Leita í fréttum mbl.is

Íhaldsmenn sluppu viđ Kommúnisma-eitt og tvö

Kommúnismi-1 réđi í loftslögum menntamanna í kringum aldamótin 1900. Hann átti ađ gera heiminn réttlátan og voru menntamenn vissir um sigur hans yfir fátćkt og kúgun í heiminum. Alveg vissir. Handvissir. En hann endađi sem versta fátćktargildra mannkynssögunar í framkvćmd og abstraktsjón. Og hann endađi einnig sem heil úthöf full af blóđi ţeirra sem frelsa átti frá kúgun og fátćkt. Ţessi kommúnismi endađi međ ađ drepa 100 milljón manns ţegar hann var leystur af hólmi áriđ 1990

Kommúnismi-2 er alţjóđavćđingin (abstrakt útópía í anda Kommúnisma-1) og svo kölluđ "frjáls-viđskipti" (afskrćmd abstraktsjón). Sú útópía hófst ţar sem útópía númer eitt endađi. Hún átti einnig ađ gera heiminn frjálsan og réttlátan og voru ákafir menntamenn handvissir um sigur hans yfir fátćkt og kúgun í heiminum. Sérstaklega ef svo kölluđ "frjáls viđskipti" réđu för. Alţjóđavćđingin og hin "frjálsu viđskipti" byggjast einnig á ţví ađ láta ađra borga og blćđa. Og ţannig viđskipti hafa ekkert međ upprunalegu kenninguna um frjáls viđskipti ađ gera, en sú kenning byggist á jafnvćgi. Ţetta segir til dćmis skákmađurinn Peter Thiel sem stofnađi greiđsluţjónustuna PayPal. Og ef menn nenna ekki ađ hlusta á ţađ sem Michael Pettis hefur ađ segja um "frjáls viđskipti", ţá sjá brátt allir ađ hinir heyrnarskertu synda naktir

Ţessi kommúnismi-2 lét lífiđ víđa hér á jörđ, og sérstaklega, skyldi mađur ćtla, hér á landi áriđ 2008. Nema kannski í forstokkuđum vested interest pörtum Sjálfstćđisflokksins, ađ sjálfsögđu. En ţrátt fyrir brottför hinna forstokkuđu harđlínukomma-2 úr flokknum yfir í Viđreisn, ţá er samt enn kropiđ of mikiđ viđ 1991-altariđ enn, af gömlum en heilaţvegnum vana. Og menntamennin, já menntamennin, sem höfđu ekki snefils vit á Sovétríkjunum og hruni ţeirra, né á ţví sem gerđist frá 1991 til 2008 og vita ekki enn, halda enn kommamessur-2 sínar í Valhöll og í útibúum Austur-Berlínar Reykjavíkur. Nú á ađ fá ţađ menntaliđ sem vissi ekkert frá upphafi til enda hvađa böl ESB-ađild var og ţýddi: og sem vissi ekkert um hvađa og hvers konar böl EMU var og ţýddi (peningapólitískt myntbandalag ESB og lokafasi hins örkumlandi ERM): og sem vissi ekkert um hvađa böl alţjóđavćdd banka- og fjármálabóla var og ţýddi: og sem vissi bara alls ekkert um hvađa böl Icesave var og ţýddi, en sem mćlti samt međ ţessu öllu og hótađi Norđur-Kóeru og Kúbu ef ţjóđin gengi ekki fyrir kommabjörg ţeirra: já nú á ađ láta ţetta uppblásna fólk úr sinni eigin örorkuskapandi menntabólu -sem er jú orđin dýrasta bóla sem Vesturlönd hafa mátt bćđi ţola og fjármagna- já nú á ađ láta ţetta fólk segja íslensku ţjóđinni hvađ hún á ađ hugsa um síđasta tilbrigđiđ úr töfraflautum menntamanna, nefnilega hinn ţriđja orkumálapakka ESB-pakksins í Brussel: ACER!

Ađ enn skuli ekki kvikna tćrt og sýnilegt vitavarđarljós á perum neins stađar í Valhöll, sýnir okkur ţađ, ađ ţá höll ţarf brátt ađ gasa međ svo ţykkum tađreyk ađ ilmurinn hverfi ţađan aldrei, ţví sá gamli er greinilega horfinn og nýkommafýlan sest ţar föst

Sért ţú hins vegar Íhaldsmađur, ţá komstu hjá ţví já, og slappst viđ ţađ já, ađ láta bćđi kommúnisma eitt og tvö bora út á ţér hausinn. Kerlingabókunum í Sjálfstćđisflokknum ţurfa flokksmenn ađ kveikja í, eđa tortímast ella. Ţessi dauđhćttulegi divergens frá edrú upphafinu, gengur ekki lengur

Gunnar er Íhaldsmađur í Sjálfstćđisflokknum 

Fyrri fćrsla

Tíu ár liđin frá gjaldţroti sérfrćđinnar 2008


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svo einkennilega vill til ađ um ţessar mundir fékk ég bréf sem tilkynnti ađ erindum mínum í Valhöll vćri lokiđ(;--Tannlćknirinn minn elskulegur er hćttur hann starfađi ţarna,ég mun ekki vađa tađreykinn ţar framar oj! 

Helga Kristjánsdóttir, 16.8.2018 kl. 06:56

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ţakka innlit Helga.

Ţađ var slćmt ađ honum skyldi ekki takast ađ trođa einhverjum tönnum í bitlausa flokksforystuna, svo hún ţurfi ekki eingöngu ađ lifa á mjúku og fortuggnu fćđi frá mömmu í Brussel.

Kveđjur

Gunnar Rögnvaldsson, 16.8.2018 kl. 10:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband