Leita í fréttum mbl.is

Á 11. stund 11. dags 11. mánađar fyrir 100 árum

Auđlegđ ţjóđanna: Nýjasta stálstykkiđ á 1700 miljarđa króna hóf sjópróf sín í fyrra. Ţetta er enn eitt bandaríska ofurstálstykkiđ í röđ ellefu slíkra. Ađeins 153 ár eru liđin frá ţví ađ Bandaríkin lágu í rústum borgarastyrjaldar. Ekkert annađ ríki mannkynssögunnar hefur ráđiđ ríkjum á öllum höfum jarđar samtímis. Millistéttin er hryggsúlan og Trump er ađ styrkja hana

****

SVEFNGENGLAR KOMA EKKI AF STAĐ STYRJÖLD

Fyrri heimsstyrjöldin skall ekki á vegna fyrst og fremst svo kallađra "pólitískra svefngengla", eins og oft hefur veriđ haldiđ fram. Henni lauk 11. nóvember kl. 11 fyrir hundrađ árum. 20 milljón manns létu lífiđ

Ţýskaland rćđur í dag einu sinni enn ríkjum í Evrópu eins og ţađ gerđi 1871, 1914 og 1939. Hvađ gerist nćst veit enginn. En nú er komiđ ađ ţví ađ Ţýskaland fari enn einu sinni í brjálćđiskast og ţađ er nú ţegar byrjađ ađ taka nýja syrpu á Evrópu međ ţví ađ:

1. Tilskipa peningapólitískar kúgunarađgerđir gegn ríkjum Suđur-Evrópu og setja ríki ţeirra á annan endann fjárhagslega, efnahagslega og pólitískt séđ, eftir ađ hafa fyrst ţrýstidćlt inn á ţau illa fengu lánsfé međ útlánaskilmálum undir beltisstađ, međ ECB-seđlabankann í rassvasanum

2. Tilskipa kúgunarađgerđir gegn ţjóđum Austur-Evrópu til ađ neyđa ţau til ađ taka viđ hrikalegum afleiđingum vanhćfs kanslara Ţýskalands í innflytjendamálum, međ hótunum um ađ rúlla yfir nýfengiđ sjálfstćđi ţeirra, hlýđi ţau ekki

3. Tilskipa kúgunarađgerđir gegn Stóra-Bretlandi vegna Brexit

4. Hvetja önnur ríki í Evrópu til ađ gjaldfalla á skuldbindingum sínum í NATO međ ţví hlaupast sjálft á brott frá sínum eigin skuldbindingum ţar, og ţar međ eyđileggja varnarbandalagiđ sem mest innanfrá

5. Skilyrđa útkomur Evrópusambandsríkja úr áföllum, ţjóđerni ţeirra

Já tímarnir breytast, og um síđustu helgi sáum viđ ađ ţađ var ekki efnahagurinn sem skipti mestu máli í ţingkosningunum í Bandaríkjunum, eins og sífellt er tönglast á međ hakkavélum heimskunnar, međ til dćmis hinu ţreytta enska slagorđi "it is the economy stupid", heldur voru ţađ ríkiborgararéttindi og ţegnskapur í ţjóđríki sem skipti öllu máli ţar, eins og ţegar Bretar kusu ađ ganga úr Evrópusambandinu. Fólk vill búa í ţjóđríki. Ţađ vill ekki bara búa í hagkerfi eđa regluverki. Móđurástin, ţ.e. ástin á sínum nánustu, til dćmis sinni eigin ţjóđ, er hvorki pólitísk kenning né regluverk. Sífellt fleiri kosningar snúast um ţessi algeru tilvistarmál, sem eru frumforsendur velsćldar og alls annars

KERFISLĆGAR STYRJALDIR

Kerfislćgar styrjaldir verđa fyrst og fremst vegna ţess ađ ný ríki (veldi) eru ađ ryđja sér til rúms í veraldarhafinu. Og svo einnig vegna ríkja (velda) sem eru ađ sökkva í hinu sama pólitíska hafi heimsins

Fyrri heimsstyrjöldin varđ vegna ţess ađ ţrjú ný ríki voru ađ ryđja sér til rúms í heiminum: 1. Japan, 2. Ţýskaland og 3. Bandaríkin. Önnur ríki (veldi) voru ţvinguđ til hliđar og ţađ gekk ekki ţegjandi og hlóđalaust fyrir sig. Ţegar skipan heimsmála riđlast, ţá er um meiriháttar afleiđingar ađ rćđa

Allir sem hugsuđu hefđu átt ađ vita ađ stofnun Ţýskalands 1871 myndi hafa stórkostleg áhrif á önnur ríki í Evrópu og á heiminn allan. Ţađ sama gildir um Japan. En ţađ sem skipti mestu máli voru hin nýju Bandaríki Norđur-Ameríku í vestri

Frá lokum borgarastyrjaldar Bandaríkjanna 1865 og á nćstu 40 árum ţróuđust ţau úr stríđshrjáđu landi, yfir í ađ framleiđa helming alls ţess sem framleitt var í heiminum áriđ 1900. Já, stríđ geta stundum leyst mál. Ţarna urđu Bandaríkin ein ósundrandi ţjóđ. Blek á pappír á borđ viđ sjálfstćđisyfirlýsingar býr ekki til ţjóđir. Ţađ gerir hins vegar blóđ, sameiginlegar ţjáningar og trú, saga, tungumál og áföll

Ris Bandaríkjanna kostađi önnur ríki stöđuna sem heimsveldi. Og ţađ voru Bandaríkin sem í fyrsta skiptiđ í mannkynssögunni sendu tvćr milljóir manns úr nýja heiminum yfir í gamla heiminn til ađ koma í veg fyrir ađ ein pólitísk eining myndi ráđa yfir samfelldum landmassa frá ströndum Atlantshafs til Kyrrahafs, sem ógnađ gćti hinu nýja lýđveldi Bandaríkjanna međ tvennum vígstöđvum. Ţetta endurtóku ţau stuttu síđar í síđari fasa sömu styrjaldar

Í dag eru ţađ bćđi sökkvandi og rísandi ríki (veldi) sem móta söguna. Evrópa er ađ anda út sínum síđasta anda sem fyrrverandi ofaní fyrrverandi safn velda á borđ Egyptaland hiđ forna. Evrópa réđi heiminum í samfellt 500 ár. Sá tími er liđinn núna

Rússland er ađ sökkva sem síđasta veldiđ í Evrópu sem einhver áhrif hefur í sínum heimshluta. Međ falli Sovétríkjanna féll síđasta veldi Evrópu sem hafđi áhrifavald um allan heim; ţ.e. heimsáhrif. En Evrópa hefur ekki lengur neitt heimsáhrifavald í neinum mikilvćgum málum. Ţađ er rétt svo ađ um heimshlutavald er ađ rćđa, ţegar menn nefna Evrópu á nafn. En án Bandaríkjanna getur Evrópa ekkert, ţví Evrópa er ekki eitt-ríki og getur ekki orđiđ eitt-ríki og verđur aldrei eitt-ríki. Ţannig er stađa Evrópu orđin í dag

Og nú virđist tími Rússlands og Ţýskalands kominn til ađ hverfa af sögusviđinu sem heimshluta-veldi. Ţađ mun ekki ganga ţegjandi og hljóđalaust fyrir sig. Ekkert getur stöđvađ ţetta ferli, sýnist mér

Nćstu 500 árin í mannkynssögunni verđa í nafni Bandaríkja Norđur-Ameríku. Austurhvel jarđar, gamli heimurinn, er ađ brotna upp í pólitískar öreindir

Um daginn spurđi ég: "Er ţađ kannski einber tilviljun ađ gengi gjaldmiđla Rússlands, Tyrklands og Írans (Sýrland-potturinn) er á hrađri niđurleiđ, gagnvart Bandaríkjadal?

Ef ţetta er ekki tilviljun, hver skyldi ţá samnefnari ţessa sameignlega gengisfalls ţessara ţriggja gjaldmiđla vera?"

Svariđ er ţetta; Ţessi ţrjú ríki eru andsnúin Bandaríkjunum. Ţađ er ţađ sem er ađ gerast. Slíkt er heimsáhrifavald Bandaríkjanna ađ erfitt er ađ sameinast gegn ţeim. Ţađ kostar. En hér er ekki um vísvitandi ađgerđ af hálfu Bandaríkjanna ađ rćđa. Heldur er ţetta einungis dćmi sem sannar hvađ ţađ getur kostađ ađ sameinast gegn Bandaríkjunum. Markađurinn hugsar sitt og leitar í skjól tilvistarlegs öryggis. Slíkt pólitískt tilvistaröryggi er nú ađeins ađ finna á Vesturhveli jarđar í dag. Og svo mun verđa um langa framtíđ. Austurhveliđ -gamli heimurinn- er ađ brotna upp

Almenningsálit hefur aldrei veriđ áhrifavald í heiminum. Ţađ er eins og andvari eđa goluţytur. Soft-power er einungis háskóla-fetismi til ađ breiđa yfir ekkert-vald. Mjúkt-vald án raunverulegra valda er ekkert-vald

Krćkja

Victor Davis Hanson, sagnfrćđingur og bóndi: The 11th Hour of the 11th Day of the 11th Month—100 Years Ago

Fyrri fćrsla

Evrópa ćtti ađ stóla á hernađarmátt Pútíns


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Lygaveitan DDRÚV sagđi rétt áđan í sjónvarps-kvöldfréttum ađ Donald J. Trump forseti Bandaríkjanna hefđi varla veriđ lentur í Frakklandi, vegna minningarathafnar um Fyrri heimsstyrjöldina, er hann tók til viđ ađ móđga Emmanuel Macron forseta Frakklands "fyrir ţađ ađ vilja stofna Evrópuher".

Hiđ rétta er ađ Donald J. Trump sagđi ađ ţađ vćri móđgandi fyrir Bandaríkin ađ Macron sagđi ađ stofna ćtti Evrópuher til ađ verjast Bandaríkjunum, eins og Macron sagđi í vikunni. En ţar sagđi forseti Frakklands ţetta:

"We have to protect ourselves with respect to China, Russia and even the United States of America," (AFP)

Hér er ţađ sem bandaríski forsetinn sagđi:

President Macron of France has just suggested that Europe build its own military in order to protect itself from the U.S., China and Russia. Very insulting, but perhaps Europe should first pay its fair share of NATO, which the U.S. subsidizes greatly! (hér).

Ţađ er slćmt ađ geta varla opnađ fyrir DDRÚV án ţess ađ ţurfa ađ hlusta á 100 prósent lygar og ađ ţurfa ađ borga fyrir lygar, hrein ósannindi og lćvísan áróđur. Ţađ versta er ađ ég er neyddur til ađ borga fyrir ţetta DDRÚV-apparat í Austurberlínarbćli Reykjavíkurborgar. Hvernig stendur á ađ ţetta fyrirbćri er liđiđ?

Gunnar Rögnvaldsson, 10.11.2018 kl. 19:44

2 Smámynd: Sigurđur Kristján Hjaltested

Góđur pistill hjá ţér ađ venju.

Hernig vćri ađ spyrja kúlúlánadrottninguna

í Viđreisn, sem kom ţessu andskotans kommúnista gjaldi á..??

2 milljarđar rúmir afskirfađir út af 7 hćgri og situr

ennţá á ţingi, ásamt mörgum fleirum, sem finnst ţađ

bara í lagi ađ ţjóđin blćđi fyrir ţeirra gjörđir.

Svo trompađi hún allt međ ţví ađ eyđileggja skólakerfiđ

međ "skóli án ađgreyningar".

Merkilegt hvađ ţrćlslundinn og hjarđhegđun

Íslendinga er mikil.

Annars stađar, vćri meirihluti ţeirra sem á ţingi

sitja komnir á bak viđ lás og slá.

Svo einfallt er ţađ.

Sigurđur Kristján Hjaltested, 10.11.2018 kl. 22:22

3 Smámynd: Borgţór Jónsson

Ţađ er skemmtilegt ađ byrja greinina međ mynd af Bandarísku stálstykki. Flestir eru í dag sammála um ađ slíkt stálstykki er algerlega gagnslaust í átökum stórţjóđa. Ef til átaka kćmi vćri engin leiđ önnur fćr, en ađ reyna ađ forđa stálstykkinu eins langt frá átakasvćđinu og hćgt vćri.Sennilega mundi ţađ ekki duga.

.

Ţú bendir ţó réttilega á ađ Evrópa er skelfilega varnarlaus gagnvart ofríki Bandaríkjanna ,eins og berlega hefur komiđ í ljós í  Íransdeilunni. Ţađ er samt nokkur munur á getu Evrópuríkja til ađ vernda sjálfstćđi sitt.

Rússland hefur ađ sjálfsögđu algera sérstöđu í ţessum efnum.

Bandaríkjamenn geta einfaldlega ekki gert neitt sem skiftir máli til ađ koma í veg fyrir uppgang Rússa. Rússar eru einfaldlega miklu betur stćđir en Bandaríkjamenn ,ţannig ađ efnahagsátök milli ţessara ríkja mundu enda međ ósigri Bandaríkjanna. Ţetta vita Bandaríkjamenn vel,enda gera ţeir ekkert nema búa til hávađa og setja efnahagsţvinganir á eitthvađ sem engu máli skiftir. Síđast var ţađ hótel og heilsubađstađur á Krímskaga. Ég er viss um ađ Putin skelfur á beinumum yfir ađ ţetta hótel skuli ekki lengur fá ferđamenn frá Bandaríkjunum.

Einu sinni gengu ţeir of lang,ţegar ţeir settu ţvinganirnar á Deripaska. Putin barđi á puttana á ţeim eins og honum er einum lagiđ og ţeir drógu ţvinganirnar til baka. Enginn hefur nefnt Deripaska á nafnn í sex mánuđi.

Heimurinn er ađ breytast,ný bandalög eru ađ myndast og á ţessari stundu er afar erfitt ađ sjá hvernig mál muni ţróast.Trúlega munn ESB líđa undir lok og ríkin mynda ný tengsl eftir ţví hvernig hagsmunir ţeirra liggja. Einnig breytir ţarna miklu hversu varnarlaus ţessi ríki eru gagnvaat Bandaríkjunum. Ef vel gengur mun hernámi Bandaríkjanna á Evrópu linna á komandi árum og sum ríkin ţar munu öđlast sjálfstćđi ađ nýju.

Eitt er nćsta augljóst í stöđunni eins og hún er í dag.Engilsaxnesku ríkin eru ađ einangrast. Svo er spurning hvađa ríki fylgja ţeim í útlegđina. Mér finnst auđséđ ađ Pólland mun fylgja ţeim. Líklega Frakkland,ekki af ţví ađ ţeir vilji ţađ heldur af ţví ađ ţeir standa svo veikt efnahagslega ađ ţeir geta trúlega ekki annađ. Svo er spurning um Ítalíu og Spán.

Ég spái ađ Ţýskaland og Austurríki muni snúa sér til austurs. Ţar liggur framtíđin og mér ţćtti einkennilegt ef Ţjóđverjar vilji ekki sitja viđ eldana.

Ţér sýnist stađan í Evrópu vera svipuđ og var í Austur Evrópu á árunum fyrir fall Sovétríkjanna. Gömlu leppríki Sovétríkjanna áttu allt sitt undir hernámsríkinu og valdastéttin var tiltölulega sátt viđ stöđuna eins og hún var ,en almenningur var farinn ađ ókyrrast. Sambandiđ viđ Sovétríkin var ekki lengur ađ skila sér í lífsgćđum og Sovétiđ átti í vaxandi vandrćđum međ ađ sjá um varnir Varsjárbandalagsins. Hernámiđ var ekki lengur hagkvćmt.

Sama gegnir um Evrópu nútímans. Hernámiđ Bandaríkjanna er ekki lengur hagkvćmt,heldur kvöđ.

Bandaríkin róa nú lífróđur til ađ halda í heimsyfirráđin. Bardaginn stendur um allann heim eins og viđ erum ađ verđa vitni ađ. Bandaríkin munu tapa ţessari baráttu. Líkt og í heimstyrjöldinni síđari gegn Nasistum,hafa Rússar nú  sýnt ítrekađ ađ Bandaríkin eru ekki ósigrandi. Í seinni heimstyrjöldinni varđ ţetta til ţess ađ önnur ríki komu smá saman til hjálpar á síđustu metrunum og ýttu sigrinumm yfir marklínuna.

Ţó ađ ţetta hafi veriđ meira táknrćnt,ţá verđur ekki annađ sagt en ađ ţađ hafi skift máli. Evrópubár hafa alltaf veriđ svolítiđ feimnir viđ ţessar stađreyndir eins og sjá mátti á uppröđuninni á minningarathöfninni í Frakklandi nýveriđ.

Fulltrúi Rússlands,sem bar tćp 60% af kostnađinum viđ ađ berja niđur Nasisata og hlaut mestallt mannfalliđ ,sat á vćngnum međan fulltrúi Ţýskalands og Bandaríkjamanna,sem kom inn í stríđiđ á elleftu stundu til ađ hirđa stríđsgróđa ,sátu í öndvegi. 

Ţađ hefđi veriđ eđlilegra ađ sjá Rússa og Breta í öndvegi,enda lögđu Bretar meira af mörkum en Bandaríkjamenn,loksins ţegar ţeir skriđu upp úr kjöllurunum,hundblautir eftir Ermarsundiđ forđum. Bretar telja ţennan flótta eitt merkasta hernađarafrek sögunnar,nćst á eftir göngu Móses yfir Rauđa hafiđ.

Margir láta villast af skarkalanum sem kemur frá Bandaríkjum og ţađ er svosem elđilegt,en í raun eru ţetta fjörbrot heimsveldis,en ekki heimsveldiđ ađ sýna mátt sinn. Rússar hafa sýnt ađ Bandaríkin eru ekki einráđ og nú er hvert ríkiđ á fćtur öđru ađ teygja varfćrnislega úr vćngjunum og eru byrjuđ ađ taka sjálfstćđar ákvarđanir. Öll öflugustu ríki heims eru í dag ađ auka samskifti sín viđ Rússland og skapa nýtt hagkerfi til framtíđar međ ţáttöku ţeirra. Ţetta gerist ekki á einni nóttu,en ţađ gerist. Rússland er kjölfestan í ţessari ţróun enda hefur Putin undirbúiđ ţetta af kostgćfni í meira en áratug og aldrei kvikađ.

Hernađarvél Bandaríkjanna er orđin bitlaus. Hún missti vígtennurnar í Sýrlandi. Nú fer hún ekki lengur ,lengra en Rússar og Kínverjar leyfa. Ţessi maskína sem kostar Bandaríkjamenn trilljón dollara árlega skilar ekki lengur hagnađi.

Efnahagsveldiđ er ađ niđurlotum komiđ. Ţó ađ ţađ bíti enn, ţá gengut klukkan á ţá. Tikk Takk, Tikk Takk.  Saudi Arabar eru núna lífakkeri ţess ,en ţeir kaupa nú Bandarísk ríkisskuldabréf eins og enginn sé morgundagurinn eftir ađ Rússar,Kínverjar,Indverjar og Japanir fóru ađ draga saman eignir sínar í ţessum bréfum. illu heilli eru Saudar ekki sérlega traustir í ţessum efnum.

Nćsta stóra áfall verđur hrun í Bandarískri olíuframleiđslu. Sex af tíu fracking olíufyrirtćkjum eru rekin međ tapi. Flest međ miklu tapi,ţrátt fyrir frekar hagstćtt olíuverđ í dag. Ţađ er ekki hćgt ađ bjarga ţeim til lengdar nema međ ríkisstyrkjum. Ţarna er 200 milljarđa pakki í uppsiglingu. Ef ríkiđ grípur ekki inn í, mun olíuframleiđslan dragast saman um 25% á nćstu árum.

Til samanburđar má geta ađ Enron skuldin var 70 milljarđar.

Ţađ er ţví bjart framundan fyrir frelsisunnandi sálir. Til hamingju.

Borgţór Jónsson, 11.11.2018 kl. 18:51

4 Smámynd: Borgţór Jónsson

Til ađ enda ţetta á gleđilegum nótum,ţá rakst ég á skemmtilega grein í Business Insider um hátiđar hersýningu sem haldin var í Moskvu 7. nov.

Hún var farin til ađ minnast fyrsta sigurs Sovétmanna yfir nasistum.

Ţann 7. nóv 1941 var hersýning í Moskvu í miđju stríđinu.  Ţetta ţótti afar dirfskufullt ,enda voru Nasistar ađeins fáa kílómetra frá borginni og ekki horfđi sérlega vel.

Ţó ađ Stalín hafi veriđ beggja handa járn,var hann áróđurssnillingur. Ţessi hersýning og rćđa sem hann hélt á torginu ,stappađi duglega stálinu í bćđi almenning og Rauđa Herinn og viđ vitum hvernig fór. Í stađ ţess ađ flýja borgina eins og stefndi í snérist almenningur til varnar ásamt hernum. Úr ţessu varđ fyrsta orustan sem nasistar töpuđu í stríđinu.

Greinin.

http://uk.businessinsider.com/parade-in-moscow-marks-russias-first-defeat-of-german-army-in-wwii-2018-11?utm_referrer=https%3A%2F%2Fzen.yandex.com&r=US&IR=T/#the-2018-reenactment-included-about-5000-troops-dressed-in-uniforms-from-the-period-vintage-soviet-t-34-tanks-and-other-world-war-ii-era-weapons-were-also-on-hand-1

Stalín gerđi fleira til ađ smyrja stríđsvélina.

 Fyrir stríđiđ var Internationalinn einskonar ţjóđsöngur Sovétmanna. Gallinn var ađ ţetta lag höfđađi ekki sérlega mikiđ til Rússnesks almennings.

Til ađ fylkja almenningi saman lét Stalín gera nýjann ţjóđsöng ,sem er ţjóđsöngur Rússa enn ţann dag í dag,en ađ sjálfsögđu međ nýjumm texta.

Ţessi ţjóđsöngur hefu margsinnis veriđ kosinn fallegasti ţjóđsöngur veraldar ,ţannig ađ hann er algert "hit" eins og sagt er.

Hér er ţessi ţjóđsöngur fluttur á eins árs afmćli sameiningar Krímskaga viđ hina miklu móđur, Rússland.

Ţađ hrífur mann međ ađ sjá einlćga gleđina í augum fólksins.Ţađ hlýtur ađ ţurfa verulega kaliđ hjarta til ađ vilja slökkva ţessa gleđi.

Svolítiđ eins og sjálfstćđi Íslendinga hefđi veriđ afturkallađ stuttu eftir 17 júní 1944..

Hér eru myndir frá hátíđinni.

https://www.youtube.com/watch?v=h9RwYPsVpfM  

Borgţór Jónsson, 11.11.2018 kl. 20:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband