Leita í fréttum mbl.is

Ítalski stjórnarsáttmálinn boðar ekki bara evrudauða [u]

Fum og fát skall á evrusvæðinu og esb fyrripart síðustu viku. Nýjum stjórnarsáttmála þeirra sem myndað hafa ríkisstjórn á Ítalíu, var lekið til Huffington Post Italia. Í ljós kom að ríkisstjórnin sagði landið úr evrunni á blaðsíðu 35 og boðaði greiðslufall á skuldum landsins við vissan ECB-seðlabanka í Frankfurt, með lögum. Á næstu síðu boðaði nýja ríkisstjórnin ríkisfjárlagahalla af áður óþekktri hagstærð og útgáfu sérleyfis til handa Rússlandi í ítalska hagkerfinu

Höggbylgja þessi skall svo á Berlín-París-Brussel um miðbik dagsins um miðja viku og ekkert hljóð heyrðist nema lamandi þögn. Evrumenn með vasaklúta í norðri þraukuðu daginn út, svo að markaðir myndu ekki taka eftir neinu, já já, munandi það að kauphallarviðskiptin í París gáfu sig ekki fyrr en þýski herinn stóð 10 kílómetrum fyrir utan borgina, afneitunin var slík. Um kvöldið hófust þið vitið hvað,- jú þægilegar vangaveltur um hvort skyldi gert á undan, öskrað eða grenjað. En ekkert gerðist, höggið var algert

Næsta dag kom svo léttirinn. Nýja ítalska ríkisstjórnin, hafði nefnilega stytt stjórnarsáttmálann og klásúlan um evruúrsögn var horfin, sáttmálinn þar með léttari í tösku, og í stað hennar var komið þetta:

"Ítalía mun mæta framtíðinni með því hverfa til tímans fyrir Maastrichtsáttmálann (pre-Maastricht), sem er nálgun Ítalíu við þá tíma þar sem sannar fyrirætlanir um frið voru í gildi, og óskir um bræðralag, samvinnu og samstöðu hvöttu ESB-ríkin áfram", punktur

Það var þarna sem sótarinn hætti að hitta á skorsteinana í norðri, því allt, já allt, var orðið jafn sótsvart í Berlín-París og Brussel samtímis, vegna þess að "fyrir-Maastricht" þýðir ekki bara úrsögn úr evrunni, heldur esb líka. Svo þar við stendur, og Reykjavíkurbréfið mitt hækkaði þar með mest allra bréfa á öllum mörkuðum

Ég bíð spenntur... opna evrugáma og kveiki kvöldgrill... nóg er af brenninu... og svo er það TARGET2... hálf billjón evra... Luftwaffe hvað...

===============

Uppfært, mánudagur, 21. maí 2018 kl. 09:24

Start...

Ítalska pressan skrifar í dag að landið sé nú komið í svipaða pólitíska stöðu og árið 1948, þegar Ítalía átti mjög erfitt með að gera upp við sig hvort að landið vildi verða enn eitt sovétlýðveldið í Evrópu, eða taka á móti útréttri hönd Bandamanna (Bandaríkjanna og Bretlands), þ.e. verða vestrænt ríki

Norður í Þýskalandi segir einn hinna "vísu manna" í Vísmannsráði landsins, að afnema þurfi strax alla sameiginlega áhættutöku í EMU (þ.e. "risk sharing" í mynt og peningapólitísku bandalagi ESB, sem þá hættir að sjálfsögðu að vera EMU, þ.e. "monetary union" og breytist í "currency union"), fyrst að ný ríkisstjórn Ítalíu biðji um 250 milljarða evra afslátt á skuldum landsins á fyrsta degi. Tími sé kominn til að einangra Þýskaland frá Ítalíu (e. ringfence)

Þetta var símskeyti dagsins úr friðarbandalaginu. Fullt stopp

Á meðan þetta er að gerast ræða Angela Merkel og Vladímír Pútín saman um ný þáttaskil í samvinnu Rússlands og Þýskalands (lesist: Trump er vondur). Þetta kemur, þetta kemur, nema að því leytinu að Merkel er algerlega valdalaus og Þýskaland getulaust, nema í miðbæ Berlínar og Brussel

Hlutabréfaverð í Deutsche Bank AG nálgast nú ekki neitt á ný; það stendur í 10.80 evrum, miðað við 114 evrur árið 2007, og heldur áfram að falla og falla

Fyrri færsla

Selja Rússar vinum sínum rusl? Eða eru vinir þeirra drasl?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvað segja INNLIMUNARINNAR nú???????

Jóhann Elíasson, 21.5.2018 kl. 14:32

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þeir segja sennilega það sama og hlýnunarsinnar Jóhann. Vantar enn meiri "Evrópu" eins og þegar það vantaði meiri "sósíalisma" á sovétið forðum - og svo kom þvælan um 17 prósent meira glasnost blandað út í 20 prósent perestroika, þá átti þetta að koma. Allt saman rétt handan við hornið. Þ.e. minni losun, hærri skatta, verra líf, meiri þjáningar rautt er grænt, grænt er rautt. 

Bandamenn hefðu átt að refsa Ítalíu hart frá og með 1945 og setjast ofan á hana í 50 ár, með stóra skaftið upp að höfði þeirra og heimta heilaþvott, hreinsun og meira samviskubit vegna geðbilunar fasismans. En þar sem þeir þóttust ekki eiga beinan þátt í Helförinni, og svo vegna Vatíkansins, þá var mjúka leiðin farin.

Þetta breytist lítið þarna á meginlandi taparanna. Nú er ný umferð að hefjast hvenær sem er úr þessu.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.5.2018 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband