Leita í fréttum mbl.is

Hælarnir skornir undan "fréttamanni" Sky News [u]

Myndskeið: John Bolton fyrrum sendiherra kemur með óþægilegar staðreyndir

****

Því miður er allt of mikið af þessu. Fréttamenn sem eru ekki fréttamenn. Skáldað er til að koma höggi á þá og það sem frétta "stofunni" er illa við. Að sumu leyti hafa margar svona stöðvar sem reka sig sem fréttastöðvar -og þar á meðal er herferðastofan DDRÚV- tekið við sem dulbúnir stjórnmálaflokkar, en sem enginn hefur þó kosið til að vera það sem þær eru orðnar. Fyrir utan þetta þá eru svo kallaðir fréttamenn þessara stöðva oft aðeins puntudúkkur í takt við það sem þykir út og inn í tísku þetta eða hitt tímabilið. En hér skera sem sagt staðreyndir hælana undan talandi páfagauk Sky News. Og það gerist ekki oft, þar sem myndavélin er yfirleitt bara flutt burt og skrúfað er niður í þeim sem koma með staðreyndir er kollvarpa bullinu í þessum stöðvum. Slíkt má helst ekki sjást né heyrast

Uppfært:

Páll Vilhjálmsson er með gott innlegg um það hvernig flestir svo kallaðir fjölmiðlar eru orðnir í dag: Borgaralaun fyrir blaðamenn? Nei, takk

Reyndar er staða þeirra orðin svipuð og staða verðbréfamiðlara. En þeir lifðu góðu lífi á því einu að hafa betri tengingu við kauphöllina en almúginn, sem hafði enga. En nú geta allir nálgast upplýsingar um stöðuna á markaði jafnhratt og verðbréfamiðlarar - og fyrir utan það, þá vita þeir sem miðla verðbréfum oftast ekkert meira af viti um verðbréf og markaði, en þeir sem eru það ekki. Stétt verðbréfamiðlara er því að hverfa

Fréttamenn hafa oft afskaplega lítið vit á því sem þeir eru að segja. Reyndar er staðan að verða svo átakanleg að flestir fjölmiðlar eru orðnir eins og plága af betlurum á Laugavegum veraldar. Og þar er yfirbetlarinn DDRÚV með algera sérstöðu. Hann fær alltaf að betla fyrstur. Restin fær restar

Wall Street verðbréfa-umhverfið veit yfirleitt ekkert og enginn ætti að taka sérstakt mark á því, enda er hið sanna hlutverk þess ekki annað en að birta verðskrá. Það eina sem það umhverfi gerir fyrir utan það, er að búa til kommenta um verðlagið á bréfum og umstang og hávaða (e. action), mest í formi ekki-frétta, slúðurs og æsings. Þannig eru mjög margir venjulegir fjölmiðlar líka, en þó sértaklega þeir sem eru á opinberri framfærslu

Að skylda fólk til að borga fyrir þá er hneyksli - þar sem til dæmis DDRÚV getur ekki einu sinni birt verðin sem fást upp úr kjörkössunum í kosningum, án þess að froðufella þau. Og það er einmitt það sem DDRÚV gerir. Talar niður hið pólitíska kauphallarverð þeirra stjórnmálamanna- og flokka sem því er illa við. Á maður að þurfa nauðugur og með gerræðislegum lögum að borga fyrir slíkt sölugas? Nei, það ætti maður ekki, en þannig er það nú samt. Þetta er óþolandi

Fyrri færsla

Hvernig komst Angela Merkel til Davos?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður! Oft hefur ég formælt Ruv fyrir þessa framkomu sem er orðin alkunna í dag.Það væri stórkostlega fræðandi efni ef einhver ætti röð af því fréttatengdu  sem sýndi hvílík misbeiting hefur átt sér stað með fjölmiðil í ríkiseigu,er ekki kominn tími til að skrúfa fyrir ",drallið..M.b. Kveðju.  

Helga Kristjánsdóttir, 27.1.2018 kl. 13:02

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Helga.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 28.1.2018 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband