Leita í fréttum mbl.is

Hvað segir stærsti flokkurinn í Sviss um EES-samning?

Hér er sýn Roger Köppel þingmanns úr þeim flokki, þjóðaríhaldsflokknum SVP, á þannig samninga. Köppel er sonur múrara og ritara. Hann er einnig fyrrum ritstjóri Die Welt, og situr nú í utanríkismálanefnd svissneska þingsins

Jú hann segir að um samning um fallöxi sé að ræða, þar sem lönd eru gerð að hjálendum. Svona samninga munum við ekki undirgangast. ESB-lög, nei takk. ESB-dómstólar, nei takk. Við höfum haft gangkvæma samvinnu við önnur lönd heimsins í meira en 100 ár, og því ætlum við að halda áfram

Ég bendi lesendum á að enn standa þingmenn Miðflokksins vaktina á Alþingi Íslendinga og ræða orkubandalags-pakka Evrópusambandsins yfir Íslandi númer þrjú, þar sem orkulandhelgi Íslands skal færð undir lög erlends yfirríkis og sem svarar til þess að lög erlends valds giltu um auðlindir úr fiskveiðilögsögu okkar, á milli landa. Lög sem væru ofar íslenskum lögum. Þetta yrði óafturkræft og óbætanlegt tap fullveldis okkar í orkumálum. Sviss ætlar því ekki að láta bræða orkuinnviði sína fasta við fallöxi ESB, eins og ég kom inn á í fyrri færslu

Þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, hefur einnig látið til sín taka í umræðum í kvöld, þar sem hann sagði að málið sé vanreifað og að það ætti því að fresta því fram á haust, svo hægt sé að kryfja það til mergjar. En það hefur ekki verið gert, heldur er bara anað áfram með það í eins konar pólitísku samsæri gegn þjóðinni. Hægt er að fylgjast með og horfa umræðuna á sjónvarpsrás Alþingis og á vefsíðu þess

Sjá fyrri færslu mína um Sviss og ESB

Sviss á leið í EES-exit og bannfærir ESB - Miðflokkur bannar framsal


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vel orðað Gunnar og verst að geta lítið stutt landsliðið okkar fyrir þessari landráðstjórn en engum grunaði svona athafnir þegar þeir byrjuðu. Þetta er því vísvitandi lyga stjórn þ.e. þetta var allt planað hjá þeim.    

Valdimar Samúelsson, 27.5.2019 kl. 22:36

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bíð spenntur eftir auðlindapakka 1-4 þar sem restin af auðlindunum verður einkvædd og flutt úr landi.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.5.2019 kl. 11:21

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er annars villandi að kalla þetta orkupakka því þetta fjallar í raun um fullveldi yfir helstu auðlind okkar. Kannski prófsteinn á hvort hægt verði að taka rest á sama hátt. 

Jón Steinar Ragnarsson, 28.5.2019 kl. 11:24

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæll Gunnar Rögnvaldsson, ég er búin að fá nóg af B.B og er þá ekki endilega að tala um hina frönsku Birgittu með augnahárin og fóðurstútanna, heldur fremur háfætta vaðfugla sem bera jakkaföt alveg þokkalega, en ekki alltaf víst að í stjórnstöðinni sé rétt vísandi kompás.   

 

Hrólfur Þ Hraundal, 28.5.2019 kl. 19:43

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hann var aldrei neinn ás.

Helga Kristjánsdóttir, 28.5.2019 kl. 20:11

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir.

Var að horfa á Sigmund Davíð Gunnlaugsson í ræðustól Alþingis rétt í þessu, þar sem hann útskýrði um-pólun þingflokks Sjálfstæðismanna í orkupakka-málinu.

Þá mundi ég eftir þessu hér: xD opnast í báða enda: Moskvu-játningar þingmanna hafnar.

Hvílík óheillindi.

Gegn þeim óheillindum berst Miðflokkurinn á Alþingi Íslendinga.

Að þess skuli þurfa er hreint ótrúlegt eftir allt sem á undan er gengið síðustu 11 ár.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 28.5.2019 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband