Leita í fréttum mbl.is

SDG sendir nýja reikninga til Sjálfstæðisflokksins

Orkupakki3 - (EU Energy Union)

Að þúsund orkufélög elti sama kílóvattið í orkulandhelgi Íslands, er allt í einu orðið móttó forystu Sjálfstæðisflokksins

Allir sem eru með lífsmarki sjá hversu galin hugmynd það er að hafa yfir höfuð látið stærsta skrifstofuveldi mannkynssögunnar komast með fingurna í orkumál og orkumarkaðinn Ísland, sem er smár í flestu samhegni, nema fyrir íslensku þjóðina sjálfa, sem á hann allan og byggt hefur hann upp allan, eins og hann leggur sig. Þar er þjóðin eini réttmæti eigandinn

En það er einmitt þessi smæð okkar sem gert hefur Ísland að heimsmeistara í raforkuframleiðslu á hvern íbúa, þökk sé fullveldi og sjálfstæði okkar í þessum málum. Því annars værum við bara stífluð borhola annarra í orkumálum og hefðum aldrei getað gert þetta. Nýting orkunnar varð okkar eigið mál og á okkar eigin höndum. Það sama gildir um sjávarútveg, stóriðju, ferðaþjónustu og landbúnað. Ekkert af þessu þrifist ef við værum í Evrópusambandinu

En þökk sé skrifstofubákni Evrópusambandsins sitja menn nú á ofsalaunum hjá þjóðinni við að ýta á fimm takka fyrir sama hlutinn og skrifa út tvo reikninga til allra, í stað eins reiknings til allra, og þar fram eftir götum. Allir vita að þetta er tóm þvæla og rúðubrot esb-ríkisins af verstu sort, sem skaffar þeim atvinnu við ekki neitt, sem annars væru að vinna við það að auka verðmæti landsframleiðslunnar, en ekki að minnka hana, eins og þeir gera með þessu

Í einfeldni minni hélt ég að ég myndi sleppa við þetta ESB-súrkál þegar ég eftir 25 ára búsetu og atvinnurekstur í Danmörku flutti aftur heim

En nei. Búið er að sjóða fimm klær á sömu innstunguna í eitt og sama rafmagnið hér heima líka

Nú liggur beinast við að þetta sé því farið að gilda um Sjálfstæðiflokkinn líka. Hann er orðinn pakki eitt, tvö og þrjú, þ.e.a.s. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur. Er þetta ekki æðislegt! Þarna nýtur "fjölbreytnin" sín út í ystu æsar, en það er tísku-slagorðið sem forystan hefur límt fast á flatt enni sér, fyrir utan það að standa nú á bráðnandi ísjaka sem formaðurinn hefur gert sig og flokkinn að. Enni flokksins er orðið að steikarpönnu, þökk sé algerlega getulausum formanni hans

Og þegar sonur okkar flutti tveimur árum síðar á eftir okkur heim til Íslands, þá voru komin 52 svona skrifstofuveldi fyrir rafmagn á því svæði Kaupmannahafnar sem hann bjó, og öll voru þau að selja sama rafmagnið úr sömu línunni sem þau áttu ekki, en á verði sem enginn leið var að finna og skilja, því það breyttist hraðar en verðið á hlutabréfum í kauphöll. Gjöld og meiri gjöld hrönnuðust upp fyrir notendur. Þessi félög áttu ekkert, höfðu engu fjárfest, gátu ekkert og kunnu ekkert nema að skrifa út reikninga. Þau herja eins og lús á raforkunotendur, þökk sé stærsta skrifstofuveldi mannkynssögunnar; Evrópusambandinu

Orku hefur aldrei verið hægt að markaðsvæða á vitiborinn máta, því hún er of mikilvæg öllum til að treysta ófullkomnum markaðsöflum og "market makers" fyrir henni. Það eina sem er öruggt með orkuna er það, að þar er það helst hernaðarmátturinn sem skiptir mestu. Reyndar oft öllu máli. Orka er geopólitískt verkfæri fyrir okkur Íslendinga, og það vopn á aðeins heima hjá íslensku þjóðinni. Vopnavaldið og auðvaldið í orkumálum Íslands sé áfram í höndum þjóðarinnar. Þessi vopn og vopnavöld okkar mega alls ekki hverfa úr landi, eins og ríkisstjórn Íslands er horfin úr landi í þessu máli

Hlustið ekki á lögfræðiþvaður um þetta mál. Og við Sjálfstæðismenn eigum ekki að hlusta á uppgjafarþingmenn okkar um þetta mál. Þeir eru seldir og ófærir um að taka sig af réttindum þjóðarinnar. Þeir eru á formanns-pönnunni, að steikjast, eins og síðast. Rök þeirra um að 1000 skip eigi ekki að elta sama fiskinn í sjónum - já, þau rök hafa bara allt í einu steikst í brunarúst á líberalista-pönnu formannsins, sem virðist vera með ísjaka á heilanum. Ekkert minna en að þúsund orkufélög elti sama kílóvattið í orkulandhelgi Íslands virðist hins vegar allt í einu eiga við, þegar um raforku landsins er að ræða! Eruð þið nokkuð heilabilaðir?

Öll erlendu stóriðjufyrirtækin sem fest hafa hér ofboðslegt fé í langtímafjárfestingum, hafa gert það vegna þess að raforkan er í höndum þjóðarinnar. Í höndum þjóðar sem einu sinni hafði ríkisstjórn sem líka var á hennar höndum. En það er ríkisstjórnin Íslands hins vegar ekki í þessu máli. Hún er ekki í höndum þjóðarinnar, heldur er hún í höndum Evrópusambandsins. Lengra ná röksemdir þessa máls ekki, því það er bæði shit og lort

Sverrir Kristjánsson - 1961 - Rit og blaðagreinar Jóns Sigurðssonar - setur allt sitt traust á alþýðuna - bls liii 53

Mynd: Úr bók Sverris Kristjánssonar 1961. Rit og blaðagreinar Jóns Sigurðssonar

****

Gunnar er Íhaldsmaður í Sjálfstæðisflokknum , nema þá að formaðurinn sé að selja mig til SDG. Þ.e. að útskrifa mig sem rafmagn á nýjum reikningi yfir sama hlutinn - til að auka "fjölbreytnina"

Fyrri færsla

Er Sjálfstæðisflokkurinn breiður flokkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Frábær grein Gunnar. Ég get ekki séð annað er að allir ráðherrarnir séu borgaðir af alþjóðlegum völdum. Rothchildar eða bara ESB gammarnir.

Var að lesa grein, ...Banka saga BNA... þýðingu eftir félaga okkar Jónas Gunnlaugsson þá kemur í ljós að Rothchildarnir keyptu venjulega næga þingmenn í BNA til að koma ýmsum málum í gegn s.s. Federal Reserve málið á sínum tíma og fleira. 

Ég tel ekki vafi á Rothchildarnir séu með puttana í Seðlabanka okkar og að einhverjir já margir s.s. Ólafur Ragnar Bildenbergar maðurinn sjálfur hér hafa vitneskju með það.

Landakaupin hér nú í tugi ára eru þau á vegum alþjóðahringja. Það vekur athigli að ríkisstjórnir hafa látið þær viðgangast.?    

Valdimar Samúelsson, 15.4.2019 kl. 20:11

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Æi Valdimar.

Ekki enn einu sinni um þessa gömlu rótgrónu Gyðingaandúð og svo kallaða Rothchilda.

Bankasaga Evrópu er ca. þúsund árum eldri og hundrað sinnum stærri. Af hverju tók hann ekki fyrir bankasögu Deutsche Bank, sem fjármagnaði og byggði Auswitch?

Eða bara íslensku ríkisbankana? Þú varst með puttana í þeim. Það vorum við öll, sem kjósendur.

Í Bretlandi vorum við Íslendingar kallaðir Gyðingar norðursins þegar bankarnir okkar voru að þenjast út, og svo að hrynja.

Hvað sem því líður, þá gangi þér vel með bókina. Ég sjálfur er búinn að fá meir en nóg af andúð og þvaðri um Gyðinga. Ég bjó nefnilega í Evrópu.

Og ekki meira um jarðir sem venjulegt fólk á eða hefur erft. Við erum næstum því öll úr sveit. Sem betur fer

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.4.2019 kl. 20:48

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

.. og hvað varðar The Federal Reserve System eða seðlabankakerfi Bandaríkjanna, þá er það þannig innréttað að enginn á Seðlabanka Bandaríkjanna. Hann starfar í umboði þjóðarinnar, fyrir þjóðina og á sig sjálfur. En hann er hins vegar til húsa í einkabankakerfi Bandaríkjanna, og það skilja margir Bandaríkjamenn ekki og skrifa um það bækur sem eru bull.

Að segja að einkabankar hafi eitthvað með The Federal Reserve System að gera er eins og að segja það einkarekna skúringafyrirtæki sem gerir hreint í Stjórnarráðin eigi það eða stjórni því.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 15.4.2019 kl. 21:03

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

En þetta með jarðarkaup kennitöluflakkandi útlendinga, sem þess vegna gæti verið Kína og er það mjög sennilega líka, er hins vegar rétt hjá þér. Það þarf að stoppa. Strax!

Gunnar Rögnvaldsson, 15.4.2019 kl. 21:10

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það sem mér liggur hins vegar á hjarta, Valdimar, er af hverju forysta Sjálfstæðisflokksins vill ekki að þúsund skip elti sama fiskinn í sjónum í landhelgi Íslands, á meðan hún hins vegar vill að þúsund orkufyrirtæki elti sama kílóvattið í orkulandhelgi Íslands? Bæði fiskurinn og raforkan er í takmörkuðu magni í landhelgi Íslands.

Hvers vegna fiskurinn, en ekki rafmagnið?

Við erum alls ekki að finna nýjar olíubirgðir í landhelgi okkar annan hvern dag og sem hægt er að geyma eins og manni sýnist og selja þegar manni sýnist. En bæði raforkan og fiskurinn er hins vegar ferskvara sem neyta þarf strax og sem ekki er hægt að geyma. 

Hvers vegna fiskurinn, en ekki rafmagnið?

Við flytum út milljón tonn af áli og milljón tonn af fiski á ári.

Hvers vegna fiskurinn, en ekki rafmagnið?

Vill forysta Sjálfstæðisflokksins kannski fórna bæði fisk og rafmagni á altari ESS og ESB?

Er forystan orðin heilabiluð?

Gunnar Rögnvaldsson, 15.4.2019 kl. 21:29

6 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Mikið er gaman að sjá ykkur velta vöngum um heimsmálin. Gyðingurinn, Guðsmaðurinn Jesú rek víxlarana, Víxlarann í okkur, út úr Musterinu, Þá Menntastofnunni. Það var sama baráttan hjá Cesar, Jesú, og fjölga annara í gegn um aldirnar, við víxlarana í okkur.

Jesú kenndi ekki það sama og víxlararnir.

Jesú kenndi, leitið sannleikans, hann mun gera yður frjálsa. 

Þetta eigum við að gera í dag, leita frelsisins í gegn um vísindin, sannleikann, og kærleikann.

Við skulum hamla á móti víxlaranum í okkur og verða eins og englar.

Þá verður búið að hrista úr okkur það neikvæða .

Þá komumst við inn í ljósalandið, sem Nikola Tesla talar um og Jesú Jósefsson. 

Hætt er við að ég og ýmsir fleiri, verði orðnir ansi grannir, þegar aðeins það sem kemmst inn í himnaríki, það góða, verður eftir 

Þökkum Gyðingnum, Guðsmanninum, þeim öllum í gegn um aldirnar, fyrir að reyna að leiða okkur á rétta braut. 

Guðs blessun á okkur alla, ekki síst Gyðinginn, Guðsmanninn.

Reynum að ganga góðu göturnar. 

Egilsstaðir, 15.04.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 15.4.2019 kl. 21:49

7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þetta er stór gott hjá þér Gunnar Rögnvaldsson, 

"" er af hverju forysta Sjálfstæðisflokksins vill ekki að þúsund skip elti sama fiskinn í sjónum í landhelgi Íslands, á meðan hún hins vegar vill að þúsund orkufyrirtæki elti sama kílóvattið í orkulandhelgi Íslands?  "" 

Gangi ykkur allt í haginn.

Egilsstaðir, 15.04.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 15.4.2019 kl. 21:57

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Rétt Gunnar fer stundum út fyrir efnið og tek undir hvers vegna fiskurinn en ekki rafmagnið það er spurningin. Kannski eiga þeir vís sæti í orkumálanefndum annaðhvort hér eða þar. Alls ekki á móti Gyðingum heldur dáist af þeim nema Soros. :-)    

Valdimar Samúelsson, 15.4.2019 kl. 21:58

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Gyðingar eru eins og við hinir, góðir og slæmir og allt þar á milli.

Þakka ykkur herrar.

Gunnar Rögnvaldsson, 15.4.2019 kl. 22:11

10 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Já, þetta er trúlega rétt hjá ykkur, þeir eru bröndóttir eins og við.

Ég þakka kennsluna. 

Egilsstaðir 15.04.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 15.4.2019 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband