Leita í fréttum mbl.is

Hlýnun kommúnismans

Við menn höfum verið að burðast með meira en 250 meiriháttar heimsenda-kenningar síðustu tvö þúsund árin. Síðast var það uppgufað ózon-lag gufuhvolfsins sem átti að hafa steikt okkur út nú þegar. En í dag, tuttugu og fimm árum síðar, eftir að ekkert gerðist, er það græn fátækt, lífsstíls-gaddasvipur, sjálfspyntingar, helst í frosti, og ströng andleg stegla sem á að bjarga heiminum frá þeirri síðustu: hlýnun kommúnismans

Og eftir að Veraldarvefurinn kom, þá er fólk byrjað að halda að heimurinn sé svo lítill, smár og viðkvæmur að ekkert megi útaf bera neins staðar, án þess að veröld þess endi í rauntíma, on-line. Í hvert skipti sem dómsdags-klukka vefsins gellur, þá titrar sá efnaði hluti mannkyns sem náð hefur því sósíal-nirvana fjölbreytnileikna stigi að vera með stálhring í nefi og sjálfspyntingar-implant úr bambuskofa í neðri-vör, og skelfur eins og að við byggjum öll í einum og sama köngulóarvefnum. Hann nötrar, skelfur og fólk fær áfall-x þegar hinn snjalli sími þess gellur. Erum við að farast núna? Núna í beinni? Svo sest það við imbann og lætur 251. kenningalið hins næsta dómsdags mata sig á meiri pyntingum, týndum mörgæsum og skjaldböku sem bættist í hópinn í síðustu viku, án þess að láta nokkurn mann vita af sér

En ef að fólk myndi líta upp úr sínum snjalla síma og horfa til himins, þá myndi það sjá dómsdagsvélina sem öllu stýrir og máli skiptir í lífi þess og dauða: sólina

En þar sem öll DDRÚV og BBCCCP á framfærslu skattgreiðenda eru ekki með hin hálsblásandi blaðursbú sín þar, þ.e. á sólinni, þá veit fólk ekki af þessu og horfir á fréttadalla imbans sökkva heimi þess í beinni, og heldur áfram að skjálfa. Þó ekki allir, en of margir. Nógu margir til að könguló veraldarvefsins hlær, og þið skjálfið. Heilabú fólks er orðið víbrator sem hristir sál þess í sundur. Það er orðið snjallt, en mest hrætt, og vaxandi nýheimskuveldi sem ræktar nýja heimsku, meðal annars á skjálfandi vef sem heitir Wikipedia, sem hristist sundur og saman í takt við alternative facts tölvuvinstrisins

Hlýnun kommúnismans er staðreynd og vá sem mæta þarf af fullri hörku. Að vera grænn í þeim efnum er hættulegt. Annars breytist stiknandi rauður sorphaugur þess síðasta, í græna landfyllingu úr myglu

Fyrri færsla

Heilbrigð skynsemi er oft veik skynsemi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband