Leita í fréttum mbl.is

Alţjóđavćđingin ađ detta í sundur nćstu 40 árin

Lýđrćđisţjóđir ţoldu ekki alţjóđavćđinguna vegna ţess ađ hún tćtti ţćr í sundur međ ójöfnuđi í tćkifćrum og ţar međ einnig í tekjum

Alţjóđleg viđskipti munu dragast saman nćstu marga áratugina og engu máli skiptir hvert nafn neins forseta eđa ráđherra er, ţví ţađ er eina leiđin til ađ hćkka laun og láta neyslu heimilanna en ekki utanríkisviđskipti knýja hagvöxt. Skuldasöfnun ríkja í fjárfestingaskyni og ţar međ í hagvaxtaskyni í ţannig umhverfi, er útilokuđ. Ţvert á móti ţá ţurfa ríki ađ minnka ríkisskuldir sínar. Og útilokađ er ađ reiđa sig á viđskiptahagnađ viđ útlönd, ţađ gefur auga leiđ á međan alţjóđavćđingin er dregin í land á nćstu 40 árum. Hún fór of geyst og gekk allt of langt

Stuttbuxnatímabil veraldar, frá 1991 til 2008, er liđiđ og kemur aldrei aftur. Ţađ var útópía. Viđ tekur viđskiptastríđ, áratugum saman

Nú er annar skórinn dottinn af Kína og hinn er viđ ţađ ađ fara sömu leiđ. Á međan báđir voru á landinu ţá notađi ţađ 63 prósent af allri stálframleiđslu í heiminum. Ađeins kommúnistar geta framleitt ţannig efnahagslega geđbilun. En ţađ gerir Kína ekki lengur, heldur hendir ţađ framleiđslunni í hausinn á heiminum, svo ekki ţurfi ađ reka neinn í Kína, ţví ţá er spilastokkur flokksins búinn og breytist í gapastokk

Já. Kommúnistaflokkurinn heldur framleiđslunni gangandi. Flokkurinn ákveđur fyrirfram hver ársfjórđungslegur haghagvöxtur í landinu skuli vera. Honum er náđ međ ţví ađ pumpa upp skuldir og framleiđa međ ţeim flugvelli sem enginn nokkru sinni mun nota. Skuldunum er hellt á könnuna sem kokkar hagvöxtinn, ţannig ađ vöxturinn er afleiđa, en ekki orsök. Og ekkert af glötuđu fjárfestingunum er afskrifađ út úr landsframleiđslunni aftur, eins og gert er á Vesturlöndum. Skuldir eru inntakiđ (input). Ţćr nálgast nú 350 til 400 prósent af landsframleiđslu, hröđum skerfum. Og ţegar veggurinn stöđvar skuldasöfnunina, ţá fer loftiđ úr landinu og ţađ mun aldrei á ný vaxa meira en 1-3 prósent á ári. Kína verđur hálfköruđ bygging um aldur og ćvi. Ţeir sem hugsa, munu líklega sjá hvert hráefnaverđiđ fer ţegar ţetta gerist. Og hvađ gerist međ útflutningsháđustu ríki veraldar. Ţau fara á salerniđ og sturtast niđur

Ţýskaland er til dćmis útflutningsháđasta ríki veraldar, ţegar horft er til stćrri hagkerfa heims. Tilfelli ţess er algerlega einstakt og hrikalega svćsiđ. Ţar munu hlutirnir varla fara vel og Evrópa er tjóđruđ viđ ţann staur, eins og Frakkar eru farnir ađ lýsa leiđtoga Evrópu. Hún er staur, segja ţeir. Viđ erum bundnir viđ staur

Fyrri fćrsla

Límdu sig viđ Rússana


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband