Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkin skipa ESB ađ aflýsa flugvélasölu

Theresa May forsćtisráđherra skrifar undir úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu 28. mars 2017

Mynd: Theresa May forsćtisráđherra skrifar undir úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu 28. mars 2017

****

Steve Mnuchin fjármálaráđherra Bandaríkjanna hefur fyrir hönd Donalds Trump skipađ Airbus flugvélaversmiđjunum ađ hćtta viđ sölu á 100 flugvélum til Írans fyrir 19 milljarđa evra

Kanslarína Ţýskalands, Angela Merkel, sem nú er ritari CDU flokksins á skilorđi, og svo kallađur leiđtogi hins... bíddu hvar var ţađ nú aftur... jú hér kemur ţađ... hins frjálsa heims, sagđi í gćr ađ Ţýskaland gćti ekki lengur stólađ á varnarregnhlíf Bandaríkjanna og ađ "Evrópa" (reyndar 50 ríkisstjórnir og ţrjú ţúsund ráđherrar í 300 stjórnmálaflokkum) yrđi ađ taka málin í sínar hendur (lesist: hennar hendur)

Hún ćtlar kannski ađ kaupa ţá varahluti sem vantar svo ađ fjórar til átta Eurofighter orrustuţotur geti tekiđ ţátt í NATO-ađgerđum og flogiđ í myrki. Ţýskaland hefur skuldbundiđ sig til ađ hafa ávallt 82 ţotur klárar í slaginn, en hefur eins og er í mesta lagi fjórar og engar til ađgerđa í myrki, ţví ţeir sem frameiđa varahluti í Eurofighter eru komnir á hausinn og búnir ađ loka. Hćnsnakofi hennar er ţví eins og hann er: vappar um á hanafćti á náđ Bandaríkjanna, Bretlands og Póllands

Ţýski varnarmálaráđherrann er nú undir fjármálastjórn sósíaldemókrata í samsteypustjórn tveggja flokka af 300 í "Evrópu Merkels". Vegna áćtlana um enn frekari niđurskurđ til varnarmála hefur hún hótađ ađ segja vopnakaupasamningum viđ Frakkland og Noreg upp

Ţetta er jú bara ríkisstjórn tveggja flokka. Bíđiđ bara og sjáiđ hvernig 300 flokkar fara ađ ţessu. Ţeir eru fleiri en pólitísk atóm alheimsins

Fyrri fćrsla

Samsćriskenning: Efnavopn, Rússland og ESB


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hann er harđur kallin en líklega hefir hann ţetta ađ. hann horfir á ţetta eins og taflborđ og er h-víti góđur taflmađur.

Svo ćtlađi Merken ađ stofna EU her eins og ţađ vćri ekkert mál.   

Valdimar Samúelsson, 11.5.2018 kl. 19:39

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Borgin Przemysl

Já Valdmiar ţetta er ađ verđa nokkuđ sprenghlćgilegt. Ţađ var hér í Przemysl sem her Austurrísk-Ungverska heimsveldisins leystist upp í Fyrri heimsstyrjöldinni, sem ţá hét Stríđiđ mikla, sem enda átti allar styrjaldir.

Herskipanir dagsins voru á 15 tungumálum og hermenn gláptu á fána sem fyrir ţeim hefđi alveg eins getađ veriđ Bónusfáninn. Svo herinn leystist ađ sjálfsögđu upp, hver fór til síns heima og barđist fyrir land sitt og ţjóđ. 

Ţar sem skipanir ESB-hersins verđa varla á frönsku og heldur ekki á ţýsku, ţá geta ţeir rifist nćstu 50 árin um á hvađa tungumáli hann á ađ herja. Ekki geta ţeir notađ ensku ţví ţá fer eins fyrir hernum eins og er ađ fara fyrir ferđmannabransa Íslands; Malbik endar - The End. Ţađ er hérna sem "The Rubber meets the road" = Ţjóđ-ríkiđ.

Kveđjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.5.2018 kl. 20:37

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Takk Gunnar fyrir upplýsingarnar. Ég vissi fyrir ađ Ţýskaland hefđi aldrei stađiđ viđ samkomulagiđ um deilingu kostnađar NATO. Ég vissi líka af fyrirhugađri lćkkun ţessa framlags en ég vissi ekki hversu bágborinn flugflotinn er. Ţađ sem ţú ert ađ segja er nánast eins og skrípó ef ekki vćri fyrir hver dapurleg stađa ţessa “stórríkis” er.

Ragnhildur Kolka, 11.5.2018 kl. 22:12

4 Smámynd: Borgţór Jónsson

Góđar fréttir fyrir Irkutsk flugvélaverksmiđjurnar. 100 Nýjar pantanir á MC 21 ţotunni. Ţađ er annars merkilegt ađ Iranir skuli hafa viljađ gera samning um gamaldags ţotur eins og Boeing og Airbus, í stađ ţess ađ velja nýjustu og bestu vélarnar. Gćti kannski veriđ ađ biđlistinn hafi veriđ of langur hjá Irkutsk.

Borgţór Jónsson, 11.5.2018 kl. 22:54

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ţakka líka Gunnar gaman af svona fróđleik og ver veit Borgţór nema Iranir kaupi rússnenskar vélar. Ţćr myndu aldrei fá ađ lenda í Ameríku og jafnvel boeing vélar í Iran nema ţeir hafi sem dćmi fyrirtćli sem lepp eins og Icelandair var fyrir Rússana. Ţetta er út af tryggingum og alţjóđa reglum. Kannski Merkel breyti ţeim. 

Valdimar Samúelsson, 11.5.2018 kl. 23:05

6 Smámynd: Borgţór Jónsson

Nú berast ţćr gleđifréttir ađ Sukhoy hafi ađ auki samiđ um sölu á 40 stykkjum af Sukhoy SSJ100R til Íran.

Ţađ hlýtur ađ vera smá gremja á stjórnarfundum hjá Boeing og Airbus núna. Ţessi fyrirtćki eru ađ glata 40 Milljarđa dollara samningum ţessa dagana

Ţjóđverjar eru hagsýnir og dettur ekki í hug ađ fara ađ eyđa stórfé í her. Ţeir vita sem er ađ ţađ er enginn ađ fara ađ ráđast á ţá hvort sem er. Og ekki eru ţeir ađ fara ađ ráđast á neinn svo ţađ er engin ástćđa til ađ dubba upp einhvern her. Nú eru Rússar líka ađ fara ađ draga úr hernađarútgjöldum ,svo ţađ verđur svolítiđ einmanalegt fyrir Trump ađ vera einn í stríđsleik. Putin er búinn ađ gefa út ,ađ ef Trump ráfi eitthvađ inn fyrir Rússnesku landamćrin verđi hann steiktur samstundis.

Allt heilbrigt fólk ar ađ átta sig á ađ ţessir stríđsleikir eru ekkert sniđugir. Meira ađ segja Kim Il Jung. Bandaríkin eru ađ verđa sífellt einangrađari.

Nćsta skref hjá Trump ,sem verđur vćntanlega ađ reyna ađ spilla fyrir friđi á Kóreuskaganum mun svo enn auka á einmannaleika hans.

Ţađ er orđiđ verulega aumkunarvert hvernig hann reynir sífellt ađ friđa Neokonana ,en ţeir ţakka honum stuttlega stuđninginn en vinna svo áfram ađ ţví ađ koma honum úr embćtti. Ţađ er eins og Trump geti ekki skiliđ ađ Neokonarnir líđa alls ekki ađ neinn sé í ţessu embćtti nema ađ ţeirra frumkvćđi. Alveg sama hversu auđsveipur hann er. 

Ţađ liggur viđ ađ mađur vorkenni kallrćflinum.

Nú er bara spurning hvort Bandaríska heimsveldiđ hverfur yfir móđuna miklu án frekari blóđsúthellinga. Ég er ekkert sérstaklega vongóđur.

Borgţór Jónsson, 11.5.2018 kl. 23:40

7 Smámynd: Borgţór Jónsson

Valdimar.

Bćđi Evrópuríkin og Bandaríkin neyta allra bragđa til ađ halda ţá stöđu ađ ađeins ţessir tveir ađilar sitji ađ smíđi farţegaţotna. Ţar er skemmst ađ minnast ofurtolla sem settir voru á Kanadíska farţegaţotu sem var ađ afla sér markađa í Bandaríkjunum. Ţetta er nú dćmt til ađ mistakast.

Ţegar MC 21 ţotan verđur tilbúin til afhendingar finnst mér líklegt ađ Rússar muni taka ţátt í ţeim leik. 

Einfaldasta ráđiđ vćri ađ setja mengunarrreglugerđir í Rússlandi sem Airbus og Boeing ráđa ekki viđ. Međ öđrum orđum,nýjar flugvélar verđi ađ uppfylla mengunarreglugerđir sem MC 21 rćđur eitt viđ. Ţađ mun líđa nokkur tími áđur en ţessum fyrirtćkjum tekst ađ hanna vél sem uppfyllir ţetta. 

Rússar og Kínverjar vinna nú ađ hönnun breiđţotu sem vćntanlega mun stilla sér viđ hliđ Dreamliner ţotunnar hvađ hagkvćmni varđar. Rússar leggja til tćknina ,en Kínverjar peningana. Ég held ađ ţađ sé mikilla breytinga ađ vćnta á ţessu sviđi.

Borgţór Jónsson, 12.5.2018 kl. 00:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband