Leita í fréttum mbl.is

Kóreu-draumórar? Bandaríkin banna kínverska tækni. Jerúsalem

Oftast verið sundruð

Sameining Suður og Norður-Kóreu er tálsýn, held ég. Í fyrsta lagi brenna Suður-Kóreumenn í sífellt minna mæli fyrir að sameinast Norður-Kóreu. Þeir sem eru á þrítugsaldri vilja það alls ekki, 72 prósent þeirra segja nei. Í heildina hefur stuðningur við sameiningu fallið frá 69 prósentum niður í 58 prósentur frá árinu 2014. Þessir "landshlutar" hafa þess utan verið meira og minna tvö ríki síðastliðin nokkur þúsund ár. Suðrið hefur stundum bundist Japan og Norðrið bundist Kína, og þegar Norður og Suður hafa staðið sterkt sameinuð, þá hefur Kórea ráðið stórum hluta Kína, náð inn í þar sem Rússland er í dag og verið stórveldi. Komandi fjárkúgunarfundur Norðursins með forseta Bandaríkjanna verður sennilega lítið annað en einmitt það; þ.e. fjárkúgun. Eitt gott dæmi um misheppnaða sameinungu tveggja ríkja fyrir heila heimsálfu, stendur nú í logandi ljósum fyrir allra augum í dag; þ.e. sameining Þýskalands

Tölvuherdeildir Norður-Kóreu

Norður-Kórea ungar út háþróuðum tölvuþrjótum. Wall Street Journal er með ýtarlega grein um tölvuþrjótaherlið Norður-Kóreu í dag. Lofandi nemendur, allt frá 11 ára aldri, eru teknir frá og sendir í sérskóla til að læra tölvuglæpi. Þeir fá sérstöðu í þjóðinni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af matar og fæðuskorti. Tölvuglæpaherlið Norður-Kóreu, segir greinin, telur um sjö þúsund manns. Blaðið segir einnig að óvinveitt lönd sendi forritara til starfa við hugbúnaðarframleiðslu á Vesturlöndum, svipað og þegar njósnarar eru sendir út af örkinni. Blaðið segir að þessu herliði Norður-Kóreu hafi tekist að ræna 81 milljónum dala frá seðlabanka Bangladesh og tekist að skjóta sér inn í Adobe Flash og þaðan inn í Microsoft Office skjöl

Bandaríkin banna kínverska tækni

Það gerðu þau með ákvörðun fjarskiptanefndar alríkisins. Nefndin ákvað með atkvæðagreiðslu á þriðjudaginn að þau símafélög í Bandaríkjunum sem þiggja fé af alríkisstjórninni megi ekki lengur kaupa fjarskiptatæknibúnað frá þeim löndum sem ógna öryggi Bandaríkjanna. Kínverski fjarskiptatækni- og snjallsímaframleiðandinn Huawei, ásamt ZTE sem einnig er kínverskt, eru þar á lista. Og bandarískum fyrirtækjum er einnig óheimilt að selja ZTE vél- og hugbúnað næstu sjö árin, því þaðan sulluðust bæði inn í Íran. Huawei missti nýlega sölusamning við ATogT og Verizon símafélögin um að þau seldu snjallsíma þess. Og Best Buy keðjan er hætt að selja vörur frá Huawei í verslunum sínum

Fleiri sendiráð flytja til Jerúsalem

Rúmenía hefur staðfest að landið ætli fljótlega flytja sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Aviv til Jerúsalem og ísraelski forsætisráðherrann, Benjamin Netanyahu, segir að fleiri lönd séu á leiðinni með sendiráð sín til þangað. Rúmenía er fjórða landið sem tilkynnir um flutning sendiráðs til Jerúsalem

Fyrri færsla

Fjórðungur allra íbúða í Kína standa tómar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Hver er rökstuðningurinn fyrrir eftirfarandi og að mínu mati fráleitu fullyrðingu þinni:

“Eitt gott dæmi um misheppnaða sameinungu tveggja ríkja fyrir heila heimsálfu, stendur nú í logandi ljósum fyrir allra augum í dag; þ.e. sameining Þýskalands“ ?

Daníel Sigurðsson, 21.4.2018 kl. 21:54

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér kærlega fyrir Daníel. Góð spurning hjá þér.

Ég hef skrifað svarið mitt og rökstuðning þess hér:

Sjá: Spurt er: Hvers vega var sameining Þýskalands bölvun fyrir Evrópu?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 22.4.2018 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband