Leita í fréttum mbl.is

Á meðan Ísland er selt: "getum ekkert að gert" volið, einu sinni enn

Þetta er sama "við getum ekkert að gert" volið og var viðhaft þegar bankahrunið var að búa um sig. Sakleysi, vanræksla og kæruleysi. Þegar 1 til 51 prósent af Íslandi er komið á erlendar hendur þá verður ekki eitt látið yfir alla ganga og það verður ekki gaman, því það mun ekki ganga jafnt yfir alla. Auðmenn með ágirnd á landi í vörslu pólitískra sakleysingja ganga aldrei jafnt yfir alla, eins og sagan sýnir. Og það þýðir ekkert að reyna að hvítþvo þetta með akademískum rökum né náttúru-hitt-eða-þetta sjónarmiðum né kjölfestum "fjárfestum" alþjóðlegra peningadalla, sem enginn veit hvaða farm eru með í lestunum. Við eigum nóg af peningum sjálf og höfum ekkert að gera við sama glóballar-kjölfasta flóð- og fjöru peningadraslið og síðast

Það er merkilegt að núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins skuli svona samviskusamlega neita að standa fast með Íslandi, liggur manni við að segja, við hvert einasta tækifæri sem henni býðst til að sýna dug. Til hvers eruð þið þarna. Eruð þið kannski að verða bensínlaust jólaskraut?

Hvar ætlið þið að stöðva söluna á Íslandi. Við 1 prósent eða 90 prósent? Af hverju ekki stöðva hana strax, því allir vita að þetta verður að stöðva. Hvað er að ykkur? Ætlið þið áfram auglýsa útsölu á Íslandi um allan heim eða ekki?

Sýnið dug!

Fyrri færsla

Fjárfestar rifu fésið af Facebook Inc.


mbl.is „Eitt verður yfir alla að ganga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Það þýðir lítið að skella skuldinni á "saklausa" stjórnmálabullur. En í stað að spyrja, hvort Ísland sé ekki Lýðræði og ef svo er ... hvar er "festa" fólksins, og samstaða ... og hvar er "Víkinga" andinn, þar sem mæður segja við syni sína þegar þeir segja að sverð þeir sé alinn styttra en óvinanna "gaggtu bara einu skrefi nær góði".

Þetta svokallaða "fólk" er og hefur alltaf verið heimskt, bæði á Íslandi og annars staðar og lætur leiða sig út alls slags vitleysur, eins og síðari heimstyrjöldina. Meira segja í dag, gengur "almenningur" um, og hefur gaman af að hlíða "vangefnum hænum" í málum og gjörðum.

Það er því ekki nema von, ad þeir sem "geta" selji þetta sker fyrir slikk, ef einhver bídur þeim slikk á annað borð. Eina sem almenningur gerir, er að fara á fótboltaleik og hrópa "huuuu", eða lögreglan sem lemur á almenningi og hrópar "gas".

Samstaða? engin.

Örn Einar Hansen, 28.7.2018 kl. 12:13

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

meintirðu ekki SIÐLAUSRA OG LATRA STJÓRNENDUR  ???

Erla Magna Alexandersdóttir, 28.7.2018 kl. 14:49

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Íslensk yfirvöld kikna yfirleitt í hnjáliðunum þegar að ógagnsæjum erlendum peningadöllum í allskonar Potemkin útgáfum kemur. En þegar að um gagnsæ almenningshlutafélög  er að ræða og sem stunda atvinnurekstur, þá fyllast þau jafnvel meira ofstæki en þegar afgreiðslumaður í búð stelur epli. Heilum Potemkin-þorpum erlendra auðmanna og þorpara taka þau hins vegar ekki eftir, og það gerir sérstaklega ekki Evrópusambandið heldur, með sitt geðklofna Schengen-sukkverk umboðslausra embættismanna, sem dælir hryðjuverkum, eiturlyfja- og glæpagengum yfir ESB- og EES-löndin. Svo seint sem núna er til dæmis komið í ljós að einkaflugvélar auðmanna eru færibönd af óhróðri inn í hin ýmsu lönd í lögsögu sambandsins. Það styttist í að hálf- eða heilvirku kjarnorkuvopnin verða flutt þá leiðina inn í löndin og þeim hleypt af. Nýleg frétt um það mál er skuggaleg lesning: Private jets - the Achilles heel of EU air traffic security?

Ég leyfi mér að benda á annarlegar stjórnmálahreyfingar heimsþekktra auðmanna sem kaupa og selja þann umboðslausa heim sem þeim þóknast að skapa þá og þá stundina, eða tortíma. Það er einungis hættulega heimskt fólk sem leyfir sölu á landinu okkar í hendur erlendra aðila. Við kjósum stjórnmálamenn til að hafa skoðun á málinu, en ekki til að benda kjósendum á regluverk sem enginn skilur. Fyrir það fá stjórnmálamenn mjög há laun, sem kjósendur greiða þeim. Ef dómsmálaráðherrann sem og aðrir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafa ekki skoðun á málinu, þá eiga þeir að segja af sér og benda kjósendum á innflutta fótstigna sjálfsala sem eru ódýrari í rekstri en þeir sjálfir. Svo vogar þetta sama lið sér að stunda heimabrugg með Stjórnarskrá Íslands. Eiturbras sem enginn hefur beiðið um. En á sama tíma er skriðið eins og padda um Ísland, fyrir Evrópusambandinu sem bókstaflega er að rústa öllum löndum þess.

Hmpf!

Gunnar Rögnvaldsson, 29.7.2018 kl. 06:10

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu nýlega eru einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli nú að verða jafn algengar og fyrir hrun. Einhvern veginn verða jú allir prinsarnir og stórstjörnurnar að komast til landsins. Skyldu stórsmyglararnir ekki líka fljóta með?

Ólíklegt er að íslenska ríkið haldi úti mjög öflugri landamæravörslu þarna við Loftleiðahótelið enda er þetta fólk að koma á öllum tímum sólarhringsins.

Ragnhildur Kolka, 29.7.2018 kl. 07:20

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Ragnhildur. Evrópusamband elítanna sér um sína. Þetta er engin tilviljun, því sambandið var stofnað, hefur alltaf verið rekið og er enn rekið sem einkasamband elíta meginlands Evrópu, með höfuð sín langt fyrir ofan öll höfuð almennings, sem ekkert hefur haft að segja um hvorki tilurð þess, rekstur þess né illa fengin völd þess - og sem hvorki er hægt að kjósa burt né komast undan nema þá helst með hervaldi og kjarnorkuvopnaógn. Aular Íslands mega sín lítils gegn þessu eyðileggjandi stóðelítuveldi og handlöngurum þess.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.7.2018 kl. 09:12

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég flögra á milli færslna og flyt með hér það sem átti eftir þar ósagt.Fávís um peninga í skjóðum sem flutt er milli landa: Væri ekki nær að ríkið keypti íslenskar jarðir,fremur en að leggja inn í Kínverskan banka.  

Helga Kristjánsdóttir, 30.7.2018 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband