Leita í fréttum mbl.is

ESB-sovétríkið: Kári fær ekki að skima fyrir kórónuveiru

KÁRI LENTUR INNAN HINS NÝJA JÁRNTJALDS ESB

Gagna- og persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins kemur í veg fyrir tækniframfarir á Íslandi og lokar á að íslensk fyrirtæki geti tekið þátt í hinum stafræna tækniheimi veraldar. Kommúnistaveiran frá Evrópusambandinu hefur náð að sýkja öll höfuð hins hauslausa hers þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem nú tekur þátt í því að reyna að stjórna því sem ekki er mögulegt að stjórna

Flokkurinn virðist hafa afneitað veruleikanum. Aldrei hefur eins vonlaust fólk staðið í stafni þess flokks og skríður þar fyrir ESB núna. Íslensk fyrirtæki eru frá og með samþykkt Persónuverndarlöggjafar eða GDPR Evrópusambandsins, höfnuð innan landamæra hinna nýju sovétríkja Gamla heimsins. Enda ekki skrýtið þar sem um nomenklattúruklessur á háum opinberum launum er hér að ræða. Hugtakið vonlaust fólk hefur fengið nýja merkingu

Þú hefur alla mína samúð Kári. Eina leiðin er sennilega að flytja fyrirtækið út úr EES-lögsögu Evrópusambandsins og fara með það yfir í the Anglosphere. Það er styttra til fullvalda Bretlands en marga grunar. Þess vegna er Google að flytja öll gögn bresku þjóðarinnar þangað yfir, og til Bandaríkjanna líka. Burt af lögsögu sovétríkis ESB

Og eftir styttri tíma en flesta grunar, munu allir þeir iPhones Apple Inc. sem seldir verða í Evrópu, verða framleiddir í Stóra-Bretlandi, svipað og þeir sem seldir eru á Indlandi eru Made in India, designed in Californina, og það gildir einnig um hönnun CPU og GPU þessarar ofurlófatölvu - og öll gögn hennar. Bara það eitt að kveikja á henni býr til göng sem útópískt ESB ætlar að stjórna

Bless bjánar, ég kýs ykkur skríðandi fólk í stafni aldrei aftur. Aldrei! Þið hafið eyðilagt flokkinn minn. Þið eruð aumingjar

Haldið endilega áfram að steikja hamborgara ofan í engisprettu-spastíska erlenda ferðamenn með ferðalús og auralekanda, til þess höfum við jú byggt háskólana

Fyrri færsla

Heilasködduð íslensk yfirvöld og kínverska Wuhan-veiran


mbl.is Kári fær ekki að skima fyrir kórónuveiru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það sem þarna er um að ræða er að einhverjir embættismenn vilja kalla skimun fyrir veirunni vísindarannsókn, og fella með því undir persónuverndarlög. Það er bjálfaháttur af þeirra hálfu. En þetta er hinn sérstaki íslenski fullveldisbjálfaháttur sem ríður hér húsum og hefur ávallt gert! Reyna allt til að beita valdi sínu til að hindra aðra í að ná árangri!

Og það er nákvæmlega sami fullveldisbjálfahátturinn sem fær bjálfana sem ekkert sjá nema ESB og rautt til að vaða fram og halda því fram að íslenski sauðshátturinn sé runninn undan rifjum ESB. Hann er það ekki!

Afstaðan og málflutningurinn er rannsóknarefni fyrir sálfræðinga.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.3.2020 kl. 20:57

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég las þetta á Fésinu í gær og var brugðið. Við meðvirkni minni var ekkert að gera nema skella sér inn til Trausta á "Hungurdiskum" og sjá skemmtideild Evrópuspánnar og skoða myndir af "stóra Bola og Síberíu-Blesa í dansi kringum land okkar; Og það tók sig upp gamalt bros!!

Helga Kristjánsdóttir, 7.3.2020 kl. 21:10

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Þorsteinn.

Stjórnarskrár sovétríkja hafa alltaf ótilætlaðar afleiðingar Þorsteinn. Þær má því aldrei skrifa undir. Aldrei. Öll lönd sem hafa skrifað undir GDPR verða að sovétríkjum þegar að stafrænni tækni kemur. Hið sama gildir orðið um allan EES-samninginn, eins og þú sérð á orkusovétríki ESB í smíðum.

Þess vegna er Google að flytja starfsemi sína burt af lögsögu ESB og EES: Euractiv 

Öll stafræn tæknifyrirtæki í ESB eru að hugsa það sama. Og engin ný munu verða þar til. 

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 7.3.2020 kl. 21:18

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Helga.

Reyndar gerði ég það sama í gær, og hafði gott af. Við erum þá að minnsta kosti tvö.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 7.3.2020 kl. 21:24

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Túlkunin er ákvörðun Íslendinganna. Og meira og minna hver einasta tilskipun ESB er útfærð þannig hér að reynt er að gera almenningi eins erfitt fyrir og hægt er, jafnvel þótt viðkomandi tilskipun miði að hinu gagnstæða. 

Þorsteinn Siglaugsson, 7.3.2020 kl. 21:36

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég sé á öllu að þú hefur ekki enn gert þér grein fyrir því hvað Evrópusambandið er Þorsteinn.

Staðan var eins með dönsku löggjöfina á sínum tíma. Þetta eru bestu vopn rotinna eininga innan hvers einasta þjóðfélags til að ná sér niðri á þjóð sinni og grafa undan henni og ná völdum sem þau annars myndi aldrei ná né hafa. Þessar einingar eignast verndara valda sinna í Brussel. Hér áður fyrr voru verndarar valda þessa fólks í Kaupmannahöfn.

Hvernig væri að fullorðnast aðeins Þorsteinn. Þetta fer þér og þinni góðu persónu ekki vel. 

Gunnar Rögnvaldsson, 7.3.2020 kl. 21:51

7 identicon

Þorsteinn,

Henry Alexander Henrysson í vísindasiðanefnd

er algjörlega skilgetið afkvæmi ESB kerfiskrata.

Lestu svo grein hans á stundinni og þá sérðu illt innræti hans í garð Kára og ÍE. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.3.2020 kl. 23:02

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

laugardagur, 7. mars 2020 kl. 23:00:30

Ítalía hyggst loka hluta landsins af í baráttunni við kínversku Wuhan-veiruna: Ítalía hyggst loka 16 milljón manns af í landinu. Um er að ræða fjórðung þjóðarinnar, búsettan í Lombardy og þar með Mílanó og 11 héruðum í næsta nágrenni. Lögregla og neyðarvarðlið mun vakta þessa 16 milljón manna sóttvarnargirðingu, og herinn verður kallaður til gerist þess þörf. Brjóti menn bannið um sóttkvína eiga þeir á hættu fangelsun og sektir, samkvæmt tilskipunartillögum þingsins (diktat) sem Wall Street Journal hefur komist yfir. Gert er ráð fyrir að tilskipunin sé komi til framkvæmda á sunnudag (25 dögum of seint) og gildi til 3. apríl. Búist er við endanlegri ákvörðun þingsins á morgun, laugardag

WSJ: Italy Plans Large-Scale Lockdown in Country’s North to Fight Coronavirus

 

Gunnar Rögnvaldsson, 7.3.2020 kl. 23:03

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þeir flokkar sem hafa á undangengnum árum haft það helst á stefnuskrá sinni að slá sjálfsbjargarréttinn úr höndum Íslands, með því að koma öllu undir erlent vald, standa nú frammi fyrir því að aumingjaskapur þeirra er við það kosta mannslíf. Líf þeirra eigin samlanda! 

 Ömurlegri pólitískar rassaaleikjur og aumingja er varla hægt að hugsa sér! Forysta Sjálfstæðisflokksins er rúin trausti og henni er slétt sama. Vinstra græna hyskinu hefur alltaf verið sama og framsóknarmellan, sú auma portkona, heldur viðteknum hætti og lækkar verðið á aðgengi í klofið á sér eftir þörfum, án óþrifaálags.

 Kári karlinn á heiður skilinn fyrir boð sitt, en það sjá að sjálfsögðu ekki huglausir aumingjar á Alþingi og enn síður einskisverðir varðhundar erlendra tilskipana, sem nú hafa heltekið stjórnkerfi Íslands. 

 Reglugerðir og tilskipanir frá Brussel eru orðnar æðri mannslífum. Allt í boði aumingjanna sem sleikja úr um við tilhugsunina um væna bitlinga og feit eftirlaun.

 Andskotinn sjálfur bara, að horfa upp á þetta!

 Þakka enn einn snilldarpistil síðuhafa.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 7.3.2020 kl. 23:03

10 identicon

Fyrir ESB væðingu íslenska stjórnkerfisins og stofnana þess áttum við þolanlega viti borna og heiðarlega háskólamenntaða menn.

Eftir ESB væðinguna?:

Lesið endilega pistil hins hlutlausa (sic!) "vísindaSIÐAnefndar" manns, Henry Alexander Henryssonar og "siðfræðings" rúv og HÍ, á stundinni og sjáið hvernig helgislepjan lekur af þessum hræsnara:

https://stundin.is/grein/10460/

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.3.2020 kl. 23:16

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þegar fólk er mjög tryllt út af einhverju, að ástæðulausu, þá veltir maður fyrir sér hvað er að. Hvað er að hjá þér Gunnar?

Þorsteinn Siglaugsson, 7.3.2020 kl. 23:27

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

laugardagur, 7. mars 2020 kl. 23:34:44

Aðgerðirnar sem ítölsk stjórnvöld eru að ræða minna á þær sem Kína fór út í er hálfkákið fór úr böndunum og út í stjórnleysi. Þar lentu því 500 milljón manns í hinum og þessum sóttvarnargirðingum, þar sem ferðir út og inn eru næstum alveg bannaðar. Héruðin sem um er að ræða á Ítalíu í þessari fyrstu umferð, standa fyrir 40 prósentum landsframleiðslunnar í öllu landinu. Öllum skólum og háskólum á Ítalíu hefur verið lokað. Íþróttaviðburðir eru bannaðir nema innanhúss. Öllu eldra fólki er ráðlagt að halda sig innandyra og fólki er almennt ráðlagt að halda sér í minnst eins metra fjarlægð frá hvort öðru utandyra. Barir og veitingahús fá enn að hafa opið, gæti þau þess halda fjarlægðgarmörkin. Annars er þeim lokað. Kauphöllin í Mílanó sem nú fer í sóttkví, er helsti börs landsins og þar var fram yfir fund Reagans og Gorbatsjev hægt að kaupa á slikk þau ríkisskuldabréf rússneska keisaradæmisins sem Sovétstjórnin neitaði að viðurkenna og standa við er hún hrifsaði til sín völdin yfir öllu Rússlandi. Þau bréf gáfu 20 falda verðhækkun eftir fundinn í Höfða.

Gunnar Rögnvaldsson, 7.3.2020 kl. 23:35

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

laugardagur, 7. mars 2020 kl. 23:54:51

21 tilfelli af kínversku Wuhan-veirunni hafa verið staðfest meðal farþega um borð í "Grand Princess" skemmtiferðaskipinu undan strönd San Francisco í Bandaríkjunum. Beðið er eftir að skipið fái að enda skemmtiferðina einhvers staðar í afskekktri hafnarsóttkví. Við Reykjavík bíður hlass að því sama um landgönguleyfi. Nema þá, að það sé nú þegar fengið. Gakk þú í land hin mikla kínverska Wuhan-veira. Hamborgarar bíða þín, steiktir af herra Dr. Candidatus Mas. í nýjum hamborgarafræðum.

Gunnar Rögnvaldsson, 7.3.2020 kl. 23:57

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

sunnudagur, 8. mars 2020 kl. 00:07:39

Ef ég væri Apple Inc. myndi ég fjarlægja alla screen-savers af Apple-TV sem minna á Kína, Asíu og stórborgir. Hlutabréf í Gillette ættu einnig að fara að koma til greina á ný, ekki satt?

Gunnar Rögnvaldsson, 8.3.2020 kl. 00:08

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir Halldór Egill og Símon Pétur.

Hvað með að það sé leynt bandalag milli Bjarna Benediktssonar og Benedikts Jóhannessonar um að Bjarni og hans fólk eyðileggi Sjálfstæðisflokkinn innan frá til að gagnast Viðreisn, og þannig þoka Íslandi smám saman inn í ESB.

Ég get bara ekki losnað við þessa grunsemd í hvert skipti sem forysta xD sýnir sig, opnar munninn eða aðhefst eitthvað. Traustið og virðingin fyrir henni er kominn á þennan stað. Og það mun ekki lagast svo lengi sem þetta fólk er þarna.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.3.2020 kl. 00:18

16 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

sunnudagur, 8. mars 2020 kl. 00:40:34

Japanski bílaframleiðandinn Nissan Motor Company hefur tilkynnt að fyrirtækið ætli að tvöfalda fjárfestingar sínar í Stóra-Bretlandi, þvert á hræðsluáróður ESB-sinna um Brexit. Það er Sunderland-verksmiðja Nissan í Stóra-Bretlandi sem fær tvöföldunina. Um er að ræða alls milljarð punda.

Gunnar Rögnvaldsson, 8.3.2020 kl. 00:41

17 identicon

Auðvitað er Bjarni, Þórdís og Gúlli gúgú

að eyðileggja flokkinn markvisst

forystan sem vill ekkert af flokknum vita.

Flokki þar sem hverfafélögin gugnuðu fyrir forystunni í OP 3 málinu.

Engir nema vesalingar sleikja lappir þeirra sem hafa sparkað í þá.  Þeir sem láta ekki bjóða sér slíkt yfirgefa þetta djöflalið allt saman, það er eðli sannra og kraftmikilla og sjálfstæðra manna.

Vesalingarnir sem eftir verða munu sameinast Þorgerði Kúlu og Benza Engeying og með Bjarna Engeying sem æðsta ritara Viðreista Sjálfstæðisflokksins (sic!).

Svo er komið að ég fyllist flökurleika í hvert sinn sem ég sé og heyri þetta nafn, þetta útjaskaða hórdómsnafn gyltunnar, útjaskaða og handónýta vörumerki: 

Sjálfstæðisflokkurinn, ég æli. 

Viðreisti Sjálfstæðisflokkurinn, ég æli galli.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.3.2020 kl. 00:53

18 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

sunnudagur, 8. mars 2020 kl. 02:16:25

Næsti Landlæknir og Sóttvarnarlæknir Íslands þyrftu að hafa reynslu af fjármálamörkuðum, því þar læra menn að afneita ekki mannlegu eðli og þeirri hegðun manna sem knýr veröldina áfram eða afturábak, undir mismunandi aðstæðum og álagi. Smitsótt í fjármálakerfum virka svipað og milli manna. Ringfencing virkar vel þar, og best áður en lönd eru sviðin jörð. Sýnist mér að betur gangi að hefta útbreiðslu kapítalisma á Íslandi en að hefta útbreiðslu kínversku Wuhan-veirunnar. Einnig virðist útbreiðsla sósíalisma og esb-imperíalisma ganga mjög vel. Hér má finna skýrslu sem sýnir hversu vel hin ýmsu lönd ráða við að hefta farsóttir og kveða þær niður. Ég hef ekki lesið hana alla. En Íslandi er ekki gefin há einkunn þarna. Fróðlegt verður að sjá hvort að þetta muni passa við veruleikann. Global Health Security Index 2019 (PDF)

Gunnar Rögnvaldsson, 8.3.2020 kl. 02:17

19 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

sunnudagur, 8. mars 2020 kl. 02:47:29

Schengen fjórfrelsisútbreiðsla kínversku Wuhan-veirunnar gengur afskaplega vel í þessum þremur löndum, hér fyrir neðan. Meistarastykki Ítalíu hefur forskot á sæluna, því þar voru heilir 36 dagar notaðir í að gera ekki neitt sem máli skipti. Frjálsar ferðir Wuhan-veirunnar um allt Schengensvæðið skyldi umfram allt ekki stöðvað -hvað sem það kostaði- því veiran er með vegabréf Heimsborgarans (e. Citizen of the World) útgefið af innanríkisráðuneyti Útópíu. Hún ræður. Öll lönd verða því að taka upp alla löggjöf hennar.

Fjöldi greindra tilfella:

Ítalía
==========
655
888
1128
1694
2036
2502
3089
3858
4636
5883 (laugardag 7. mars )
==========
9-földun á 10 dögum

Þýskaland
==========
46
48
79
130
159
196
262
482
670
949
==========
20,6-földun á 10 dögum

Frakkland
==========
38
57
100
130
191
204
285
377
653
799
==========
21-földun á 10 dögum

Geri aðrir betur.

Gunnar Rögnvaldsson, 8.3.2020 kl. 02:47

20 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

sunnudagur, 8. mars 2020 kl. 04:50:04

Þrjár krækjur á GDPR-sovétríkisstefnu ESB. Hún er þvæla frá upphafi til enda og er helst hugsuð sem fjárkúgunartæki ESB gegn hinu stafræna hagkerfi, sem það sjálft missti algerlega af vegna þess að þannig fyrirtæki þrífast ekki í ESB-sovétkerfi. Kúga á því peninga út úr því sem ESB hefur ekki sjálft. 

1The EU Needs to Reform the GDPR To Remain Competitive in the Algorithmic Economy

2. European companies may urge the EU to abandon regulations similar to its burdensome, unpredictable GDPR data regulation in case the UK offers digital service providers a more comfortable regulatory environment. Prominent European researchers have already warned that an ECJ ruling on gene-editing "will end innovation". In the future, if the UK decides to adopt a more innovation-friendly approach, companies and researchers may consider moving there, in turn putting pressure on EU regulators to change tack. Spectator

3. On the unintended consequences of GDPR: Anybody who writes about the EU general data protection regulation is affected by it, indirectly, or in our case directly. It is affecting small organisations disproportionately. As we pointed out before, it is killer for any hopes of a thriving artificial intelligence industry in the EU (og þar með EES). It also gives an incentive to industrial strategy planners in the UK to seek deviations from EU rules. Eurointelligence

Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn drápsmaskína á framtíð Íslands. Flokkurinn fórnar framtíð íslensks atvinnulífs á altari EES, ESB og Schengensósu.

Gunnar Rögnvaldsson, 8.3.2020 kl. 04:51

21 Smámynd: Halldór Jónsson

Helga Þórisdóttir og Persónuverndin er meinvarp í þjóðfélaginu

Halldór Jónsson, 8.3.2020 kl. 11:59

22 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Var að lesa áhugaverða grein eftir Russneska konu sem að lifði í soviet rikjunum sálugu en er  búsett í Usa. þar sem að hún er að vara við ákveðnum hlutum Í USA, sem að hún segist sja´betur en aðrir út af þvi hún lifiði í soveitrikjunum á sínum tíma. 

Til þess að gera lífiði bærilegra að þá lifði fólk svolítið fram hjá stjórnvöldum og fólk bjó til hopa og grúppur og lifði þar innan og án þess að vilja of mikið heyra af stjórnvöldum sem slíkum. þetta gerði líf fóklks bærilegra að geta búið sér til smá Ríki Í Ríkinu. 

það sem að hún segist hinsvegar vera að sjá í Usa er sama fyrirbrigðið nema mun hættulegra, þar sem að peningar og hlutabréf koma við sögu. þar sem að heill hópur af fólki er farið að gera það sama og var gert í soveit hérna áður fyrr. það er að myndast ríki í ríkinu sem að er að veraða stærra og meirra heldur en þetta 1 prósent af riku folki og þetta er  eins og þau gerðu í soviet hérna áður fyrr, en hun segist sjá að folk í Usa er farið að lifa FRAM HJÁ STJÓRNVÖLDUM og völdin eru kominn frá hinum eiginlegum stjórnvöldum í hendurnar á menta fólki sem að búið að koma sér alstaðar fyrir og gerir allt hvað það getur til þess að lifa fram hjá hinum venju bundu sjtórnvöldum. þetta er að verða stjórnlaust fyrirbrigði í Usa, sem að virka vel í byrjun en getur endað með óskoppum engu að síður,þar sem að peningar koma við sögu og þar sme að hættan er á þvi að þetta mentta fólkið verði og fá jafnvel að verða algerlega stjórnlaust í þeirri von um að lifa af eins og þau gerðu í gamla soviet, nema þar þá voru peningarnir ekki í spilinu. 

þetta minnir reyndar á Bankahrunnið á Íslandi, þar sem að þingmenn voru ráðalausir og þeir sem að eldri voru og rendu að vara við, eins og David og Steingrimmur var nánast þvi sagt að þegja af yngri kynslóðinni, sem að allt þóttist vita og óð áfram alveg fram hjá ALÞINGI ISLENDINGA með þeim afleiðingum að banka kerfið hrundi og Alþingi fekk ekki neitt við ráðið. þar þá myndaðist nefniega Ríki í Ríkinu með þeim afleiðingum að bankakerfið hrundi.

það þarf að vera jafnvægi á milli óðagotsins og íhaldseminar, eða á milli Kapitalistana og Sosialistana, eða á milli Alþingis og einka og framtakssma geirans. þetta er að hennar mati að raskast ío USA og nefnir hún sem dæmi, þær gríðarlegur fjárhæði sem hafa safnast í skatta skjolum fyrir utan Usa. Í gamla sóveit þá gerði þetta ekki til, enda var almenningur síður að hugsa um peninga í þessu sambandi að búa til lítil ríki í ríknu heldur meira um að láta sér líða betur, en í Usa þá segur hún þessu öfugt farið og sé að hennar mati að fara að enda með ósk0pun af að jafnvægi verði eki komið á á milli mentafólksins sem að er orðið stjórnlaust að hennar mati og Alþingis.

Ég segir nú bara ekki  annað en Áfram Rússland og GLEYMUM EKKI, að það voru sildar verksmiðjur RÍKISINS ,, sem að möluðu gull fyrir þjóar búið að þvi að það var gott dæmi um að kapitalistarni réði ekki við verkefnið, þrátt fyrr góðan hug. 

Ég segir nú megum við læra af fyrrverandi Soviet ríkjunum og ENN MEIRA AF PUTIN RÚSSLANDI !!!!

Megi Rússneks Rublan veða góður og gegn gjaldmiðill sme að tryggir okkur brautagengi í FLOKKNUM !!

Megi Rússland yfirtaka ísland og við verðum eitt af v0ldugustu ríkjum eins í kjölfarið, eins við urðum með KAUP RUSSA Á SÍLDINNI, sem að gerði vesældar smá ríki að litlu stórveldi, og megum við losa okkur undan FASISTA STJÓRUNUM Í WASHINGTON DC og Pafanum. 

Ég segi nú áfram við sem að erum að vinna hér í  FLOKKNUM. 

Ég segi Já við BRICS. 

Ég gleymdi alveg Kína, sem að er ekki með kína vírusinn heldur CIA vírusinn. 

kv

LIG

Lárus Ingi Guðmundsson, 8.3.2020 kl. 12:55

23 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Lárus minn.

Ég sé að í þetta sinn vilt þú vera tekinn alvarlega, því  nú getur fólk lesið textann þinn, vegna þess að þú hefur  vandað þig við innsláttinn. Það er gott. Til hamingju með það.

Mæli ég því með að þú sendir þennan texta þinn til Vinstri grænna, því það eru þeir sem standa fyrir leshringamyndun um Marx-Lenínisma ekki ég. Kannski vilja þeir birta hann hjá sér.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.3.2020 kl. 13:56

24 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

sunnudagur, 8. mars 2020 kl. 14:32:02

Fréttaritari Wall Street Journal í Róm skrifaði áðan að lítil merki sjáist um að fyrirmælum yfirvalda á Ítalíu sé hlýtt. Flug til og frá Mílanó heldur áfram og ekkert eftirlit var með farþegum, lestir til og frá sóttkvínni ganga og lögregla sést varla. "Þetta er klassísk aðferð við að vernda þá landshluta sem enn hafa ekki verið smitaðir" sagði Massimo Galli yfirmaður sóttvarna á Sacco sjúkrahúsinu í Mólanó. Hin fátæku héruð Suður-Ítalíu hafa skipað íbúum í ríkari norðurhluta landsins að halda sig í burtu, "vegna þess að það fólk er að breiða út smit sem nú þegar hafa sett heilbrigðskerfi okkar hér á hliðina."

"Dont come back to Puglia, and if you are already on your way, turn back," said Michele Emiliano, governor of the southern region of Puglia. "You are carrying a virus that has already brought northern Italy health-care system to its knees." WSJ

Gunnar Rögnvaldsson, 8.3.2020 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband