Leita í fréttum mbl.is

Íhaldsmenn sluppu við Kommúnisma-eitt og tvö

Kommúnismi-1 réði í loftslögum menntamanna í kringum aldamótin 1900. Hann átti að gera heiminn réttlátan og voru menntamenn vissir um sigur hans yfir fátækt og kúgun í heiminum. Alveg vissir. Handvissir. En hann endaði sem versta fátæktargildra mannkynssögunar í framkvæmd og abstraktsjón. Og hann endaði einnig sem heil úthöf full af blóði þeirra sem frelsa átti frá kúgun og fátækt. Þessi kommúnismi endaði með að drepa 100 milljón manns þegar hann var leystur af hólmi árið 1990

Kommúnismi-2 er alþjóðavæðingin (abstrakt útópía í anda Kommúnisma-1) og svo kölluð "frjáls-viðskipti" (afskræmd abstraktsjón). Sú útópía hófst þar sem útópía númer eitt endaði. Hún átti einnig að gera heiminn frjálsan og réttlátan og voru ákafir menntamenn handvissir um sigur hans yfir fátækt og kúgun í heiminum. Sérstaklega ef svo kölluð "frjáls viðskipti" réðu för. Alþjóðavæðingin og hin "frjálsu viðskipti" byggjast einnig á því að láta aðra borga og blæða. Og þannig viðskipti hafa ekkert með upprunalegu kenninguna um frjáls viðskipti að gera, en sú kenning byggist á jafnvægi. Þetta segir til dæmis skákmaðurinn Peter Thiel sem stofnaði greiðsluþjónustuna PayPal. Og ef menn nenna ekki að hlusta á það sem Michael Pettis hefur að segja um "frjáls viðskipti", þá sjá brátt allir að hinir heyrnarskertu synda naktir

Þessi kommúnismi-2 lét lífið víða hér á jörð, og sérstaklega, skyldi maður ætla, hér á landi árið 2008. Nema kannski í forstokkuðum vested interest pörtum Sjálfstæðisflokksins, að sjálfsögðu. En þrátt fyrir brottför hinna forstokkuðu harðlínukomma-2 úr flokknum yfir í Viðreisn, þá er samt enn kropið of mikið við 1991-altarið enn, af gömlum en heilaþvegnum vana. Og menntamennin, já menntamennin, sem höfðu ekki snefils vit á Sovétríkjunum og hruni þeirra, né á því sem gerðist frá 1991 til 2008 og vita ekki enn, halda enn kommamessur-2 sínar í Valhöll og í útibúum Austur-Berlínar Reykjavíkur. Nú á að fá það menntalið sem vissi ekkert frá upphafi til enda hvaða böl ESB-aðild var og þýddi: og sem vissi ekkert um hvaða og hvers konar böl EMU var og þýddi (peningapólitískt myntbandalag ESB og lokafasi hins örkumlandi ERM): og sem vissi ekkert um hvaða böl alþjóðavædd banka- og fjármálabóla var og þýddi: og sem vissi bara alls ekkert um hvaða böl Icesave var og þýddi, en sem mælti samt með þessu öllu og hótaði Norður-Kóeru og Kúbu ef þjóðin gengi ekki fyrir kommabjörg þeirra: já nú á að láta þetta uppblásna fólk úr sinni eigin örorkuskapandi menntabólu -sem er jú orðin dýrasta bóla sem Vesturlönd hafa mátt bæði þola og fjármagna- já nú á að láta þetta fólk segja íslensku þjóðinni hvað hún á að hugsa um síðasta tilbrigðið úr töfraflautum menntamanna, nefnilega hinn þriðja orkumálapakka ESB-pakksins í Brussel: ACER!

Að enn skuli ekki kvikna tært og sýnilegt vitavarðarljós á perum neins staðar í Valhöll, sýnir okkur það, að þá höll þarf brátt að gasa með svo þykkum taðreyk að ilmurinn hverfi þaðan aldrei, því sá gamli er greinilega horfinn og nýkommafýlan sest þar föst

Sért þú hins vegar Íhaldsmaður, þá komstu hjá því já, og slappst við það já, að láta bæði kommúnisma eitt og tvö bora út á þér hausinn. Kerlingabókunum í Sjálfstæðisflokknum þurfa flokksmenn að kveikja í, eða tortímast ella. Þessi dauðhættulegi divergens frá edrú upphafinu, gengur ekki lengur

Gunnar er Íhaldsmaður í Sjálfstæðisflokknum 

Fyrri færsla

Tíu ár liðin frá gjaldþroti sérfræðinnar 2008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svo einkennilega vill til að um þessar mundir fékk ég bréf sem tilkynnti að erindum mínum í Valhöll væri lokið(;--Tannlæknirinn minn elskulegur er hættur hann starfaði þarna,ég mun ekki vaða taðreykinn þar framar oj! 

Helga Kristjánsdóttir, 16.8.2018 kl. 06:56

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka innlit Helga.

Það var slæmt að honum skyldi ekki takast að troða einhverjum tönnum í bitlausa flokksforystuna, svo hún þurfi ekki eingöngu að lifa á mjúku og fortuggnu fæði frá mömmu í Brussel.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 16.8.2018 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband