Leita í fréttum mbl.is

Myndir sem passa fordómum blaðamanna

Ég sé að blaðamaður sá sem framleiddi þessa frétt, sem krækt er á hér neðst, hefur fundið mynd sem passar fordómum hans. Til hamingju með það. Nú bíðum við spennt eftir næstu skrímslamyndum í öllum málum sem blaðamaðurinn skrifar um

En hér skal það uppýst sem ekki kemur fram í skrímslamynda-skreyttri fréttinni um hvað Trump sé vondur, að hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði ekki því banni sem ríkisstjórn forsetans hefur gefið út. Hann neitaði aðeins að stöðva þær tafir sem lægri réttur er að viðhafa í málinu. Hann tók ekki afstöðu til sjálfs bannsins, heldur einungis til þess hvort að hann myndi stöðva málstöfina sem hinn lægri réttur viðhefur. Þegar sú töf í málsmeðferð endar með dómi í hinum lægri rétti, og sem væntanlega mun ganga gegn Hvíta húsinu, þá verður því máli áfrýjað til hæstaréttar, sem þá mun dæma í málinu og bannið væntanlega taka gildi. Já Bandaríkin eru réttarríki

Svo óska ég öllum blaðamönnum áframhaldandi góðs sósíal-stríðsmanna-réttlætis-dansi á aðventunni. Sérstaklega þessum hér (Þýska Aftökublaðið Der Spiegel baðar sig sjálft í blaðamanna speglinum)

Meira kaffi?

Fyrri færsla

Mattis hættir hjá Trump


mbl.is Hæstiréttur hafnaði tilskipun Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Nýjasta innlegg þitt Gunnar um Der Spiegel og Trump sýna að forsetinn þarf að berjast á mörgum vígstöðvum. Nánast ógerningur fyrir hann að uppfylla öll kosningaloforðin. Sama gildir hjá Theresu May sem ætlar sætta sína óstilltu flokksarma. Veröldin breytist það hratt að slíkt virðist óvinnandi vegur. 

Samkvæmt skoðanakönnunum nú vilja fleiri Bretar aðild að ESB en þegar Cameron efndi til óupplýstra Brexit kosninga. Fimm milljarða múrinn á landamærunum Mexico er óbyggður og ólíklegt að af honum verði. Slíkir múrar standa aldrei lengi og eru alltaf tímabundin lausn. Ótrúverðugir kílómetrar á snjallsíma öld.

Eins og þú nefnir áður er dýpið meira og margar skýringar. Kalifornía er ríki Demókrata. Þegar flóttamennirnir frá Mexico fá kosningarétt hafa flestir kosið Demókrata. Trump hefur sýnt að hann ætlar að gera allt til að verða kosinn í annað sinn. Fæli hann erlent fjármagn frá og útflutningur dregst saman minnka líkurnar á endurkjöri. Ef það er satt að Tyrkir kaupi hergögn frá Bandaríkjunum þegar þeir fara frá Sýrlandi er kaup kaups aðferðin alltaf sú sama. Friðar það kjósendur hans í bili en á morgun getur taflið hafa snúist við? Hvers vegna skyldu stór erlend ríki vera að selja bandarísk skuldabréf í meira mæli en áður? Sterkur dollar? Hvenær er komið nóg. Evrópa hefur verið einn besti bandamaður Norður Ameríku og öfugt. Það kann að breytast og Evrópumenn hugsi meira á eigin nótum? Þýðir það ekki færri hergögn frá USA.

Veit að þú upplýsir okkur "góðu fíflin" meir um tröllið Trump. Íslenskir miðlar eru með frekar einslitar skýringar á alþjóðlegum stjórnmálum. Ameríka virðist alltaf koma á óvart, pólitíkin og fjármálamarkaðurinn eins og skeði við hrunið 2008. Stærsti miðillinn hér er ekki trúverðugur, kopí pest frá BBC? Útvarp Saga er með Moskvufréttir Pútíns, en einnig flóð mælgi frá Trump aðdáenda í Danmörku. Fullt af samsæriskenningum og þar er Soros öldungurinn í hásæti. Heldur fátæklegt og einfalt.

Sigurður Antonsson, 22.12.2018 kl. 21:36

2 identicon

Sæll Gunnar

Í raun það sama og Sigurður sagði. Við það má bæta að Trump mun mæta flóði af vandamálum í janúar! Ríkið verður líklega óstarfhæft  meira og minna næstu 2 ár. Trump fær það sem hann bað um, slagsmál  fyrir framan myndavélarnar.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 23.12.2018 kl. 04:45

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur herrar tveir.

Þið hélduð kannski að þær breytingar sem Trump var kosinn til að framkvæmda myndu ganga þegjandi og hljóðalaust fyrir sig? Breytingar eru breytingar. Það er svona sem þær fara fram. Læti.

Að breska blaðið Financial Times skuli hafa kosið George Soros mann ársins er hreint súrrealistískt, sérstaklega séð í ljósi árása hans á gjaldmiðil Bretlands árið 1992.

Ég sagði upp áskrift minni að blaðinu fyrir rúmlega ári síðan, því ég hélt hreinlega ekki lengur út að lesa fjölmiðil sem gengur út á Trump-hatur og að halda því að lesendum sínum að allt sé í góðu lagi í landinu og heiminum bara ef bankarnir séu opnir og með sogrörin föst niðri í ríkissjóði - og að það eina sem haldi heiminum uppi sé Evrópusambandið og nómenklattúra þess. FT er elítutært blað glóbalistahreyfinga imperíal sósíalista af verstu sort. Það á hvergi heima og er ekki í jarðsambandi við neitt nema banka, eins og sést á áróðri þess um að kosið verði aftur um Brexit bara af því að blaðið tapaði kosningunum. ESB-sovétblað það.

Að vera áfram í Sýrlandi úr þessu eykur ekki við né styrkir þjóðaröryggi bandarískra kjósenda. Já það er alltaf sagt voðalegt þegar Bandaríkin fara heim. Flestir vilja að þeir taki sjálfa sig með sér heim þegar þeir pakka saman og fara, en á meðan þeir eru, þá er þeim blótað til fjandans.

Múrinn er ekki uppfinning Trumps. Hann er loforð fyrri ríkisstjórna Repúblikana og Demókrata. Þessi mótþrói núna er einungis pólitískt gíslatöku stunt andstæðinga forsetans. Enginn þeirra hafði áhyggjur af þessu þegar fyrstu 1500 km voru byggðir. Þá var landamæraöryggi af því góða. En síðan þá hefur allt versnað til muna og ástandið er óbærilegt víða og réttætir heldur betur drastískar aðgerðir. Það eina sem stjórnarandstaðan hefur fram að færa er rógburður, skemmdarverk, móðursýki og lygar.

Það er aðeins einn fréttamiðill á Íslandi: Morgunblaðið. Restin er nýmarxistahreyfing glóbalista og hefur lítið með fjölmiðlun að gera. Kommaklattúra!

Já Tyrkir kaupa Patriot lofvarnarbatterí af Trump. Í staðinn hætta þeir við rússnesku kaupin og fá því áfram að vera í NATO, eða þar til og ef þeir þeir ganga of hart gegn Kúrdum og hætta að lögga ISIS. Í staðinn geta Bandaríkin einbeitt sér meira við byggingu Intermarium í Austur-Evrópu og gegn Kína og NK. Þeir geta ekki verið allsstaðar. Forgangsröðun verður að vera. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 23.12.2018 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband