næsti forseti Bandaríkjanna. Þeir sem segja annað, gera það gegn betri vitund. Og í þetta skiptið er ekki bara um eitt ríki að ræða, heldur að minnsta kosti sex - ásamt fossi af póstgreiddum atkvæðum sem ekki voru til þá, en eru mun stærri stafli en heilt, himinhátt og torgreinanlegt fjall Machiavellis núna

Fyrri færsla

Ný endurtalning í Georgíuríki. Kröfur um að Pólland og Ungverjaland séu rekin úr ESB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir þetta update, þú stendur þig vel í að flytja okkur fréttir af baráttunni um Hvíta húsið. Kem kannski með efnislega athugasemd á morgun.

Theódór Norðkvist, 26.11.2020 kl. 23:58

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Theódór.

Þetta kosningamál núna er mun einfaldara en þó stærra en Watergatemálið var á sínum tíma. En í því máli var stórsigurvegarinn og fyrsta flokks forsetinn Richard Nixon vændur um að hafa brotið af sér í embættisfærslu sem forseti Bandaríkjanna. Í 100-liða ákæruskjali Demókrata -og ásigpissaðra vissra Repúblikana- stóð að Nixon hefði brotið af sér í einum lið (1) eða fleirum. Ekki var sagt um hvaða lið ákæruskjalsins var að ræða. Bara það að hann hefði brotið af sér í einu tilfelli af hundrað, eða fleirum. Gat alveg eins verið bara einn. Þarna var Nixon í raun ákærður fyrir að vera ekki vinstrimaður. Um annað snérist málið ekki, og bandarískir fjölmiðlar drógu þjóðina á tálar og því hefur hún ekki gleymt.

Það er engin hætta á því að Donald J. Trump pissi í buxurnar af hræðslu í þessu máli, sem snýst um svindl, pretti og þjófnað, en um ekki fúlar loftegundir úr hálsum tapandi vinstrimanna og rotinna fjölmiðla þeirra, eins og var í tilfelli Nixons. Og það er heldur engin hætta á því að Repúblikanar þori að gera svo mikið sem einn dropa í sínar buxur sem flokkur núna. Til þess þekkja þeir söguna of vel. Trump er framtíð flokksins. Og fólkið mun fylgja Trump, þó svo að það þýði stríð af fullri hörku.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 27.11.2020 kl. 02:08

3 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Samúðarkveðjur til þín

Þórhallur Pálsson, 27.11.2020 kl. 08:58

4 identicon

Samhryggist.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 27.11.2020 kl. 10:05

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Las og hlustaði á þetta í nótt Gunnar enda leita eg að þér með fréttir,þótt ég búist ekki við nýju daglega. Ég veit að fleiri gera það,þar á meðal ungur frændi minn sem færði mér húfu með MAGA prentuðu á og fleira.Ekki vildi ég taka þátt í að vinna með slíkum óheiðarleika sem þetta lið fær sig til að vinna sigur á.- Ég sé fyrir mér hvernig heimurinn verður nái þeir að stemma stigum við fólksfjölgun svo að þeir ráði betur yfir stóru jarðarsýslunni,sem er líklega fullhönnuð. 

Helga Kristjánsdóttir, 27.11.2020 kl. 13:12

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir góðar kveðjur Helga.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 27.11.2020 kl. 16:16

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið og lesturinn Þórhallur og Jósef Smári.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 27.11.2020 kl. 16:17

8 identicon

Það er allt að ganga af hjörunum á DDRÚV.

Í kvöldfréttatímanum þurfti "fréttamaðurinn" Hallgrímur Indriðason, að kalla til sjálfan almannatengil ESB Sjálfstæðisflokks Bjarna Ben., og fyrrum kosningastjóra Bessastaða viðundursins og talsmanns Atlantic Super Connection sæstrengs, Friðjón Friðjónsson, til að koma staðlaðri skoðun þeirra tveggja fram.  Það var látið líta út sem þar talaði hin "helga véfrétt".  Pravda hvað?  Nei, DDRÚV.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.11.2020 kl. 19:39

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég horfi ekki á PravdaRÚV þannig að þeir mega bulla hvað sem þeir vilja mín vegna.

Eina sem ég veit er að Joe Lie-den of Thieves má ekki verða forseti.

Það mun þýða endalok USA sem lýðræðisríkis og sennilega alls hins vestræna heims sem ríki mannréttinda og frelsis.

Theódór Norðkvist, 27.11.2020 kl. 20:10

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og hvert var umræðuefnið í DDRÚV Símon Pétur?

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 27.11.2020 kl. 23:04

11 identicon

Svakalega ertu orðinn heilaþveginn Teddi. Það eina sem gerist ÞEGAR Joe Biden tekur við sem forseti er það að Bandaríkin verða sú sömu og áður en Trump varð forseti.Lýðræðisleg,marktæk og forusturíki í hinum siðaða heimi á ný.Ykkur er ekki viðbjargandi sem trúa svona heitt á Trump. Trump er ekki guð. Hann er bara sturlaður trúður.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 27.11.2020 kl. 23:10

12 identicon

"Sérfræðingurinn" Friðjón sagði "fréttamanninum" Hallgrími að Trump vissi að hann yrði ekki forseti.  Það væri einsdæmi að forsetaframbjóðandi sem hefði tapað með svo miklum mun þæfðist svona fyrir.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.11.2020 kl. 00:44

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Símon Pétur.

Þetta er furðuleg afstaða, sem þú lýsir þarna, svo ekki sé meira sagt. Trump er forseti Bandaríkjanna þar til hann eða Biden (lifi hann svo lengi) tekur við á nýju kjörtímabili seint í janúar á næsta ári.

Þessar kosningar eru einsdæmi í sögunni vegna fjölda póstgreiddra atkvæða, þannig að full ástæða er til að fara rækilega í saumana á þeim. Mjög svo rækilega. Þeir sem segja annað tala gegn betri vitund, eins og þeir ávallt gera þegar um Donald J. Trump er að ræða. 

Eftir fjögurra ára ofsóknir geðbilaðra Demókrata og fjölmiðla þeirra, þá er víst ekki mögulegt að láta yfirflóðið af þvælu verða stærra en það sem úr DDRÚV fossar, þegar að Trump forseta kemur. Þetta er brenglað fólk - og sennilega sú heilaþvottastöð sem Jósef Smári kemur inná hér fyrir ofan.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 28.11.2020 kl. 02:32

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

1. Þeir með DDRÚV-áunninn heilaskaða ættu að lesa þetta hér frá 2016, þar sem Demókratar leggja á ráðin um eins konar valdarán til þess að koma í veg fyrir að Trump kæmist í Hvíta húsið eftir sigur hans 2016: Liberals Will Cite Russian Hacking To Push For An Electoral College Coup

Og hér er einnig nýleg samantekt um það mál á sama stað: The Most Predictable Election Fraud Backlash Ever -  og enn meira  má sjá hér.

2. Hér má einnig lesa um bók blaðamannsins Seymour M. Hersh sem L.A Times fjallaði um 1997, þar sem Hersh segir að Mafían hafi aðstoðað John F. Kennedy við kosningasvindl 1960, og sem leiddi til sigurs hans í kosningunum þá. Tengsl Mafíunnar við verkalýðsfélög sáu um að skaffa nægan mannafla til að troða atkvæðaseðlum á rétta sagði í nægilega miklu magni, segir í bókinni.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.11.2020 kl. 05:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband