Leita í fréttum mbl.is

Kratisminn gekk ekki upp - heldur ekki í Tyrklandi

Það krefst töluverðra íhugana að melta það sem nú hefur gerst í Tyrklandi. Sögulegir atburðir eru að gerast beint fyrir framan nef okkar, eins og mannkynssagan ávallt veltur fram. Þar sem hvorki þarf að nota viðamiklar græjur og mannskap CIA, NSA né sendiráð og sérfræðinga, heldur aðeins sín eigin augu og nef. Það er að segja ef að menn kunna enn að lesa, sem þeir því miður í sífellt minna mæli gera. Endurreisa þyrfti Barnaskólann

Ný millistétt út um vítt og breitt Tyrkland, og sem varð til fyrir tilstilli veraldarhyggju Kemalista í Istanbúl, sem áður var trúarpólitískt höfuðsæti kristni, hefur nú tekið völdin af Kemalistunum, sem gerðu hana bæði efnaða og valdameiri. Erdogan forseti er maður hennar –millistéttarinnar– og hann þarf því að stjórna Tyrklandi með því að allir óttist hann, því annars springur Tyrkland í loft upp. Þetta er það eina sem hann getur gert. Líki mönnum ekki stjórnarfar hans, þá er valkosturinn enn verri: borgarastyrjöld og síðan klerkaveldi íslams

Veraldarhyggjustjórn í Tyrklandi með aðstoð hersins er lokið. Henni er algerlega lokið. Sá kafli sögunnar er búinn því hann gat ekki gengið lengur, því það er einfaldlega ekki hægt að þurrka rætur þjóða út. Það gengur ekki upp og endar illa. Það sést líka í Rússlandi, sem er kirkjugarður Sovétríkjanna. Kristnar rætur Rússa var ekki hægt að þurrka út með veraldarhyggju sósíalismans, né neinum afbrigðum hans, og heldur ekki með kratisma sem er bjór- og dagdrykkjuútgáfan úr vínkjallara sósíalismans

Þetta veit Donald Trump því hann er fullorðinn og reyndur maður eins og stjórnmálaleiðtogar þurfa að vera. Bandaríkin hafa því, frá og með nú, viðurkennt Tyrkland sem stórveldi í heimshlutanum og jafnframt sem áframhaldandi bandamann síðustu 76 ára, sem betra er að hafa með sér en á móti. Þetta veit Trump vegna þess að hann er Íhaldsmaður; sem í ræðu sinni í stofnun Sameinuðu þjóðanna 2017 sagði eftirfarandi:

"We do not expect diverse countries to share the same cultures, traditions, or even systems of government. But we do expect all nations to uphold these two core sovereign duties: to respect the interests of their own people and the rights of every other sovereign nation."

Þess vegna segir Íhaldsstefnan þetta, sem er kjarni hennar:

1. Sögulegar staðreyndir: sem byggja á reynslu kynslóðanna, er það sem stjórnarskrárbundin ríkisstjórn dregur vald sitt af

2. Þjóðar- og þjóðareinkennisstefna: Hver þjóð sitt. Hver þjóð hefur sína sögu, sem verður að virða, vernda og byggja á. Ísland fyrst

3. Trú: Í okkar tilfelli kristni. Hafa skal í heiðri Guð Bilbílunnar og trúarsiði þjóðarinnar og vernda hana sem stofnun sem ber uppi hið siðferðilega lágmark, eins og barnaskólar okkar kenndu

4. Takmarkað ríkisvald: Lög manna þjóðarinnar takmarka ríkisvaldið, þar innan sem stofnun þjóðkirkjunnar á líka heima og fær vernd

5. Einstaklingsfrelsi: Því frelsi er ekki hægt að viðhalda nema með aðstoð hins takmarkaða ríkisvalds þjóðarinnar sjálfrar í sínu eigin þjóðríki, sem verndar þjóðkirkjuna líka

Hér má lesa ritgerðina: Hvað er Íhaldsstefna?

Kratismi gengur ekki upp, því hann veitist að rótum þjóðfélaganna, sem á Vesturlöndum eru kristnar. Þetta sést sérlega vel á Svíþjóð í dag, sem komin er á endastöð og gengur ekki lengur upp, frekar en Tyrkland undir hverveldi Kemalista gekk heldur ekki upp lengur. Þar stendur slagurinn um annað hvort upplausn eða millileið Erdogans, sem virðir rætur Tyrkja vítt og breitt um landið allt, og hefur þær í heiðri. Annars er það klerkaveldi íslams

Heimurinn er að ganga í sjálfan sig aftur. Í sitt gamla sjálf. Tímabilinu frá 1945 til 2009 er lokið. Milliríkjaviðskipti og bandalög munu þó eiga sér stað áfram, þó svo að heimurinn breytist nú þegar kratisminn er að syngja sitt síðasta vers. Þau verða bara ekki fastur né sjálfvirkur hluti af samskiptum ríkja. Þau verða ekki "réttindi". Þau verða forréttindi, og ber að líta á þau þannig. Það eru til dæmis forréttindi fyrir Ísland að eiga tilvistarlegan bandamann eins og Bandaríkin, því þau heimta ekki af okkur fullveldið í staðinn, eins og Evrópusambandið gerir með heilögum og úr sér bræddum kratisma og alls konar geislavirkum "orkupökkum". Gagnkvæmir hagsmunir Íslands og Bandaríkjanna ráða för

Evrópusambandið er því dautt eins og Tyrkland Kemalista. Það er komið í kistuna sem bíður eftir bálförinni. Hagsmunir Íslands og Evrópusambandsins fara ekki saman og geta aldrei farið saman. Sú útópía var blindgata, sem algerlega óþarft var að kanna. Gámarnir með það samband innanborðs sukku því á leiðinni til Íslands, eins og Davíð Oddsson sagði að myndi gerast

Kúrdar eru varla sérstök þjóð. Þeir tala ekki einu sinni sama tungumálið. Þeir tala mörg tungumál og þau sem töluð eru mest, kurmanji og sorani, eru ekki meira skyld en enska og þýska. En kannski verða þeir þjóð. Það er undir þeim sjálfum komið og engum öðrum - eins og hjá okkur sjálfum

- Gunnar er Þjóðaríhaldsmaður 

Fyrri færsla

Biður um her, fær loftsslag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Ottósson

 "Donald Trump því hann er fullorðinn og reyndur maður eins og stjórnmálaleiðtogar þurfa að vera."

Hvernig í ósköpunum komst þú að þeirri niðurstöðu?

Hefurðu ekkert kynnt þér hans feril?

Eða fylgst með hvað er í gangi í töluðum orðum?

Annars mjög áhugaverð gein frá þér.....þeas Tyrklandshlutinn.

Ívar Ottósson, 13.10.2019 kl. 14:52

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir lesturinn og innlitið Ívar.

Það er nú einmitt það sem ég hef gert. kynnt mér feril Donalds J. Trump. Það hef ég gert með því að hlusta á það sem hann segir. Horfa á það sem hann hefur gert. Kynnt mér það sem aðrir sem hann hefur unnið fyrir segja um hann, og lesið það sem til dæmis einn fremsti sagnfræðingur á vesturlöndum skrifar um hann, pólitíska baráttu og hugrekki hans í metsölubókinni "The Case for Trump", sem er eftir engan annan er Victor Davis Hanson sem ég efa ekki að þú vitir hver er.

Trump er maður sem byggir. Hann er ekki pappírsmaður. Hann hefur byggt á erfiðustu og dýrustu byggingarreitum veraldar og þekkir því út og inn hið spillta kerfi embættismanna frá fyrstu hendi. Engir nema meiriháttar menn byggja háhýsi á Manhattan í frumskógaveldi opinberra embættismanna og verkalýðsfélaga, og byggir og á besta hótel heimsins.

Og af því að ég vann sjálfur í byggingarbransanum þá þekki ég hvernig þeir menn eru sem steypugengi og járnamenn klappa fyrir þeir koma til að tala við þá og hvetja þá áfram. Þetta þýðir einnig að Trump er sérfræðingur í samskiptum við verkalýðsfélög; þ.e. vinnandi fólk.

Og það sem hann tekur sér fyrir hendur, er hann þekktur fyrr að skila af sér á réttum tíma, undir kostnaðaráætlun og í fyrsta flokks standi. Með öðrum orðum; "med rettidig omhu".

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.10.2019 kl. 15:22

3 Smámynd: Ívar Ottósson

Takk fyrir svarið, áhugavert...

En nei þú hefur greinilega ekki kynnt þér hann nægilega vel.

Yfirborðið er gert fallegt, hann hefur jú séð um það gegnum tíðina en maður þarf að fara aðeins dýpra.

Það eru nú margir fleiri en Hanson sem hafa skrifað um Trump, hefur þú lesið eitthvað meira um hann eða séð td. einhverja af áhugaverðum þáttum sem gerðir hafa verið um hans ævi hingað til?

Röð af gjaldþrotum, svikum og málaferlum gera hann örugglega reyndan mann, þar hefur þú rétt fyrir þér en er það reynsla sem maður vill að forseti BNA búi yfir?

Og að teljast fullorðinn þá þarf maður nú haga sér svoleiðis...ég hef ekki séð mikið af því frá Mr. Trump. Fyrr né síðar.

Skelltu þér nú á bókasafnið og fáðu þér meira lestrarefni um herran, þú verður örugglega hissa hvað þú finnur. 

Hvað er annars þetta "besta hótel" sem þú  minnist á, ég man bara ekki eftir neinu slíku eftir að hann varð að gefa upp Plaza i New York.

Kv. Ivar Ottosson

Ívar Ottósson, 13.10.2019 kl. 15:49

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Trump International Hotel and Tower, í Nýju Jórvík var af 74 þúsund lesendum hins breska Luxury Lifestyle Magazine kosið besta hótel í heimi í sínum flokki 2019. Listinn er svona:

    • Trump International Hotel and Tower, New York

    • Vatuvara Private Island, Fiji

    • Emirates Palace, Abu Dhabi

    • Burj Al Arab Hotel, Dubai

    • Sheraton Maldives Fill Moon Resort & Spa

    • Atlantis Paradise Island, Bahamas

    • The Langham, Sydney, Australia

    • The Dorchester, London

    • Trump International Hotel Washington D.C.

    • The Grand Hotel Les Trois Rois, Basel, Switzerland

    Þetta var meira að segja í Morgunblaðinu um daginn.

    Þetta segir sitt um sköpunarverk Trumps. Að hótelið skuli ekki detta í sundur þó svo að honum sé óheimilt að vaka yfir því og hafa afskipti rekstri þess á meðan hann er forseti Bandaríkjanna. Mörg önnur sköpunarverk hans fá svipaðan dóm bæði í Bandaríkjunum og Kanada.

    Hefurðu séð flugvélina hans og þá hreyfla sem hann notar í hana?

    A.P Møller datt heldur ekki í sundur sem skipafélag þó svo að Mærsk Mc-Kinney Møller væri lokaður af frá því í Nýju Jórvík á meðan Danmörk var hersetin af níunda síðasta kanslara Þýskalands. Góður rekstur þolir fjarveru eiganda, vegna þess að hann er vel byggður sem fyrirtæki með tryggum starfsmönnum, þar sem andi og markmið stofnenda lifa áfram, vegna þess hve vel þau hafa sannað sig.

    Þú ætlast kannski til þess að ég "skelli" mér inn á "næstu bókasöfn" sem eru ekki með erlendar bækur og lesi útskriftina af hatursþáttum DDRÚV um Donald J. Trump forseta Bandaríkjanna á íslensku? Það var nógu mikil þrautarganga að hlusta á heila þrjá sérsniðna rógberandi framhaldsþætti DDRÚV um Trump í byrjun framboðs hans.

    Ég hugsa að enginn annar nema þá Davíð Oddsson hafi sætt slíkri fáránlegri meðferð, enda er DDRÚV sérsniðin sjálfsfróunarmiðstöð vinstrimanna á Íslandi á kostnað skattgreiðenda. Vinnur þú nokkuð þar? Ég spyr því þú hefur ekkert annað fram að færa en þoku á þokubakka.

    Gunnar Rögnvaldsson, 13.10.2019 kl. 16:44

    5 Smámynd: Ívar Ottósson

    Blessaður Gunnar..var í meira að segja í morgunblaðinu um daginn, það eru náttúrlega viss meðmæli.

    Þetta hótel fór undir radarinn hjá mér þegar minst er á bestu hótel veraldar, keyrði reyndar fram hjá því fyrir nokkru en held nú samt að að það séu nokkur mörg betri hótel í NYC og víðar en það er nú bara mín skoðun...og reyndar annarra þar sem þetta hóte er ekki á nokkrum öðrum listum sem ég hef séð...en leiðréttu mig gjarnan ef rangt er.

    Googlaði hótelið snöggt og fann merkilega grein frá NYT: https://www.nytimes.com/2019/08/25/us/trump-international-hotel-nyc.html

    Margt sagt þar en það sem er td. skrifað er að DT á mjög lítin hluta af þessari byggingu og þegar víðar er skoðað í raun flestum byggingum sem nafni hans er klínt á.

    Hann er nefnilega ekki að byggja neitt nema vörumerkið sitt. Og talandi um "trygga" starfsmenn hanns þá eru nú margir í fangelsi í töluðum orðum eða á leiðinni þangað.

    Aftur, ekki horfa á yfirborðið, farðu aðeins undir það þegar þú hefur tíma. 

    En ég er alls ekki að beina þér í átt að RUV eða venjuleg bókasöfn heldur er nú allt hægt sjá gegnum netið í dag...þar eru "bókasöfninn"...bara kíkja aðeins meira en á Fox News og sambærilegt, þú finnur þetta, forvitinn maðurinn.

    Þoku á þokubakka? og að vinn ég á RUV?, nei vinn ekki þar og vonadi nokkuð þokulaus, Ég er i rauninni bara að spjalla við þig um DT mér til ánægju en þér líklega til nokkurs angurs og ama.

    En hvað er þetta um einkaþotu hanns og hreyfla?...aftur undir radarinn hjá mér, hef ekker heyrt um þessa hluti..endilega fræddu mig...

    Kv. Ivar

    Ívar Ottósson, 13.10.2019 kl. 18:48

    6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

    Þú verður bara að "skella" þér á bókasafnið þitt sem þú ert svo hrifinn af og kynna þér "hreyflamálið" Ívar. Eða leita á stærsta ruslahaug mannkynssögunnar, veraldarvefnum.

    Ég er hissa á því að þú skulir ekki koma með Næsti-Hitler-ræðuna um Trump Ívar. Hún var mjög vinsæl í falsfréttaiðnaðinum strax eftir kjör hans. Svo kom Rússaþvælan og nú er það Úkraínuherferðin. Ásamt öllum uppfylltu kosningaloforðum hans sem áttu að verða þess valdandi að heimurinn myndi farast.

    Allir menn hafa fortíð. Þú líka. Nema náttúrlega nýfædd kornabörn sem siðferðilega pervertur forsætisráðherra okkar vill helst kála. Það hefðu þótt fréttir um allan heim fyrr á tímum.

    Enginn maður án fortíðar verður forseti Bandaríkjanna og allra síst mun hann vinna stærsta sigur í prófkjörum nokkru sinni, án þess að fortíð hans komi til umræðu. Bandaríska þjóðin var sátt við það sem hún heyrði, því hún vissi vel að um mannlega persónu væri að ræða, sem varla gat orðið verri en það sem hún hafði haft og þoldi ekki lengur. Hún bað því um kemóterapíu Trumps. Og ég sé að þú þolir hana ekki.

    Gunnar Rögnvaldsson, 13.10.2019 kl. 20:14

    7 Smámynd: Ívar Ottósson

    Þú ert farinn að hvessa þig hér Gunnar...kom ég við auma taug?

    Skal reyna að finna út hvað "hreyflamálið" snýst um, er engu nær.

    Ég líki engum lifandi manni við Hitler, skrýtið að þú haldir að það sé í boði. Og falsfréttirnar eru út um allt Gunnar, sammála þér þar, ertu nokkuð að lesa Þær sjálfur og halda að þær séu sannleikur?

    En nokkuð líklega er Trump á leið fyrir ríkisrétt...Þetta með Úkraínu er nokuð yfir strikið...en þú ert greinilega á öðru máli.

    Restin sem þú skrifar skil ég reyndar ekki..."stærsti sigur í prófkjörum" osfrv.

    En að sjálfsögðu eru forsetar mannlegir....en hvernig mannlegir er spurninginn....hvað finnst þér persónulega um persónuna Trump?

    Góður maður?...Siðferði?...annað?

    Bið spenntur svara...

    Kv. Ivar

    Ívar Ottósson, 13.10.2019 kl. 20:59

    8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

    "Hreyflamálið" bjó ég til handa þér Ívar. Það snýst um þig, þ.e. um trúgirni þína.

    Enginn frambjóðandi Repúblikanaflokksins hefur nokkru sinni hlotið eins mörg atkvæði í forkosningum (prófkjörum) flokksins eins og Donald Trump. Hann sigraði alla keppinauta sína með glans með 44 af atkvæðum og 70 prósentum fulltrúa. Næsti maður, Ted Cruz fékk 25 prósent atkvæðanna og 20 prósent fulltrúanna.

    Ég hefði kosið Trump væri ég Bandaríkjamaður Ívar og ég myndi sennilega kjósa hann á ný 2020. En ég var samt ekki fyrstur til að kveikja á perunni. Það verð ég að viðurkenna.

    Gunnar Rögnvaldsson, 13.10.2019 kl. 21:32

    9 Smámynd: Ívar Ottósson

    Aha...svo "hreyflamálið" er bara kjánaskapur?...ertu vanur að nota slíkt í þínum færslum?....halda og vona að menn sem svarar þér eru trúgjarnir?

    Satt og rétt, hann marði alla í forkostningunum hjá Republikönunum, og það gerði hann meira eða minna með oforsi og lygum en hann tók þá alla á beinið enda í raun (mjög góður) leikari og án allra siðferðislegra landamæra en það kannski skiptir þig engu máli.

    Og Gunnar, hann tapaði "popular vote" á móti Clinton 2016...sér hver sigurinn.

    Og nú..Ríkisrétturinn bíður....það er peran sem er að kveikjast...mjög spennandi...

    Ívar Ottósson, 13.10.2019 kl. 22:06

    10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

    Sýnist þér að pólitískar ofsóknir andstæðinga réttkjörins forsetans séu á sömu plánetu og hugtakið siðferði, Ívar? Eða framkoma og hegðun fjölmiðla í nær öllum málum sem varða hann í meira en þrjú ár. Listinn er langur: Allt þetta fólk væri enn í vinnunni núna ef Trump hefði ekki komið til.

    Viljinn var með ágætis pistil um ykkur sem þolið ekki úrslit kosninga þegar ykkur þóknast þau ekki og byrjið þá að gagga um að kosningakerfið sem er það sama og alltaf. Hann er hér: endurtekid-coup-detat-beggja-vegna-atlantshafsins.

    Maður hefur aldrei séð önnur eins svín og marga þá krata, stæka vinstrimenna og sófa- og loftslagsmarxista með hálm í heilastað sem kalla sig lýðræðissinna á Vesturlöndum í dag, en sem þegar til kastanna kemur eru það bara alls ekki.

    Gunnar Rögnvaldsson, 13.10.2019 kl. 22:39

    11 Smámynd: Ívar Ottósson

    Réttkjörinn er hann Gunnar alveg eins og GWB á sínum tíma.

    Watergate...allt sem þú skrifar hér getur maður næstum heimfært upp á hvernig Nixon stjórnin kvartaði yfir ransókn fjölmiðla.

    Við vitum hvernig það fór...

    Ykkur?..við?....Því miður Gunnar það er bara ég að skrifa hér, bara mínar skoðanir... 

    Þú minntist á Hitler hér að ofan og núna eru það svín...ég held ég slái loki á þessar umræður, hafðu góða nótt.

    Kv. Ivar

    Ívar Ottósson, 13.10.2019 kl. 23:08

    12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

    Og hver skyldi nú hafa mótað og framleitt skoðanir þínar á Donald J. Trump, Ívar? Ekki eru það staðreyndir að minnsta kosti. Enda hefur ekkert í máli þínu komið fram sem er á sömu plánetu og staðreyndir. Aðeins gas, aðdróttanir, illvilji og rógburður.

    Hvað Watergatemálið varðar, þá drógu fjölmiðlar þessa mikla lands bandarísku þjóðina á tálar í því sem þá var kallað "Watergate-hneykslið", og hröktu úr embætti réttkjörinn forseta landsins sem aldrei í sögunni hafði sigrað eins stórt í kosningum, og sem gerði það vegna dugnaðar og hugrekkis. Því hefur þjóðin ekki gleymt. Hún var dregin á tálar og fjölmiðlar landsins sviku hana.

    Það þurfti því ekki mikið til að bandaríska þjóðin sæi í gegnum svikavef fjölmiðla þegar að síðustu forsetakosningum kom, þar sem Trump var kjörinn þrátt fyrir að vera með næstum allt fjölmiðlahyskið, bankana, Wall Street, tæknirisana, Hollywood, heiðnikirkjuveldi háskólanna, gáfumennin og hugveiturnar á móti sér. Bandaríska þjóðin mundi enn.

    Ákæruskjalið á hendur Nixon var í hundrað liðum. Og ákæran hljóðaði upp á að hann hefði brotið af sér í einum lið eða fleirum, án þess að segja við hvaða lið væri átt. Þetta var sem sagt ákæra á hendur Nixon fyrir að vera ekki forseti vinstrimanna, svipað og þegar menn ákæra einhvern fyrir að vera "illiberal", en það er ákæra um að vera ekki vinstrisinnaður, því líberalismi er vinstrisinnuð stjórnmálakenning sem kom fram á sjónarsviðið frá og með ca. John Locke, sem andstæða Íhaldsstefnu  (conservatism), sem er mörgum öldum eldri stefna og heimspeki.

    Að vera haldinn því að vera ekki-vinstrisinnaður var sum sé orðið glæpur. Svo geggjað er elítupakkið orðið. Og þannig er fjölmiðlapakk Vesturlanda því miður orðið, nema í undantekningartilfellum og stundum á sveita- og  landshlutablöðunum.

    Það verður spennandi að sjá hvort að slíkt gerist aftur. Lítið bendir til þess því Demókratar þora ekki með ekkert-málið út á gólf þingsins til að kjósa um það, en ætla í staðinn að reyna að keyra það sem róburðarherferð í fjölmiðlum sínum gegn forsetanum, eins og þeir hafa gert síðustu fjögur ár.

    Gunnar Rögnvaldsson, 13.10.2019 kl. 23:38

    13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

    Bent skal á að Nixon kom aldrei fyrir rétt og slíkt kom aldrei til greina, landsins vegna. Hann sagði af sér þegar hann skynjaði að fjölmiðum hafði tekist að snúna hluta af öldungadeildinni gegn sér.

    Litlum en valdamiklum hluta vinstrimana í Bandaríkjunum tókst með aðstoð fjölmiðla sinna að koma réttkjörnum forseta landsins frá. Það var hinn eiginlegi skandall málsins. 

    Og við munum öll hvernig málið gegn Geir Haarde var keyrt með pólitískri viðurstyggð hér heima, svo ekki sé minnst á SDG.

    Það er virkilega slæmt að slíkt geti gerst í lýðræðisríkjum. Að kjörnir fulltrúar fólksins séu ofsóttir úr embætti.

    Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2019 kl. 00:20

    14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

    Kúrdar eru 22 milljón manna þjóð, sem talar skyldar mállysku eða díalekta eins og öll evrópa gerði og gerir að mörgu æeyti enn. Eftir stríð fengu þeir sjálfstæði og þjóðarstatus, sem fljótlega var tekinn aftur eftir makk í baakherbergjum. Kúrdar hafa mörg trúarbrögð og umburðarlyndi fyrir þeim, sín á meðal. Nató hefur algerlega brugðist þeim og einnig USA, sem sjálfir komu öllu í bál og brand þarna í upphafi með ólöglegri árás.

    Það hefur verið hlutlaus ræma á milli þeirra og Tyrkja og ástæða Tyrkja fyrir þessum brotum á alþjóðalögum og stríðsglæpir þeirra, ( sem hafa framið þrjú þjóðarmorð) er að þögult samþykki var gert fyrir því að þeir tækju undir land umhverfis mikilvæga olíuleiðslu  sem ESB þarf að tryggja. Þessvegna þegir öll evrópa þunnu hljóði og herraþjóðirnar setja einhverjar sýndarþvinganir á þá til að sýnast pc.

    Kúrdar hafa verið á þessu svæði í þúsundir ára, allt frá tímum Assiríumanna. Lengur en Tyrkir og Ottómanar og allar þær umbreytingar og þjóðir sem þar hafa búið undir ýmsum nöfnum. Þeir hata kristna og þjóðarmorð þeirra á Armenum og fleirum vitna um það. Það má segja að Evrópa hafi nú kallað yfir sig óbeint stríð við Rússa, svo ekki er að undra að ESB heimti her. 

    Nató þarf að grípa hér inn og skakka leikinn, því viðskiptaþvinganir taka ár og áratugi að hafa einhver áhrif likt og raunin var með Íraka, sem raunar höfðu ekki bugast undam þeim í áratugi áður en á þá var ráðist. Erdogan verður búinn að fremja enn eitt þjóðarmorð Tyrkja áður en þessar þvinganir setja einhverja beyglu í þá. Það er hafin þarna keðjuverkun sem ekki sér fyrir endan á.

    Jón Steinar Ragnarsson, 14.10.2019 kl. 11:06

    15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

    Þakka þér Jón Steinar.

    Kúrdar eru einnig hluti af þjóðum Armeníu, Georgíu og Azerbaijan. Þar eru þeir hluti af þeim þjóðum í Kákasus sem mynda innrásarhliðið inn í Rússland í suðri. Rússar þola því ekki Kúrda vegna þess að þeir mynda geoópólitíska hættu fyrir Rússland á einum viðkvæmasta bletti inn í Rússland í suðri.

    Þúsundir ára eru langur tími. Engu ríki í Evrópu langar til að heimsveldi Rómar verði endurreist þar á.. tja, sögulegum forsendum. Að því leytinu er ESB kannski Kúrdistan meginlandsins. Kúrdar eru ekki þjóð frekar en Evrópusambandið er þjóð. Væru þeir þjóð þá væri staða þeirra ekki eins og reynt er að halda henni fram í fjölmiðlum í dag.

    Þú manst kannski eftir því að ný tilkomið Rússland -eftir fall Sovétríkjanna- er talið hafa gengið frá allt að 100 þúsund manns í Tjéténíu og gert hálfa milljón heimilislausa. Ástæðan var sú sama, þ.e. upplausnar- og innrásarhættan sem er í Kákasus fyrir Rússland.

    Ef að Erdogan tækist að koma landsvæði til handa Kúrdum undir vernd NATO, þá yrði það mikill sigur fyrir hann, þar sem hann myndi slá tvær flugur í eini höggi. Verður það? Hef ekki minnstu hugmynd um það.

    En hann verður að snúa málefnum Kúrda sér í hag, eftir að hafa fengið að pissa í hornin og gæta hagsmuna síns eigin lands, Tyrklands, því hann eins og aðrir þarf að glíma við sína eigin þjóð sem annað hvort kýs hann til valda eða ekki. Hins vegar myndi nýtt klerkaveldi í Tyrklandi ekki spyrja neins og "redda málunum" í hvelli. Vilja menn það?

    "Alþjóðasvampfélaginu" er velkomið að bjarga þessum málun eins og það gerði ekki og ekkert í innrás Rússa inn í Georgíu, Krím og Úkraínu.

    Velkominn til baka í veröld sem var og fór aldrei neitt eftir útópíutímabilið frá 1990 til 2008.

    Kveðjur

    Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2019 kl. 12:10

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Höfundur

    Gunnar Rögnvaldsson
    Gunnar Rögnvaldsson

    Búseta: Ísland.
    Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
    tilveraniesb hjá mac.com

    Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

    Bloggvinir

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband