Leita í fréttum mbl.is

Merkilegt hve allt þýðir ekki neitt

Merkilegt að síðustu 25 ár hafi allt í einu ekkert flutt sig frá Vesturlöndum -fyrst með viðkomu í Suður-Evrópu og síðan Austur-Evrópu- til Kína og slíkra ríkja

Þegar maður segir frá því að til dæmis Bandaríkin hafi misst 1/3 af iðnaðargrunni sínum úr landi síðan 1997, þá er manni bara sagt að aldrei hafi framleiðslan verið meiri í þeim löndum sem misstu frá sér það sem flutti burt. Þessi fyrirtæki voru sem sagt ekkert að gera neins staðar nema ekkert. Þau fóru bara svona sér til skemmtunar. Ekkert sem skiptir máli

Merkilegt hvað manni er líka sagt að innflytjendur í dag séu eitthvað annað en þrælar nútímans

Merkilegt hve margir í sínu landi álíta að það sé gott fyrir önnur lönd að missa fólkið sitt úr landi. Að það sé bara gott að því sé rænt frá sínum löndum með yfirboðum eða undirboðum. Alveg furðulegt

Merkilegt hversu afrískir þrælar sem fluttir voru frá heimalöndum sínum hafa aðlagast svo ofboðslega vel að þeir eru ennþá svartir. Og að margt sé því enn þann dag í dag á öðrum endanum útaf því. Það innflytjendamál gekk nú ekki sérstaklega vel, er það. Halda menn að þetta gangi eitthvað betur í dag. Það mun það svo sannarlega ekki gera. Af hverju skyldi ganga eitthvað betur með það fólk sem er þrælar nútímans

Hvenær ætlar fólk að hætta að stinga hausnum í 300 ára gamlan sand fullan af slæmri reynslu

Ef þjóðir nenna ekki að eignast sín eigin börn, þá ættu þær bara að segja það strax og kála sér í stað þess að heimta þræla til að hugsa um sig á meðan þær eru að deyja út

Einu sinni fóru menn sjálfir til tunglsins. Í dag komast þeir í mesta lagi á klósettið. Þetta eru kallaðar framfarir. Það er búið að úthýsa þessu. Aðrir munu sjá um þetta

Sears var stærsta smásöluverslun veraldar árið 1920 og hafði fyrirtækið þó enga verslun. Og svo kalla menn Amazon fyrir nýsköpun! Ekkert nýtt er þar skapað - þvert á móti, það var hægt að skoða gömlu katalógana við kertaljós og póstþjónustan var betri. Hér má ef til vill tala um þróun eða jafnvel vanþróun, en ekki um nýsköpun

Já á meðan ég man: heil 92 prósent af vinstrisinnuðum "aðgerðarsinnum" fram að þrítugu, búa heima hjá pabba og mömmu. Þá vantar meiningu með lífinu og grípa því til þessara "aðgerða"

Mikið er nú þetta gott og miklar framfarir. Fáum því fleiri þræla!

Doanld Trump og Co eru farnir að minna mig óþyrmilega á það sem einu sinni var kallað "abolitionism" - út með þrælaveldið!

Hvað skyldi Abe segja við þessu?

Fyrri færsla

Donald J. Trump gengur vel og samkvæmt áætlun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Merkilegt að enginn skuli vera búinn að skrifa í athugasemdar dálkinn,við einum af þessum ágætustu pistlum. Framfarir mannsins eru á fallandi fæti,meðan tæknin stýrir bráðum bílunum fyrir hann.  

Helga Kristjánsdóttir, 9.2.2017 kl. 22:22

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Helga

Indverska InfoSys tölvunarstarfsmanna-þrælaleigan hefur sótt um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna fyrir 100.000 indverska tölvuþræla á tímabilinu 2013-2016. Þeir senda láglauna tölvuþræla til Bandaríkjanna til að vinna þar í bandarískum fyrirtækjum á lágum launum á meðan Bandaríkjamenn útskrifa sitt unga fólk úr skólum sem kosta dýrt og sem fá ekki vinnu vegna þess að unga bandaríska fólkið getur ekki keppt við þessi lágu laun og þarf því að sitja heima í herbergjum sínum og horfa á fratíðina fara í vaskinn, að námi loknu.

Að elítufíflum veraldar skuli finnast þetta gott er alveg stórfurðulegt.

Nú segir forstjóri InfoSys hins vegar að fyrirtækið verði að horfast í augu við pólitík Doanld Trumps, og ef það ætli að lifa af að þá verði það að fara að ráða Bandaríkjamenn í vinnu í Bandaríkjunum. Hann segir að ef að fyrirtækið vilji kallast sannarlega "alþjóðlegt" að þá verði það að hætta að vera indverskar þrælabúðir í öðrum löndum. Sem sagt: það er þrælakista

Ef Donald Trump hefði ekki komið til, þá hefði hann ekki sagt þetta. Þá hefði hann bara haldið áfram í þrælasölunni.

Abe og Amen

Kvðejur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.2.2017 kl. 23:08

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er ekki vandamálið að búið er að eyðileggja tilverugrundvöll Íslendinga með láglaunastefnunni? Fyrst eru laun keyrð niður og harðduglegt vinnandi fólk gert að ölmusuþegum, þar sem launin duga ekki til framfærslu, hvað þá fyrir stórar barnafjölskyldur. Ég man þá tíð þegar það þótti fínt að vinna í fiski, vestur á fjörðum. Síðan tóku þrælahaldarar yfir og nú er fiskvinnslan að mestu rekin á Pólverjum og Tælendingum.

Síðan segja þeir að það vanti fólk til að "vinna störfin sem enginn vill vinna" og þess vegna verði að flytja inn láglaunaþrælana, undir því yfirskyni að "sýna mannúð okkar" gagnvart bágstöddum. Eftir að vera nýbúnir að gera sitt eigið fólk, sitt eigið hold og blóð, að öreigum, þykjast þeir ætla að ausa úr skálum miskunnar sinnar yfir fólk sem þeir hafa aldrei séð áður og hafði hingað til búið hinum megin á hnettinum.

Theódór Norðkvist, 10.2.2017 kl. 00:58

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Theódór.

Fyrir 200 árum síðan kostaði einn þræll 40 þúsund dali á verðlagi dagsins í dag. Þeir voru fjárfesting og það þurfti að passa upp á hana. Í dag kostar einn ólöglegur þræll til láglaunastarfa ekki nema 100 dali í innkaupum og rekstur hans er háður ég veit ekki hverju. Ólöglega þrælaveltan blómstrar og sú löglega blómstrar einnig. Enda er ástandi eins og það er.

Það var ekki svona sem menn komumst til tunglsins 1969, og heldur ekki með úthýsingum og starfsmannaleigum frá Himpagimpiztan.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.2.2017 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband