Leita í fréttum mbl.is

Evrópa á leið í lokun-2. Jólin komin í vaskinn?

IMG_0857

Mynd: The Daily Shot 15. september 2020

****

KÍNVERSKA WUHAN-VEIRAN

Þessi mynd hér fyrir ofan sýnir greind Wuhan-veirusmit í Evrópu og Bandaríkjunum. Evrópa er á leið inn í nýja lokun en Bandaríkin eru sennilega á leið út úr sínum lokunum. Evran er því á leið niður og Bandaríkjadalur á leið upp aftur. Mikil sala mun verða, því veðmál vogunarsjóða á hækkun evrunnar eru yfirbókuð og voru reyndar án jarðsambands allan tímann. Sjö-daga meðaltal Wuhanveiru-dauðsfalla á Spáni hefur 25-faldast á síðustu sex vikum

ÁNÆGJA Í BANDARÍKJUNUM

Mikil ánægja ríkir nú meðal Bandaríkjamanna með störf Donalds J. Trump forseta. Sé ánægjan með störf hans borin saman við óánægjuna með störf Obama á sama tímabili 2012, þá er munurinn sláandi. Heil 52 prósent segjast ánægð með Trump á meðan aðeins 48 prósent Bandaríkjamanna voru ánægð með störf Obama þann 14. september 2012. Hafði Obama þó ekki neinn slíkan fellibyl í fangið eins og Trump hefur haft næstum allt þetta árið og meira að segja alla daga allra áranna frá og með haustinu 2016. Líkar Bandaríkjamönnum vel High Noon frammistaða mannsins í svarta síða frakkanum með tveggja fermetra hálsbindið. Skyldurækni kúrekans og hugrekki stríðsmannsins vekja lotningu meðal hins almenna borgara Bandaríkjanna, sem enn þráir frelsi frá elítum meira en flest annað

HVÍTARÚSSLAND

Pútin og Lukashenko hittust í Sochi á mánudaginn til að koma sér saman um hvernig Pútín skerst í leikinn í Hvítarússlandi. Gangur Lukashenko á jafnvægisstönginni sem heldur Hvítarússlandi fullvalda er byrjaður að rambelta það mikið, að núna er af það sem áður var. Lukashenko getur ekki lengur sagt Pútín að fara í rass og rófu eins og hann oft hefur gert, því nú heldur Pútín á lyklinum að áframhaldandi fullveldi Hvítarússlands. Pútín einn getur þaggað niður í mómælendum í Hvítarússlandi, en að þagga niður í þeim er forsendan fyrir því að landið sé fullvalda áfram. Líklegt er því að Pútin og Lukashenko hafi rætt um hvernig staðið skuli að nærveru yfirþyrmandi rússnesks herstyrs í Hvítarússlandi og sem þagga mun instant niður í mótmælendum. Það þarf þó að gerast án þess að það líti út fyrir að vera það sem það er

BISKUPSSTOFA

"Far from being the opposite of Marxism, liberalism would merely be a gateway to Marxism." - Yoram Hazony

Þegar ég les ritgerð Yorams Hazony vinar okkar í Jerúsalem, þá sé ég að Biskupsstofa er ekki forstofan inn í Himnaríki, heldur forstofan inn í marxismann. Forstig marxismans er Líberalismi Upplýsingarinnar, segir Hanzony í Jerúsalembréfinu þann 31. ágúst. Yoram Hazony er einn fremsti og virtasti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda þessa áratugina. Ekkert slíkt verður sagt um grautarhausana um borð í Biskupsstofu

HLAÐVARP VIKUNNAR

Victor Davis Hanson sagnfræðingur og bóndi í The Classicist

Fyrri færsla

Sóttvarnarlokun 2.0 í Evrópu yfirvofandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Lokanapanikkin hættir ekki fyrr en fólk fer að horfa á þróun innlagna og dauðsfalla fremur en þróun greindra smita.

Á Bretlandi fór smitum jafnt og þétt fjölgandi í júlí og ágúst, en dauðsföllum fór jafnt og þétt fækkandi. Og þessi þróun heldur áfram í september. Þá ruku greind smit upp, en dauðsföllum fækkar áfram jafnt og þétt.

Mælikvarðarnir eru kolrangir, og svo lengi sem þeir eru það verður ákvarðanatakan í tómri vitleysu líka. Nú er Bretland komið með sex manna reglu og reiknað með að enn verði hert á.

Í Svíþjóð er pestin svo að segja gengin yfir.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.9.2020 kl. 09:49

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þorsteinn. Tímaröðin minn kæri. Tímaröðin.

(A) fólk veikist og (B) það liggur veikt og (C) það liggur enn veikt, og ef því batnar ekki þá fer það (D) þaðan inn á sjúkrahús. Og (E) þaðan fer það síðan á gjörgæslu og síðan er það (F) útskrifað ef það deyr ekki. Fólk byrjar ekki á því að deyja eða batna og hendast síðan þaðan inn í það að liggja veikt. Ferlið er frá A til Z. Ekki frá Z til A.

1) Mikil aukning í sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum í Frakklandi sjá hér og hér.

2) Fregnir af mikilli aukningu í sjúkrahúsinnlögnum í Bretlandi berast - sjá hér - á meðan þessi vefur segir að breska ríkisstjórnin hafi hætt að telja nýjar innlagnir þann 2. september. Ekki skal ég dæma um réttmæti þeirrar "fréttar".

3) Sjö daga meðaltalið yfir dagleg Wuhanveiru-dauðsföll á Spáni rauk upp í 88 í gær. Þessi tala var 2-dauðsföll á dag fyrir 6 vikum síðan.

Ung kona með alvarlegan sjúkdóm í ónæmiskerfi sínu klippti mig á stofu sinni í fyrradag. Hún er í fremstu víglínu og á erfitt með að sætta sig við kæruleysi og hringlandahátt í þessum efnum. Grímuskyldan gerir henni kleift að hafa opið núna. Alls óvíst er hvort að hún þolir að fá veiruna. Hún tekur enga nýja kúnna og hefur ekki gert það síðan í vor.

Þorsteinn, þú verður að koma upp úr kjallaranum og horfast í augu við veruleikann. EES- og Schengenfíknisjúkdóminn er vel hægt að lækna. Ástæðulaust er því ekki að örvænta svona.

Ekkert land er lokað svo lengi sem flug- og skipaferðir með út- og innflutning vara gengur samkvæmt áætlun.

Það hefur alltaf verði bannað að flytja inn hrátt kjöt frá sjúkdómasvæðum. Gildir hið sama um lifandi verur.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.9.2020 kl. 16:19

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bresku gögnin sýna þróun yfir tvo heila mánuði Gunnar. Tíminn frá smitun að andláti er að meðaltali um 20 dagar. Því ætti dauðsföllum að fjölga eftir 20 daga í takt við fjölgun smita. En því er einfaldlega ekki þannig farið á Bretlandi, og virðist heldur ekki vera þannig í Frakklandi. Núna í september hafa smit hins vegar rokið mjög hratt upp og þá getur vitanlega ekki farið hjá því að innlögnum fjölgi. Það sem er athygliverðast er hins vegar að horfa á þessar kúrfur fara í sitthvora áttina í júlí og ágúst.

Ég sé ekki hvað þetta kemur EES eða Schengen við. Þú verður að fræða mig um það.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.9.2020 kl. 20:04

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hér sérðu þróunina í sjúkrahúsinnlögnum í Bretlandi, Þorsteinn. Þú sérð hver þróunin er. Hún er svipuð og Spánn og Frakkland voru í fyrir fjórum til sex vikum síðan. Tilkynnt var um 11290 ný tilfelli á Spáni í dag. Sú tala var 360 þann fyrsta júní, 517 þann fyrsta júlí og 3519 þann fyrsta ágúst. Og nú er svo komið að hvert 10. sjúkrarúm á sjúkrahúsum Madrídar er upptekið af Wuhanveiru-sjúklingum. Álagði hefur snöggversnað. Og það sama er um það bil að fara að gerast í Bretlandi, því þeir eru á sama stað og Spánn var þann fyrsta ágúst.

Og eins og ég sagði hér fyrir ofan: Sjö-daga meðaltal daglegra dauðsfalla á Spáni rauk upp í 88 í gær. Fyrir aðeins 6 vikum var það 2. Þetta er þá 44-földun á aðeins 6 vikum.

Þú manst ef til vill eftir því að þegar ESB stakk hausnum í Brussel-sandinn hinn endalausa og neitaði að setja á ferðatakmarkanir vegna veirunnar á Ítalíu, sem náði því að dreifa smitum í 52 önnur lönd -þar á meðal til Íslands- að þá neitaðir þú því að þar væri um regluverk Schengen að ræða, sem bannar löndum þess að viðhafa sóttvarnir á sínum eigin landamærum. Þú sagðir það þvælu. Þú sagðir líka að hik íslenskra stjórnvalda í langan tíma og sem ekkert höfðu hugsað sér að aðhafast í okkar eigin sóttvörnum við okkar eigin landamærahlið í KEF og Seyðisfirði, væri ekki vegna Schengen og EES. En það var einmitt um það að ræða, því hér ætluðu stjórnvöld ekkert að aðhafast annað en það sem vall af ónothæfum þvættingi út úr ECDC í Stokkhólmi, sem sagði að sóttvarnir á landamærum væru tilgangslausar og kommissarar ESB sögðu þar að auki að væru bannaðar, samkvæmt reglum Schengen, ESB og EES. Þessum staðreyndum mótmæltir þú þá og það var ekki fyrr en Donald J. Trump forseti Bandaríkjanna lokaði á allt Schengensvæðið að Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobs ástamt fóstureyðingarfélaga hennar Guðlaugi Þór, að þau hrukku störfdáleidd úr axlaböndunum sem EES og Schengenreglan hafði fjötrað föst þau í. Það var ekki fyrr en þá að við Íslendingar fengum að vita hér væri ríkisstjórn í landinu, og að sannað væri þar með að Bjarni Ben væri kengúra, Katrín siðblindur bjáni og Guðlaugur Þór viðrini. Allt þetta rusl þessa liðs liggur nú sem myglað uppkast útópíumanna á gólfinu í flugstöðvunum, sem þetta lið hafði sagst vera heimsborgari án föðurlands í. Vegabréf þessa fólks reyndust vera skeinipappír og heilabú þess gjaldþrota örverpi.

Ætlar þú nokkuð að vera þannig líka?

Gunnar Rögnvaldsson, 17.9.2020 kl. 22:32

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Veit ekki betur en að lönd hafi verið að haga sínum takmörkunum á landamærum eftir eigin höfði án tillits til Schengen.

Meginatriðið hér er að horfa á þá mælikvarða sem skipta máli. Og það sem skiptir máli eru dauðsföll, ekki fjöldi smita. Hitt sem skiptir máli eru afleiðingar sóttvarnaraðgerðanna.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.9.2020 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband