Leita í fréttum mbl.is

Tíu ár liðin frá gjaldþroti sérfræðinnar 2008

Michael Pettis um tolla

Mynd: Lesa hér. Horfa: Pettis hafði rétt fyrir sér um Kína á meðan allir aðrir höfðu rangt fyrir sér

****

Fyrir rétt rúmlega 10 árum síðan, þann 7. ágúst 2008, réðst Rússland inn í Georgíu. Sex vikum síðar féll Lehmans-bræðra bankinn. Þessir tveir atburðir mörkuðu endalok þess heims sem varð til í kjölfar Síðari heimsstyrjaldarinnar. Frjáls verslun hafði ekki gert heiminn öruggan og sérfræðingar klesstu alþjóðavæddum heiminum með sölu á hlutum sem þeir vissu ekkert um og sem reyndust loft. Þeir reyndust ekki vera sérfræðingar

Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðastofnanir höfðu heldur ekki komið í veg fyrir þessi endalok, heldur þvert á móti stuðlað að þeim. Evrópusambandið hafði heldur ekki komið í veg fyrir neitt, heldur aðeins gert Evrópu verri en hún var

Áratuga "frjáls viðskipti" höfðu ekki læknað heiminn og allur sá ofboðslegi massi fólks sem naut ekki góðs af þeim, sat mun verra eftir í sínu og leiddist biðin eftir árangrinum, á meðan hinir fáu böðuðu sig í fossandi alþjóðapeningum í vissum hverfum vissra stórborga heimsins

Kína hafði ekki breyst úr vondu í gott við allt það sem að þeim var rétt úr vösum hinna mörgu sem biðu svo lengi eftir kraftaverkum frjálsra viðskipta, fastir á fjóshaugum Vesturlanda. Kína varð einungis að hættulegu einræðisríki með vindil

Sérfræðingarnir héldu að Rússland væri að eilífu hætt að hugsa um þjóðarhagsmuni sína - og þeir yfirtóku NATO. En Rússland mætti aftur til sögunnar, þrátt fyrir ESB-skriffinna NATO

Bændur urðu lægst launaða stétt Vesturlanda á þessu tímabili "frjálsra viðskipta" á meðan sérfræðingarnir skófluðu í sig

Já það er nú það. Kristian Thulesen Dahl, formaður danska Þjóðarflokksins, sem er næst stærsti stjórnmálaflokkur Danmerkur, sagði því á flokkssamkomu á miðvikudaginn að Danmörk ætti ekki að segja sig úr Evrópusambandinu alveg strax. "Við leggjum ekki til útgöngu fyrr en að valkostur við ESB-aðild liggur fyrir. En strax og Bretland er komið út, þá er sá valkostur fyrir hendi", sagði hann

Ungverjaland tók í sömu vikunni ákvörðun um að hætta fjármögnun á "kynjafræðum" í háskólum landsins. Þær námsgreinar verða því aflagðar í ungverskum háskólum. "Háskólapróf eiga að byggja á vísindum. Kynjafræði snúast meira um Marx-Lenínisma og álíka hugmyndafræði en um vísindi", sagði Bence Rétvári í mannauðsráðuneyti Ungverjalands. En þau "fræði" þekkja Ungverjar allt of vel frá fyrri tíð svartra sovéskra fræða

Nú er sem sagt eftirstríðs-heimurinn liðinn undir lok, og miklar breytingar eru nú þegar að eiga sér stað, - og enn meiri eru jafnframt í vændum. Aldir Íhaldsmanna eru líklega að renna upp á ný og leiðir Líberalista og Íhaldsmanna eru skilja. Þeir voru aldrei eitt og sama stjórnmálaaflið, þó svo að þeir snéru bökum saman í baráttunni við alræðisöfl tuttugustu aldar

Gunnar er Íhaldsmaður í Sjálfstæðisflokknum  

Fyrri færsla

Gengisfall í evru-Evrópu og nágrenni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ûngverjar ekki af baki dottnir.það er svo margt í heims sögunni sem þú kannt skil á Gunnar og gott að lesa. Nú vil ég prófa hvort ég get sent þetta þótt ég hafi í klaufaskap slitið internet tengingu á móður tölvunni. Er svo glær og löt að redda tækni atriðum þegar ég get alltaf kallað á einhvern til hjálpar.

Helga Kristjánsdóttir, 13.8.2018 kl. 02:14

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein Gunnar. Ég var einmitt að hugsa á þessum nótunum en hér er Ameríkani í heimsókn(hjón) hjá dóttur og tengdasyni og barst talið að Trump og auðvita voru þessi hjón Trump fólk enda framkvæmdamaður atvinnu húsnæðis geiranum. Hann sagði að það versta er skortur á verktökum og allmennt mönnum í vinnu.

Þetta segir mér að velgengni vestan hafs er meiri en opinberar tölur segja t.d atvinnuleysi ofl. en þær koma yfirleitt ekki fyrr en mörgum mánuðum eftir raunveruleikan. Nái Trump að klára sitt dæmi þá á hann greiða leið sem forseti fyrir næsta tímabil. 

Valdimar Samúelsson, 13.8.2018 kl. 09:33

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér góðar kveðjur Helga

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 13.8.2018 kl. 13:49

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Valdimar.

Já, þá er bara að bjóða betri laun og þá koma fleiri út á vinnumarkaðinn og atvinnuþátttakan réttir úr kútnum. Þaðan er nóg af nýju fólki að hafa, séu launin rétt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.8.2018 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband