Leita í fréttum mbl.is

Staða vinstrimanna í dag er vond

Páll Vilhjálmsson benti á súrrealískan Egil Helgason í gær. Sú ábending átti einkar vel við. Af aðdáendunum skulu menn þekkja góðu fréttamennin. Time bað líka um að fá að taka mynd af Steve Bannon, ráðgjafa Donalds Trump, sem er fyrrum starfsmaður á öskuhaugum, sjóliðsforingi og bankamaður, og fékk það. En svo birtist hins vegar myndin af Steve sem stafræn afbökun á forsíðu tímaritsins, þar sem húð og andlit fórnarlambsins voru hönnuð til með hatri og fyrirlitningu Time á kjósendum Trumps. Það þarf jú að selja þetta tímarit góða fólksins

Þegar vinstrimen ruddu sér til rúms sem stjórnmálaflokkar sósíaldemókrata og vinstrimanna í byrjun 20. aldar, var allt vont í þessum heimi hinum efnuðu og ríku að kenna. Þá voru það kapítalistarnir sem voru þeir vondu. En svo urðu vinstrimenn efnaðir -oft sem opinberir starfsmenn og menntamenni úr miðaldalegu heiðnikirkjuveldi háskólanna- og þá breyttist pólitísk stefna þeirra í það, að allt vont í þessum heimi væri minna efnuðu og fátæku fólki að kenna, það er að segja, kjósendum Trumps, Brexit og andstæðingum landráðalegra Icesave samninga. Allt vont er þeim að kenna

Þetta er staða vinstrimanna í dag. Þeir vondu í dag, eru fátæklingarnir sem stefna vinstrimanna bjó til. Það eina sem hræsni-stefna vinstrimanna gat yfir höfuð búið til

Fimm auðveldar fyrri færslur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband