Leita í fréttum mbl.is

Farsímavefur Veðurstofunnar dauður

Þar sem Veðurstofa Íslands hefur fyrir því að gera grein fyrir öryggishlutverki vefseturs stofnunarinnar, þá leyfi ég mér að gera henni grein fyrir því að farsímaútgáfa vefseturs Veður-stofunnar er búin að vera dauð og ónothæf í að minnsta kosti síðustu þrjá daga í röð. Og þetta er ekki í fyrsta sinn á síðustu fjórum árum að þetta er svona

Með öðrum orðum: vefur Veðurstofu Íslands virkar ekki, og er frekar lítið öryggi í þannig rekstri. Það sem er þó enn verra, er að enginn á stofnuninni virðist taka eftir neinu

Fyrri færsla

LED er fjósalýsing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Veðurathugun, Skorradalur þversum, sunnudagur, 27. janúar 2019 kl. 21:30

===================

Hiti, mínus fjórar, suðaustan ládeyða og þétt snjókoma, skyggni 30 metrar með vasaljósi, örbylgjusamband ókei og betra en EDGE, konan prjónandi ullarsokka horfandi á Ófærð, en ég til veðurs. Snjódýpt 25 og vaxandi

STOPP

Hvenær skyldi Veðurstofumönnum takast að brjótast Reykjavíkurleið til vefjar?

Gunnar Rögnvaldsson, 27.1.2019 kl. 21:35

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Gunnar

Er enn að botna sjónvarpsútsendingarnar á RÚV. Reyni að opna skjáinn fyrir hálf átta, en það er aldrei að vita hvenær íþróttir enda og veður byrjar. Mun betra væri að hafa veðurfréttir 5 mínútur fyrir sjö. Það má víst ekki því RÚV notar Veðrið til að skora hærra í auglýsingasölu, hefur forgang. Finnst mér þetta bitna á veðursjónvarpi sem oft er ekki klárað fyrr en um tíuleytið.

Auglýsingar sjónvarps eru venjulega á undan íþróttum og veðri. Skiptir ríkisstofnun mestu að gera út á vinsældir og auglýsingatekjur? Held opinberi veðurstofu sé nokkuð sama um farsímafólk í afdölum sem lítið verslar.

BBC veðrið kemur venjulega fyrir heilan tíma og þar getur maður séð heildarmyndina á för lægða fyrir sunnan land. Þá er Y R norska veðurstofan með ágætar veðurspár yfir landshluta. Heyri á mörgum að þeir bera þessar veðurspár saman.

Sigurður Antonsson, 27.1.2019 kl. 23:03

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka Sigurður

Hjartanlega sammála þér með fjárkúgunina sem DDRÚV beitir til að gera út á veðurfréttirnar. Gæti kastað upp yfir þessari fjárplógsstofnun.

Norska veður apparatið neita ég að nota. Það er bara sálarlaust reiknilíkan með engum athugunum.

Uppáhaldsstjörnunnar mínar eru íslenskir veðurfræðingar og mér þykir vænt um Veðurstofuna okkar. 

Bretar mega hirða sitt sovéska BBC-ríkissjónvarp fyrir mér, myndi aldrei horfa á það, þó svo ég fengi borgað fyrir það. Hef fengið mig fullsaddan af ríkisfjölmiðlum allra landa fyrir lífstíð.

Kær kv.

Gunnar Rögnvaldsson, 27.1.2019 kl. 23:14

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

 Ég sakna þess að hafa ekki almennilega upplesara þegar verið er að lýsa veðri í kring um landið en þessar raddir eru hálf ömurlegar fyrir utan að þeir þurfi að hafa menn með svo sterkum útlenskum hreim sem hefir ekkert að gera í veðurupplestri. Stelpurnar eru æðislegar og skýrar og er mikill munur á þeim og mörgum strákunum. 

Málið er að það hafa allir rétt hvort þeir eru ömurlegir eða góðir.

Valdimar Samúelsson, 28.1.2019 kl. 11:20

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Valdimar

Þetta myndi aldrei gerast ef að um amerískan hreim frá Texas væri að ræða, til dæmis frá Longview. Þeim lesara yrði aldrei útvarpað í DDRÚV. Enda var slíkt lágstéttarpakk sett í einangrun á Miðnesheiði og taldist varla mennskt. En uber-hreimur frá Mittelpunkt Europas er hins vegar ókei.

Kannski er kominn tími til að taka Veðurstofuna af dópi hins opinbera og senda hana í meðferð.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 28.1.2019 kl. 12:00

6 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

HVað vesen er þetta hjá höfundi ?

Hafi hann ekki kynnt sér málið betur, þá er vefur Veðurstofunnar nú skalanlegur og því ekki þörf á þar til gerðum "farsímavef", ekki nema að höfundur hafi ekki snjallvætt sig. 

Mikið má samt eyða kílóbitunum hér um alls ekki neitt. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 28.1.2019 kl. 16:46

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gott Sigfús að þú komst auga á að allir bændur í landinu og ökumenn stöðvi faratæki sín, taki af sér hanskana til að dúlla sér með loppnum fingrum á ömurlegasta desktopp-vef nokkurrar Veðurstofu nokkru sinni. Mér finnst að þú ættir að láta Veðurstofuna vita af þessu þannig að þeir leggi niður það sem stofnunin álíti nauðsynlegt og séu því ekki að flagga og vinna við þann óþarfa sem þeir hafa gert, og sem skattgreiðendur þessa lands þurfa að bagsa við að vinna fyrir og halda uppi.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 28.1.2019 kl. 17:15

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og fyrir utan það að rafmagnið í sveitum landsins kemur og fer eins og diskóljós Sigfús, sem veldur því að bæði 3G og 4G  drepast á mjög stuttum rafhlöðutíma, þá er ekkert eftir nema EDGE, og það tekur ár að hlaða inn desktopp vef Veðurstofunnar með öllum sínum GIF-myndum frá 1700 og súrkáli og Front Page kraðaki og glingri frá 1999.

Og ekki nóg með það þá búa bara ekki allir svo vel að hafa gott netsamband. Þess vegna er þessi farsímavefur. Hann er öryggisatriði. Og hann virkar ekki. Og það er hámarks aumingjaskapur.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.1.2019 kl. 17:30

9 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þetta átti nú að vera hin mesta yfirhaling en ekki tekst höfundi að koma frá sér orði nema að í þeim tilgangi að skjóta hátt yfir markið. Það er hans.

Gott væri að höfundur gæti sýnt fram á hvar í Almannakerfinu "GSM farsími" er skilgreindur sem svokallað öryggistæki, svo orðfæri Miðflokksstuðningsmanna sé notað. Hygg að það sé einfaldlega ekki til.

Svo til að einfalda líf höfundar, þá eru vinnuhanska mun léttari í dag en þeir voru hér þegar höfundur yfirgaf landið vort hér í lok síðustu aldar til að heimsækja vondu ESB löndin. 

Það urðu ekki bara framfarir þegar síminn kom ca 1906. Líka í vinnuhönskunum og heyrnartólunum.

En jú, mikið og lengi má á [veður]manninn reyna.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 28.1.2019 kl. 18:14

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sigfús. Þú sýnir einkenni Stokkhólms.. þú veist hvað.

Allir upplýsingavefir Veðurstofunnar fyrir íslensku þjóðina, sem borgar brúsann, eiga að virka. Þannig er það bara. Hér er ekki um Einkanörðastofuna OHF að ræða.

Sparaðu þér svo brakið og brestina, þú gætir þurft á þessu að halda í slæmum aðstæðum og jafnvel í góðum.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.1.2019 kl. 18:24

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég minntist á EDGE. En EDGE er 296 kbit/s og kallast 2G. Gamla NMT-farsímakerfið (1G) var 1200 bit/s, sem er þó 7,5 sinnum meiri gagnabandvídd en Voyager 1 hefur til umráða til að senda gögn sín 20 ljóstíma leiðina til jarðar. Sjá síðustu gagnasendingu: 19_01_24-19_02_11. Bestu vefirnir eru alltaf þeir sem eru einfaldastir. Þeir eiga einnig að vera öruggastir í rekstri. Og þannig er það.

REKSTRAR-ÖRYGGI er alltaf númer eitt.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.1.2019 kl. 20:11

12 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Gunnar, þetta eru örugglega sömu strákarnir sem trufla veðurstofuna og þeir sem trufla Útvarp Sögu, þónokkuð viss í því, held ég bara.

Eyjólfur Jónsson, 29.1.2019 kl. 18:23

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Eyjólfur

Mja, hver veit..

.. en hitt veit ég þó, að farsímavefur Veðurstofu Íslands er enn snar-bilaður. En Reykjavíkur-sleifaralagi stofnunarinnar er þó þannig háttað, eftir vikulanga snar-bilun, að enska útgáfa vefsins virkar og hefur gert það allan tíman. Þar hafa breeze og gale forgang og völd.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 30.1.2019 kl. 09:05

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Veðrið í Veður-stofunni í Austur-Berlín Reykjavíkurborgar hefur tekið stakkaskiptum:

Einhver vitsmunalegur stofumaður þar, hefur flutt vefinn til á netinu þannig að enginn bókarmerki á neinum skjá neinna farsíma, né í vöfum, rata lengur rétta leið að settu marki. Farsímatönn Veðurstofunnar hefur verið rótfyllt þannig að rót vefsins er ekki lengur m.vedur.is, heldur er hún vedur.is/m/ .

Og þetta er að sjálfsögðu gert án þessa að setja á sjálfkrafa hjáleið (redirection) á þann stað sem þúsundir notenda hafa sett merki við hjá sér.

Þess vegna verða allir að fara af farsímavefnum yfir í desk-topp (blindfulla) útgáfuna til að fá rétta vefslóð á farsímavefinn. Jáh! Svona er þetta sennilega hjá fyrirtækjum sem hafa enga viðskiptavini. Þau vita ekki hvað viðskiptavinur er

Var svona (dæmi)

Spá: Hvanneyri
http://m.vedur.is/m/spar/stadaspar?w=1&s=1779

Athuganir: Hvanneyri
http://m.vedur.is/m/athuganir/stadir?w=1&s=1779

Forsíða farsímavefs
https://m.vedur.is/m/

Er núna (dæmi)

Spá: Hvanneyri
https://www.vedur.is/m/spar/stadaspar?w=1&s=1779

Athuganir: Hvanneyri
https://www.vedur.is/m/athuganir/stadir?lang=is&s=1779

Forsíða farsímavefs
https://www.vedur.is/m/

Enska útgáfa m.vedur.is -vefsins, eins og vefurinn sjálfur sagði og segir enn að hann sé, virkar þó enn, en bara ekki sú íslenska:

Spá Hvanneyri á ensku:
https://en.vedur.is/m/forecasts/areas?w=1&s=1779

Veðurstofan fær einkunnina: -0,1

Til að gera líf sitt sem einfaldast, þá er hægt að láta vafrann í farsímanum þínum vista þinn spá- og athugunarstað í skrifborð símans sem íkon. Restin (stöðvasiglingin um landið) er þá barnamatur. Þetta krefst ekki að app staðarnjósnakerfi símans þíns sé virkt (location service).

Uppfært: Samt hef ég grun um að hjáleið (redirect) sé að seytla í gegnum DNS-kerfið. En það var mikið, segi ég bara, eftir að vefurinn hefur ekki virkað í heila viku.

Gunnar Rögnvaldsson, 31.1.2019 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband