Leita í fréttum mbl.is

Fjórðungur allra íbúða í Kína standa tómar

Viðtal: "Eru Bandaríkin á sömu leið og Rómarríkið", er spurt. Popúlisti er einungis nafn sem menn gefa pólitískum andstæðingi sínum. En í reynd, þýðir það að tilheyra ekki stétt aristókrata - þ.e. að tilheyra ekki aðli eða elítum. Sama má segja um þá sem vinstrimenn kalla "illiberal" í dag, og sem erfitt er að þýða rétt á íslensku. Slíkir menn eru auðvitað ekki til, segir Yoram Hazony í Jerúsalembréfinu, sem birtist í Wall Street Journal. Og það er rétt hjá honum

****

Kínverska viðundrið

Kínverska hagkerfið er ekki það sem vestrænar þjóðir eiga að venjast. Þar gilda ekki þær uppgjörsreglur sem við eigum að venjast. Áratugum saman geta kínversk fyrirtæki starfað við að framleiða hluti sem ekkert virði hafa og engan auð skapa. Vegir eru lagðir sem enginn ekur á. Lestar eru byggðar til að flytja engan og ekkert sem virði hefur. Íbúðir eru byggðar sem enginn mun nokkru sinni nota. Hugtakið fjárfesting hefur ekki þá meiningu sem við eigum að venjast. Fjármálakerfið "fjárfestir" í hlutum sem ekkert virði hafa. Og þær "fjárfestingar" fjármálakerfisins eru ekki afskrifaðar, því þá myndi hagnaður alls fjármálakerfisins verða núll. Og ef um vestrænt ríki væri að ræða, þá þyrfti að afskrifa þann glataða hagnað þeirra allan út úr landsframleiðslunni. En það er ekki gert í Kína. Velkomin í Undraland - og fyrirstandandi stærstu og mestu afskriftir mannkynssögunnar

Til marks um þá firru sem fram fer í Kína, er hægt að nefna Sovétríkin sem ágætis dæmi um það sem verður um Kína. Vöxturinn í Sovétríkjunum var sagðir ótrúlega mikill eftir Síðari heimsstyrjöldina. Hann var svo mikill að í kringum 1968 reiknuðu hagfræðingar á Vesturlöndum það út, að Sovétríkin yrðu stærra hagkerfi en hið bandaríska árið 1982. Þarna í kringum 1968 var sovéska hagkerfið sagt vera 15 prósent af heiminum öllum og að vöxturinn væri hreint ævintýralegur. En þegar Sovétríkin féllu 1989 þá kom í ljós að þau voru bara 5 prósent af efnahag heimsins. Mismunurinn á 15 prósentum og fimm, var froða - eins og er í Kína

Stuttu síðar átti Japan að verða stærra en bandaríska hagkerfið, innan skamms. Það sögðu "allir" akkúrat um það leyti sem Japan fór inn í hrun ferlið, sem hófst 1989, komst á forsíður Vesturlanda árið 1993, og er enn að hrynja. Japan var sagt vera 17 prósent af öllu í heiminum árið 1990. Í dag er það aðeins 6 prósent af efnahag heimsins. Mismunurinn var froða - eins og er í Kína

Þegar froðan flettist af Kína, sem risavaxin birgðastöð fyrir fimm billjón ritvélar sem ekkert virði hafa, þá mun kínverska hagkerfið koma út úr þokunni sem um það bil 7-8 prósent af heiminum. Bandaríska hagkerfið um það bil 30 prósent af efnahag heimsins

Keynes sagði að markaðurinn gæti haldið sé óraunhæfum lengur en þú getur haldið lausafé þínu þurru og kláru í slaginn á ný. Hvað varðar Sovétríkin, Japan og Kína, þá virðast menn geta haldið sér heimskum lengur en heilabú þeirra getur starfað. Og það er afrek út af fyrir sig. Heimska manna er sem sagt ódauðleg

Tuttugu og fimm prósent af öllum íbúðum í Kína eru stútfullar af ritvélum - og bíða síns tíma, sem aldrei kemur. Ekki bara nýjum íbúðum, heldur öllum íbúðum í Kína

Fyrri færsla

Alþjóðavæðingin að detta í sundur næstu 40 árin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Stalin og Lenin ótta ólu á ótta og hræðslu gegn stórbændum til að koma á samyrkjubúðum. Drápu eða komu þeim sem áttu t.d. flesta hesta í þrælabúðir. Afleiðing var hungursneyð og dauði margar milljóna Sovétborgara.

Í þjóðfélögum þar sem stjórnendur hafa yfirburðavald á fjárstreymi verða alltaf afglöp sem leiða til hruns. Síðan Mao féll frá hefur verið minna um ofbeldi og þvingaðar aðgerðir. Oft þarf ekki að ala á ótta eða andúð í garð sérstakra hópa til að byggja loftkastala.

Hér á landi hafa verið byggðar nokkrar verksmiðjur sem aldrei hafa komist í drift. Tvær stórar ríkisverksmiðjur sem komu fyrir gjafafé fengu hæglátt andlát vegna þess að þeim var ekki komið í hendurnar á þeim sem báru ábyrgð á rekstri og fjárfestingu.

Grein þín er athyglisverð einnig er varðar hagvöxt. Oft er hann magnaður með óraunhæfum aðgerðum. Hátt gengi krónunnar hefur valdið miklum innflutningi og stóraukið tekjur ríkisins. Aukið kaupmátt en veikt útflutningsgreinar og aukið líkurnar á harðri lendingu. Almenningur sér ekki klæði keisarans, en í góðæri er best að minnast sem minnst á þau. 

Sigurður Antonsson, 19.4.2018 kl. 22:10

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlit og skemmtileg og ánægjuleg skrif Sigurður.

Mikið rétt hjá þér. Já það er alltaf nóg af "óraunhæfum aðgerðum", svo mikið er víst.

Þar sem það eru fyrirtækin í landinu sem framleiða landsframleiðsluna, og síðan heimilin í landinu sem neyta hennar, nema þess sem flutt er út til neytenda í öðrum löndum, þá er eins gott að bæði framleiðsluuppgjörið og virðisaukauppgjörið sé réttvísandi.

Við höfum samkvæmt frekar ströngum reglum veitt okkur smá frest til að koma framleiðslunni í notkun eða verð. En ef við framleiddum til dæmis 3 flugvelli og tvær verksmiðjur á ári í 40 ár, en sem enginn neytir (notar) og vitað er að enginn mun nokkru sinni nota né neyta, þá er þannig glötuð birgðasöfnun ekki skrifuð út úr kínverska hagkerfinu, eins og gert er hér heima og á Vesturlöndum.

Í Kína er ekkert slíkt afskrifað. Það er því hægt að ímynda sér hvernig lánasöfn kínverska fjármálakerfisins líta út að innan. Það virði sem sá geiri er talinn hafa búið til í hagkerfinu er lítið nema tap. Peningarnir hafa verið brenndir í stað þess að láta þá skapa auð. Landið er birgðastöð glataðra fjárfestinga. Sparnaði heimilanna, sem eru ávallt er stærsti nettólánveitandinn í hagkerfunum, er bara brennt til ösku.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.4.2018 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband