Leita í fréttum mbl.is

Er Sjálfstæðisflokkurinn breiður flokkur?

Hann var það sennilega að sumu leyti, en er það samt ekki að grunni til, því undirstöður hans voru og eru fullveldi og sjálfstæði Íslands. Og þeim undirstöðum er ekki hægt að pilla við án þess að flokkurinn tortímist allur sem ein heild. Breidd flokksins getur ekki verið meiri en fullveldi Íslands, og má heldur ekki vera meiri. Íslenska þjóðin er ekki breiðari en þetta. Og það er einmitt vegna þessarar hnitmiðuðu og skýrt afmörkuðu breiddar að hún er fullvalda og sjálfstæð þjóð í sínu eigin landi

Það eina sem heldur flokknum uppi eru kjósendur hans. Fyrst fór Viðreisn og þá mjókkaði flokkurinn að utan, frá krötum séð, en ekki að innan. Eftir sátu sjálfstæðis- og fullveldissinnar, þ.e. þeir sem bera flokkinn uppi. Sjálfstæðisflokkurinn styrktist því verulega, varð beittari og fékk tæp 30 prósent í október 2016. Og það var ekki formanninum að þakka, heldur okkur óbreyttum Sjálfstæðismönnum. Við brýndum flokkinn og losnuðum því við plágu innan hans. Hún féll af og flug okkar gat því hækkað

En á sama tíma sátum við þessir almennu flokksmenn uppi með formann sem landsþekktur er orðinn fyrir dómgreindarskort. Formaðurinn fékk þó áfram að vera með af því við höfðum þrengt beygjuradíus hans það mikið, að honum var treyst til þess að aka ekki útaf beinu brautinni sem við höfðum markað fyrir hann. Hann fékk stýrið

En núna er formaðurinn aftur kominn út af þeirri braut sem honum var skömmtuð. Hann er enn einu sinni að stofna öllum flokknum í hættu, að þessu sinni með Orkupakkamáli þrjú, sem er OrkuEvrópusambandið (e. EU Energy Union)

Þetta er svona vegna þess að formaðurinn er sennilega varanlega dómgreindarskertur. Hann verður að fara ef að flokkurinn á að lifa áfram sem einn flokkur, og ekki að breiða úr sér meira en orðið er sem Miðflokkurinn. Þannig er það með breiddina

Eina ástæðan fyrir því að við höfum það gott á Íslandi, er sú að við erum ekki í Evrópusambandinu. Og það gildir alveg sérstaklega um sjávarútveg, landbúnað, ferðaþjónustu, stóriðju og ÖLL orkumál

Og þetta með fjármálamarkaði Evrópusambandsins og EES-samningsins var brennt inn í sál þjóðarinnar fyrir aðeins 10 árum síðan, sem gerræðisleg mistök og misfóstur ESB og EES, og þar guggnaði formaðurinn okkar líka

Formaður sem kann ekki að keyra Sjálfstæðisflokk gengur ekki upp. Það sjá allir. Að flokksmenn hlúi að og berjist fyrir flokki sem formaður hans reynir stanslaust að halda niðri, getur ekki gengið upp, og gerir það því eðlilega ekki, eins og sést

Fyrri færsla

Pakkafífl allra flokka hafa sameinast um öreigur Vesturlanda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ekkert minna en meirapróf dugar til ad stýra Sjálfstaedisflokknum og halda réttum kúrs í vardstödunni um sjálfstaedi Íslands. Eins og thú bendir réttilega á Gunnar, er núverandi bílstjóri varla med meira en aefingaleyfi á létt bifhjól og thví algerlega óhaefur undir stýri sjálfstaediseimreidarinnar, sem aldrei má stödvast eda taka ranga stefnu. Teinarnir liggja klárir og eftir theim skal ekid!.

 Útafakstrar formannsins eru ordnir of margir og kominn tími til ad klippa skírteind hjá honum og senda í endurmenntun, ásamt helsu medreidarsveinum sínum. Medan ökunídingurinn heldur sinni stödu munu vegfarendur og farthegar fordast hann sem heitan eldinn og hnignun flokksins adeins aukast.

 Takka gódan pistil.

 Gódar stundir, med kvedju ad sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 13.4.2019 kl. 18:11

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Halldór Egill.

Já þetta er algerlega óþolandi. Gersamlega óþolandi getulaus formaður!

Og svo í þessu máli af öllum. Sérstaklega séð í ljósi þess að Brussel og fyrirtæki hafa ekki kosningarétt hér á landi, og það hefur ríkisstjórnin reyndar ekki heldur. Það eru kjósendur sem kjósa ríkisstjórnina, en ekki öfugt! Hún á að þjóna þeim, en þeir ekki henni. Þetta virðist formaður Sjálfstæðisflokksins bara alls ekki skilja.

Ríkisstjórnin er farið að minna óþægilega á óligarkastjórn hindurvitna og sértrúarbragða.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 13.4.2019 kl. 20:20

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Undirrituð var eiginlega munaðarlaus í síðustu þingkosningum,  en tók þá ákvörðun um að krossa við XD - ekki endilega flokksins vegna, en stefnan var ekki fráhrindani og afar efnileg ung kona var í efsta sæti í mínu kjördæmi sem ég vildi styðja.  Þetta geri ég aldrei aftur!
Búið að reka konuna úr ráðherraembætti og svíkja það sem ég taldi málstað. :(

Kolbrún Hilmars, 13.4.2019 kl. 20:34

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Kolbrún.

Já og nú er hún farin vegna þess að það datt glær plastlagður á glergólfið í útibúi Brussel í Strassborg.

Tap flokksins í næstu kosningum verður sennilega enn verra en 2017. En þar tapaði hann fylginu svona:

Norðvesturkjördæmi => mínus 5,0% (prósentustig)

Norðausturkjördæmi => mínus 6,2%

Suðurkjördæmi => mínus 6,3%

Suðvesturkjördæmi => mínus 3,0%

Reykjavíkurkjördæmi suður => mínus 2,8%

Reykjavíkurkjördæmi norður => mínus 1,8%

Hann tapaði í öllum kjördæmum landsins.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.4.2019 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband