Leita í fréttum mbl.is

Deutsche Bank féll á álagsprófi bandaríska seðlabankans. Tómhent Merkel

Enn einu sinni nálgast hlutabréfaverðið í Deutsche Bank núllið í Frankfurt. Það skaust undir 9 evrur og hefur því fallið um meira en 90 prósent síðan 2007. Í gær féll bankastarfsemi Deutsche Bank í Bandaríkjunum á síðari hluta álagsprófs bandaríska seðlabankans

Í nótt sat leiðtogaráð Evrópusambandsins á fundum til klukkan hálf fimm og komst ekki að neinu samkomulagi um útlendingamál. Aðeins var sæst á röð orða sem litla eða enga meiningu gefa á jörðu niðri. Þau svífa því um loftið og fundarmenn horfðu á þau gufa því sem næst upp í dögun

Angela Merkel kemur því svo gott sem tómhent heim og þar bíður hennar fundur með bæverska leiðtoga CSU og innanríkisráðherra Þýskalands. Enginn veit hvað gerist næst. Þetta er jú ESB, þar sem ekkert virkar. Lafir Merkel áfram eða ekki. Það veit enginn enn

Hart-Brexit er nú byrjað að tifa undir þýska iðnaðinum á jörðu niðri. Það nær brátt upp í loftslög leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Staðreyndum á jörðu niðri þarf ekki að breyta þegar þær einu sinni hafa myndast, og breytt landslaginu. Aðlögun fyrirtækja að hörðu Brexit hefur þegar að miklu leyti farið fram. Andlit leiðtoga ESB eiga hins vegar eftir að aðlaga sig. Og enginn veit enn hvernig þau munu líta út á eftir, nema alveg hroðalega verri en þau líta út í dag

Fyrri færsla

ESB: Albanía tekin í skammar-notkun á ný?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gunnar kannski er þetta alvöru vísir af falli ESB. Það eru þegar það margar þjóðir í startholunum að dissa flóttamannareglur ESB svo þetta verður erfitt hjá Merlkellu.

Valdimar Samúelsson, 29.6.2018 kl. 09:54

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já svo sannarlega er þarna um að ræða áframhaldandi hreyfingu fall-vísis-ESB sem þokast hér nær klukkuslaginu sem gerir það ómarktækan söfnuð á villimanna-skrifstofum, Valdimar.

Það eina sem kom út úr fundinum er alls ekki á valdi ESB sjálfs, heldur á valdi ríkja Norður-Afríku. Þ.e. delluverk Donalds Tusk um "regional disembarkation platforms", sem er hálofta blaðurbelgsorð úr bakhluta hans yfir flóttamannabúðir í Afríku. Því munu Afríkiríkin að sjálfsögðu hafna og hlægja.

Ef ekkert Miðjarðarhaf væri, þá myndi ESB leggja til að byggður yrði múr sem Afríka ætti að borga fyrir.

Það sama má segja um þær 500m evra sem á að borga Afríku úr sjóðum ESB fyrir að halda fólki í flóttamannabúðum. Skattgreiðendur sem fjármagna aumingjaskap sambandsins fá hér bara enn lengra nef.

Kostnaðurinn við glatað fullveldi ESB-ríkjanna hækkaði hér á þessum fundi og tifar því tímasprengjan undir ESB á fullu áfram. Aðeins var bætt einum blöðruhálsinum við Shengenþvæluna sem er að stúta heilabúi þeirra sem það makkverk keyptu.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2018 kl. 16:31

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Gunnar. Já það var hlægilegt þegar maður heyrði í fréttum að það ætti að byggja flóttamanna búðir við landamæri ESB. Hugsa sér að svona heimsk tilkynning komi frá ráðamönnum ESB Kannski vita þeir ekki hvaða lönd eru landamæralönd.Því ekki bara búðir á floti á miðju Miðjarðarhafinu. Þetta verður vonandi til þess að Íslenska stjórnin fari að hugsa sitt ráð. 

Valdimar Samúelsson, 30.6.2018 kl. 10:39

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Valdimar. Þetta er sprenghlægilegt. Það eina sem samkundan gat ályktað um er að eitthvað eigi gerast utan valdsviðs þeirra sem álykta. M.ö.o hér er leikur að orðum viðhafður, til að slá ryki í augu almennings, sem þolir þetta lið ekki lengur. Ályktað er um að tunglið eigi að snúast.

Íslensk stjórnvöld? Hvaða íslensk stjórnvöld? Þau eru varla til, nema á útborgunardögum.

Gunnar Rögnvaldsson, 30.6.2018 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband