Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkin henda ESB út úr Íran: Ítalía mundar skiptilykilinn

Myndskeið: Í Búkarest var Bandaríkjunum og Intermarium fagnað fyrir stuttu

****

Þetta tók ekki langan tíma. Svo kölluð samstaða ESB-ríkja um að standa uppi hinu hættulega gula hári Donalds Trump, er orðin að sam.. sam.. sam.. já hérna kemur það.. þegjandi samkomulagi um að hlýða einmitt Doanld Trump. Það sýnir sendibréf ESB-ríkja til Washington, þess efnis að ákvörðun Bandaríkjamanna um að rífa Íran-samkomulagið í tætlur gerir ESB ókleift að stunda þar viðskipti. Þetta mátti reyndar strax á fyrsta degi lesa út úr yfirlýsingum A.P. Møller, sem de facto er Danmörk, og það med rettidig omhu. Þeir voru ekki í neinum vafa um hvort yrði fyrir valinu; 1) Íran eða 2) Bandaríkin. ESB-skottið hentist því á milli fóta ESB-margfætlunnar og upp í munn Merkels, þar sem það líkist yfirvaraskeggi

Ítalía

Ítalía mundar nú skiptilykilinn á Schengen og mun sennilega skrúfa það í sundur og taka niður, á meðan ný samhliða mynt er í smíðum, til að bola evrunni út með. "Evran er mynt Ítalíu" sagði ríkisstjórnin, en bætti svo við: "eins og er"

 

Duda og Trump júlí 2017 - undir hamrinum

Mynd: Trump-Amerykanski fundaði með akkerisfestum Intermarium í Póllandi í fyrra. Fór ekki til Berlínar

Intermarium

Smíði Intermarium gengur vel. Viðskiptahverfi Varsjár í Wola, sem frægt varð fyrir uppreisn í Síðari heimsstyrjöldinni, er að fyllast af bandarískum fyrirtækjum; JPM, Citi, Goldman og endalaus röð bandarískra fyrirtækja streyma að, því Intermarium er að steypast upp. Það verður sennilega ný japönsk-kóreönsk endurreisn með bandarískum herstöðvum og munu Intermarium ríkin þá losa sig við leifarnar af ESB. Varnarsamkomulög eru að myndast á milli Intermarium-ríkjanna. Það verður æ erfiðara fyrir Pútín að sannfæra Hvíta-Rússland um að sitja áfram í kökuboði Kremlar. Annað hvort verður Pútín að bjóða betur, eða Hvíta-Rússland fer af stað og þá er fjandinn laus. En þar sem Intermarium er í smíðum þá kemst hann varla langt, nema að slegið sé til sem fyrst

Fyrri færsla

Pasta komið, tómatsósa á leiðinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Sumir hafa verið að líkja ástandinu í Evrópu við aðdraganda fyrri heimstyrjaldarinnar. Mér finnst ástandið líkara aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar.

Bandaríkin sem eru ígildi Þýskaladns Nasismans, hótar eldi og brennisteini og eyðir hverju ríkinu á fætur öðru. Evrópa reynir í örvæntingu að friða ófreskjuna. Til að losna við kvalirnar reyna þeir að henda hver öðrum undir vagninn.

Í einfeldni sinni virðast þeir halda að það sé einhvern veginn hægt að friða ríki sem er í drápshug og stefnir á algert einveldi og kúgun á heimsvísu.  Við þekkjum ágætlega hvernig það endaði.

Hvíta Rússland á því óláni að fagna að eiga landamæri að tveimur hættulegustu ríkjum Evrópu. ,Ukrainu og Póllandi. Eg held að engin sem fylgist með sé í vafa um að annaðhvort þessara ríkja munn starta næsta stóra stríði í Evrópu. Líkt og Bandaríkjamenn kynntu undir uppgangi Nasismans ,kynda þeir nú undir þessum komandi stríðsátökum.

Hvítrússar hafa brugðist við þessu ástandi með því að fara þess óformleega á leit að Rússar auki viðveru sína í landinu.Þeim er nokkur huggun í því ef Rússneskar fallbyssusveitir eru með bæði Vilnius,Varsjá og Kiev í fallbyssufæri strax við upphaf slíkra átaka. Það gæti vissulega verið hagstætt við einhverjar aðstæður.

Það er spurning hvernig Rússar bregðast við þessu,þeir hafa engann áhuga á að mynda einhver hernaðarbandalög. Þeir vilja sjálfir ákveða einhliða þáttöku sína í stríðum,í stað þess að hrekjast út í þau vegna einhverra skuldbindinga við önnur ríki.

Að auki er stefna þeirra sú ,að sérhvert stríð gegn Rússlandi sem hefur einhverskonar þáttöku NATO eða Bandaríkjanna verður samstundis kjarnorkustríð. Þeir hafa engann áhuga á að það fari fram önnur heimstyrjöld í Rússlandi. Mér þykir því frekar ólíklegt að þeir sækist eftir að vera í Hvíta Rússlandi.

Í mörg hundruð ár hafa Rússar leitast við að hafa í kringum sig belti ríkja sem tefja fyrir árás úr vestri og suðri. Þetta hefur verið framkvæmt með ýmsu móti,stundum með hervaldi ,en stundum með viðskiftum.

Nú hafa Rússar yfirgefið þessa stefnu,enda hefur hún alltaf verið þeim afar kostnaðarsöm og haldið niðri lífskjörum í Rússlandi.

Í staðinn hefur komið stefna sem felur í sér að strax og það koma upp átök við NATO verður Pólandi,Rúmeníu og vesturhluta Úkrainu eytt algerlega með kjarnorkuvopnum. Þetta verður gert án neinskonar aðvörunar. Nú þurfa NATO ríkin að spyrja sig. Þykir okkur svo vænt um Pólland og Rúmeníu ,að við viljum halda áfram. Ég held að svarið verði nei.

Ég held að þetta sé smá saman að síast inn í Evrópska stjórnmálamannanema nema þeirra allra tregustu.  

Hlutverk Evrópu í dag er mjög svipað og hlutverk Ungverjalands í samhengi við Nasista. Þeir drullast með hálfum huga með ofbeldismanninum af því að þeir héldu að hann mundi vinna. Seinna snúa þeir við blaðinu.

Borgþór Jónsson, 7.6.2018 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband