Leita í fréttum mbl.is

Fjárfestar rifu fésið af Facebook Inc.

Líkar ekki

Þeim líkaði skyndilega ekki við Facebook, fjárfestum veraldar. Stærsta virðisútþurrkun í veraldarsögunni fór fram í Bandaríkjunum í gær, er Facebook Inc. ræddi ársfjórðungsuppgjör fyrirtækisins á opinnni símaráðstefnu með greinendum (e. earnings conference call). Í hvert skipti sem stofnandi fyrirtækisins opnar munninn -og sem virðist vera brauðfæddur kjáni- sagar hann minnst eina grein af trénu sem hann hefur hengt fyrirtækið á. Þegar fjármálastjórinn kom í símann og reyndi að skauta hratt yfir greniskraut stofnandans, þá misstu fjárfestar skyndilega trúna á félagsmiðla-viðskiptalíkan Facebook Inc, og þutu allir út um neyðarútganginn á sama tíma. Þeir þurrkuðu þar með út virði sem nam næstum öllu markaðsvirði McDonalds - á aðeins nokkrum mínútum

Facebook og öll félagsmiðlafyrirtæki heimsins hafa ekkert með tækni að gera. Það er rangt að flokka þau sem tæknifyrirtæki, því iðnaðarfyrirtæki eru ekki tæknifyrirtæki. Facebook stundar einungis stafrænan iðnað á borð við prentsmiðjur. Fyrirtækið býr til díla á skjá úr því sem því er skaffað af innihaldi frá öðrum. En munurinn á til dæmis Morgunblaðinu og Facebook er sá að hið fyrrnefnda er með ritstjórn sem stjórnar því hvað fer sem dílar á pappír í fullkominni prentsmiðju þess, og einnig sem stafrænir dílar út á skjá neytenda. Facebook er ekki náð svo langt sem útgáfufyrirtæki og gerir það aldrei, því þá þyrfti það að ráða milljónir manna við að ritstýra mörgum sinnum fleiri milljónum notenda, og slíkt er ekki mögulegt, því það kostar of mikið, og svo vegna þess að það er ekki hægt að ritstýra níutíu prósent taugaveiklun og öðrum helming glæpagengja veraldar. Engar vélar eða hugbúnaður geta ritstýrt neinu, nema þá útgáfufyrirtækjum inn í gjaldþrot

Það var þetta sem rann upp fyrir fjárfestum í fyrrakvöld. Það rann upp fyrir þeim að þeir sjálfir, sökum hjarðhegðunar, höfðu gert sjálfa sig háðari Facebook en notendur fyrirtækisins eru háðir því. Fjöldi þeirra verður rekinn úr störfum í mörgum af stærstu fjárfestinga- og eignavörslufyrirtækjum veraldar. Reknir fyrir að geta ekki hugsað á of háum launum og fyrir að vera varanlega bæklaðir af of mikilli menntun

Eftirleikurinn verður sá að nú er félagsmiðlaformið komið á þann stað sögunnar þar sem eignarétturinn slær inn. Notendur Facebook (varan sjálf), eru byrjaðir að vera þess meðvitandi, að þeir eru varan sem enginn vill borga fyrir nema kannski þeir sjálfir. Þegar félagsmiðlar þurfa að selja eitthvað annað en ókeypis notendur, þá vita allir hvar sagan endar. Hún endar sem reikningur til notenda - fyrir að láta nota sig. Og þann reikning vilja aðeins fáir notendur borga. Of fáir til að standa undir því virði sem stafræn iðnaðarfyrirtæki á borð við Facebook eru metin á í dag. Hlutfall markaðsverðs af hagnaði slíkra fyrirtækja er passlegt sem fimm- til tífalt, en ekki fertugfalt, eins og Facebook stóð í, fyrir 20 prósent hrun eitt miðvikudagskvöld. Langur en strangur verður niðurtúr félagsmiðla á markaði. Það verður hins vegar til góðs fyrir heiðskýr tæknifyrirtæki að losna við þau sem þykjustu-jafninga úr sínum geira. Og fyrir hefðbundin útgáfufyrirtæki með sóma, þá er þetta byrjunin á nýju lífi fyrir þau. Það sem gildir er að vera heiðskýrt fyrirtæki, en ekki skýjað

Fyrri færsla

Ég sagaði af mér hausinn (næstum)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það merkilega er Gunnar, að það er eins og það brái stundum af þér.

Borgþór Jónsson, 27.7.2018 kl. 17:05

2 identicon

Sæll Gunnar

Facebook er fad sem endar sem Catbook eða Cat Cult Central.

Þetta var alltaf vond hugmynd og hún batnar ekkert þó að það fjölgi í réttinni.

Sigthor Hrafnsson (IP-tala skráð) 27.7.2018 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband