Leita í fréttum mbl.is

Rússar hafa misst tökin

Í annað sinn á stuttum tíma kemur upp grafalvarlegt mál með kúnna Rússlands í Sýrlandi. Í fyrra sendu Bandaríkin flugskeyti á lið Assads í Sýrlandi, eftir að það beitti eiturefnahernaði á blásaklaust fólk. Rússland hélt þá í höndina á Assad-stjórninni. Flestir ályktuðu þá sem svo, að Pútín hefði greinilega litla stjórn á þeim sem hann studdi

Á laugardag sendu Bandaríkin og! Frakkland og Bretland nýja hrinu flugskeyta á efnavopnabúr Assads-stjórnarinnar. Og í þetta sinn heldur Rússland enn fastar um hönd kúnnans og hefur að miklu leyti leitt hann til sigurs. Rússland heldur bókstaflega sigurhönd kúnnans á lofti núna. Eða svo virðist vera. En samt gerist það á ný að eiturefnavopnum er beitt á blásaklaust fólk, einu sinni enn. Hvað er að? Hvað er að gerast?

Jú það sem er að gerast er líklega þetta; Rússland var þegar byrjað að missa stjórn á Assad-stjórninni í fyrra. En síðan þá hefur enn einn aðilinn bæst fastar við jöfnuna. Aðili sem miklu máli skiptir fyrir flest í heimshlutanum. Þessi aðili er klerkaveldi Írans. Assad er þeirra maður

Staðan er í raun orðin sú að Rússar hafa ekki bara misst stjórn á Assad, heldur hafa þeir líka misst stjórn á Íran. Rússneska slökkviliðið ræður alls ekki við eldinn lengur og er því sem næst orðið að brunaliði í heimshlutanum. Það er nær öruggt að Rússar höfðu ekkert með efnavopnaárás Assads að gera, svo vitlausir eru þeir ekki. En nú hafa þeir tvöfaldar eitur-slettur frá kúnnanum á höndum sínum. Og það er ekki traustvekjandi fyrir neinn

Ergo: fjandinn sjálfur er að verða laus í heimshlutanum: þ.e. Íran og félagar þess, sem breiða munu út hin verstu vopn; þar á meðal eiturefnavopn. Landbrú Írans til Miðjarðarhafs og þar með til Ísraels, er komin til að vera. Og hún verður notuð. Loftárás Ísraels á herstöð Írans í nágrenni Palmyra í Sýrlandi um daginn, var líklega árás á enn eitt skrímslavopnabúrið. Þessa brú hafa Rússar lagt, en sennilega án þess að gera sér að fullu grein fyrir því. Stuðningur Rússlands við Assad átti einungis að veita því aukið vogarstangarafl gegn Bandaríkjunum á heimsvísu, sökum þess að Rússland er sökkvandi -en ekki rísandi- ríki í veraldarhafinu. Hvað gerist næst?

Með því að láta alla aðila bíða nógu lengi eftir árásinni með aðstoð löngu liðinnar tíst tilkynningar -um árás sem var óskilgreind, ótímasett og loðin- hefur Bandaríkjamönnum sennilega tekist að kortleggja betur hver er hvar í jöfnunni og hvað þeir hræðast mest, þ.e. hverjar eru fyrirætlanir þeirra; í hvaða skotstellingar menn setja sig og hvert er hefndar-skotmark þeirra, ef til kemur; hvað er þeim dýrmætt; hversu langt hyggjast þeir ganga; hver stendur með hverjum og hverjir tala saman og ekki saman; hverjar og hvar eru dýrmætar hernaðarlegar eigur þeirra, sérstaklega þær eitruðu. Hver þolir óvissuna, biðina, verst; hver er hræddastur, því enginn vissi hvar slegið yrði til og gegn hverju. Yrðu t.d. rússnesku loftvarnarkerfin tekin út eða ekki

Fyrri færsla

Bandaríkin, Frakkland og Bretland tíndu upp rusl í nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er augljóst að þú hefur enga hugmynd um hvað er að gerast þarna.

Á fréttamyndum  getum við séð smáfugla fögra um rústirnar í leit að hreiðrum sínum. Það er nokuð augljóst að það hafa ekki verið sprengd upp efnavopnabúr þarna.

Það er merkilegt þegar menn verða svo heilaþvegnir að þeir trúa betur því sem þvottastöðin segir ,heldur en sínum eigin augum.

Er það ekki nokkuð augljóst að fuglar sem fljúga fram og til baka í uppsprengdu efnavopnaverksmiðju aða vopnabúri munu drepast.

Borgþór Jónsson, 16.4.2018 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband