Leita í fréttum mbl.is

Bjarni trúir á landamæri, en bara ekki á landamæri Íslands

Það var eins og við manninn mælt, að í þau örfáu skipti sem formaður Sjálfstæðisflokksins opnar munninn, þá er enginn neinu nær um það hvaða skoðanir hann hefur á neinu. Sennilega hefur hann aðeins þá skoðun sem embættismenn segja honum að hafa, eða ættin

Samkvæmt fljúgandi Bjarna í fljúgandi kvöldfréttum DDRÚV um Íslandssölu til útlendinga í kvöld, þá trúir hann á landamæri. Hann trúir á að til sé úti í heimi svæði sem heitir "EES-svæðið", og að innan þess sé allt öruggt og gott. Hann trúir sem sagt ekki á landamæri Íslands. En þar, og einungis þar, hefur hann sjálfur lögsögu og umboð til að vinna landi okkar gagn, en ekki það ógagn sem hann er að vinna landi okkar og þjóð með pökkum Orkubandalags Evrópusambandsins, sem er innpökkuð ófreskja, svo ekki sé minnst á alla hina pakkana sem hann hefur fallið flatur fyrir eins og að raðbilaður væri

Bjarni hefur ítrekað lýst yfir vantrausti á íslensku þjóðinni og hann hefur ítrekað brugðist henni. En í kvöld brást hann einmitt við á þann ömurlega hátt sem hann hefur rústað Sjálfstæðisflokknum sem íslensku stjórnmálaafli með. Þarna er áfram ekkert, og því enga hjálp fyrir þjóðina að sækja, eins og í Icesave

Enginn hefur lengur stjórn á því hvað er á "EES-svæðinu". Landamæri þess virka auðvitað ekki, því þau eru ekki til. Og embættismanna-stjórnmálamenn þess hafa því eyðilagt líf borganna á því. Það skrifaði einmitt stærsti fjölmiðill Þýskalands um í síðustu viku. Stjórnmálamenn felldu niður þýska landamæravörslu, settu ónýtt Schengenkerfi í staðinn og það virkrar ekki hið minnsta og fólk missir lífið. Þeir hafa brugðist þýsku þjóðinni segir Bild

"Evrópusambandið afskaffaði landamæravörslu Þýskalands með Schengenfyrirkomulaginu án þess að setja á virka vernd í staðinn á ytri landamærum þess, eins og lofað var, og án þess að tryggja að gögnum og upplýsingum sé deilt meðal ríkjanna svo að lögreglulið landanna viti hvað þau eru að glíma við. [..] Það verður að vera algjört forgangsverk Angleu Merkel að breyta þessu loksins." Bild

Fyrri færsla

Aska Sjálfstæðisflokksins fýkur fyrir björg. Sumarhúsasala Björns Bjarnasonar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stundum, kannski alltaf, er sem Bjarni sé samfylkingar pírati með open borders sem sitt eina stefnumál. 

Mikið vorkenni ég gömlu köllunum í Valhallarskrýmsli Engeyinga sem trúa enn og tilbiðja sinn samfylkta open bordets pírata foringjann og kjósa hann þvert á þeirra eigin vit og skoðanir.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.8.2019 kl. 21:54

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Símon Pétur.

Það sem fær mig til að sannfærast meira og meira um að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn ónýtur flokkur, er sú staðreynd að Bjarni er ennþá formaður hans. Ég veit mjög vel að þjóðarhagur er ekki það sama og efnahagur, og að stjórnmálaflokkur er ekki fyrirtæki á almenningshlutabréfamarkaði. Hann er annað. En hann er það þó að sumu leyti samt, því hlutabréfamarkaðurinn er kosningavél. Og ef menn þar sjá að ekkert er gert til að rétta sökkvandi skútur af, þá flýja hluthafar og skútan sekkur þegar peningarnir eru búnir, þ.e. þegar getulausir stjórnendur hafa tæmt alla kassa. Engir nýir peningar (atkvæði) koma í formi nýs hlutafjár (kjósenda), því bréfin eru óseljanleg vegna getuleysis stjórnenda, eða þá að almenningshluthafar vita nú þegar að ekki er hægt að bjarga fyrirtækinu vegna allra beinagrindanna sem eru um borð, og sem þurfa á hvíld að halda til að geta orðið múmíur og þola því ekki truflanir. Bjarni og nánustu í toppnum eru að mestu leyti múmíur. Eitt svona dæmi er öllum ljóslifandi til sýnis í dag; Það er Deutsche Bank, - og jú, Sjálfstæðisflokkurinn sem ég er í.

Í öllum alvöru fyrirtækjum væri búið að sparka Bjarna og hans nánustu mönnum. En það er ekki gert og það fær mig til að halda að flokknum sé ekki lengur hægt að bjarga. Vested interests í honum eins og hann er, koma í veg fyrir það. Og þannig flokki er ekki hægt að bjarga því að engir nýir hluthafar líta við honum á meðan hann er eins og hann er, og þess utan laus við alla alvöru pólitíska heimspeki. Og slíkt fær menn til að taka flokkinn, og stuðning þeirra við hann, sífellt upp til endurskoðunar. Þegar tíunda endurskoðun hefur farið fram, þá gefast menn upp, yppa öxlum og segja, tja það verður bara að hafa það, og kjósa hann ekki.

Bjarni er slæmur fyrir flokkinn og persónulega held ég að hann hefði aldrei átt að snúa sér að stjórnmálum. Hann hefur þau ekki í sér. Deutsche Bank og Kína hefði passað betur fyrir hann.

Eiginlega hef ég aldrei séð aðra eins misþyrmingu á einum flokki. Og það eru ekki kjósendur sem hafa misþyrmt honum. Þeir eru meira að segja hættir að gera kröfur til hans og komnir annað.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2019 kl. 03:11

3 identicon

Heill og sæll Gunnar

Betur er ekki hægt að orða vanda flokksins, en þú gerir í athugasemd þinni.  Segir allt sem segja þarf.

Mbkv., Símon Pétur   

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.8.2019 kl. 08:25

4 identicon

Nú er alsíðasta tækifæri að bjarga því sem bjargað verður. 

5000 þarf til, þar af minnst 300 úr hverju kjördæmi.

Ef það tekst ekki er flokkurinn búinn að vera:

https://xd5000.is/

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.8.2019 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband