Leita í fréttum mbl.is

Tilkynning til kjósenda

Vegna komandi Alþingiskosninga laugardaginn 29. október 2016

Forysta stjórnmálaflokksins Vinstri hreyfingin - grænt framboð gerðist eftir stórkostlegan kosningasigur flokksins í Alþingskosningunum í apríl 2009 umboðsmaður annarra en þeirra fjölda Íslendinga er veitt höfðu flokknum umboð sitt og brautargegni inn í ríkisstjórn lýðveldisins. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar Íslands leiddu flokkinn til sigurs í ofangreindum Alþingiskosningum, þannig að úr varð stórsigur fyrir þann flokk

Í stjórnarmyndunarviðræðum er umboði kjósenda flokksins hins vegar að miklu leyti varpað fyrir róða í hinu örlagaríka máli um Evrópusambandið og eins konar opinber skömm verður til og er látin ráða för við stjórnarmyndun og síðan einnig í mestri málafærslu ríkisstjórnar Samfylkingar og VG um flest mál allt kjörtímabilið. Þingmenn flokksins neyðast því næst til að gera sérstaklega grein fyrir umboðslausu já-atkvæði sínu er umsókninni inn í Evrópusambandið er við atkvæðagreiðslu þjösnað gegn umboði og sannfæringu þeirra í gegnum æðstu stofnun Lýðveldisins. Án þessara svika við kjósendur hefði umsóknin inn í Evrópusambandið aldrei getað orðið til og send af stað. Miklum meirihluta kjósenda var troðið á og máttur atkvæðis þeirra að engu gerður

Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda. En ekki öfugt. Þeir höfðu ekki umboð frá okkur Íslendingum og fyrir hönd Íslands til að senda umsókn þessa inn til Evrópusambandsins. Umsóknin var því opinber skömm. Þetta þolir Ísland ekki sem lýðræðisríki. Þetta verður að afmá úr íslenskum stjórnmálum. Stjórnmálaflokkarnir VG, Samfylking, Píratar, Viðreisn og Björt framtíð eru þó enn að reyna blekkja kjósendur í þessu máli. Þessa flokka verða kjósendur að vara sig á og alls ekki veita umboð sitt

Þjóðarvilji bar ekki umsóknina til Brussels. Í umsókninni hvíldi því ekki vilji íslenskrar þjóðar. Umsóknin var án umboðs

Þjóðaratkvæðagreiðsla

Ei var hægt að halda ofangreindu umsóknarferli áfram með einhvers konar þjóðaratkvæðagreiðslu um ofangreind umboðs- og kosningasvik. Í því myndi felast að bæta gráu ofan á svart. Hin opinbera skömm, sem umsóknin var, myndi við þann gjörning einungis verða stærri

Um áframhald málsins

Það er ákaflega mikilvægt að í þessu þunga máli náist sátt sem gerir Alþingi í framtíðinni kleift að sinna þeim málum undir vinnufriði sem því sannarlega eru falin. Stjórnmálamenn ættu því að koma sér saman um að önnur umsókn inn í Evrópusambandið megi aldrei aftur koma á dagskrá hins háa Alþingis Íslendinga fyrr en að einlægur 75 prósenta meirihluti íslensku þjóðarinnar hafi í samfellt 20 ár sýnt að hún af fullri einlægni og heiðarleika vilji sækja um að Lýðveldið Ísland verði með 100 þúsund blaðsíðna Acquis ESB innlimað inn í Evrópusambandið - og þar með, í skrefum sambandsins inn í framtíðina, ef til vill lagt niður. Þetta mál er þess eðlis. Ekkert þessu minna er af hinu unga Lýðveldi Íslendinga hægt ná sáttum um

Verði Alþingi hins vegar ljóst á þessu ofangreinda 20 ára tímabili, að verulegar sáttmálabreytingar standi fyrir dyrum hjá Evrópusambandinu og sem hafa myndu afgerandi áhrif á hvert sambandið stefnir, þá ætti einnig í vinnusáttarreglum um þetta mál að framlengja tímabilinu um 20 ár til viðbótar, þannig að íslensk þjóð hafi ávallt full 20 ár til að gera sér grein fyrir hverslags Evrópusamband væri verið að sækja um aðild að. Sáttmálabreytingar Evrópusambandsins taka allt að 10 ár og afleiðingar þeirra taka minnst önnur 10 ár að koma í ljós. Sáttmálabreytingar og sáttmálar Evrópusambandsins eru óafturkræfir og bindandi fyrir allar núlifandi og komandi kynslóðir Íslendinga, gangi þeir einu sinni í sambandið

Að þetta yrðu frumforsendurnar fyrir því að ný umsókn gæti nokkru sinni aftur komist á dagskrá Alþingis og forsendur fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að Lýðveldið Ísland ætti að senda inn umsókn til Evrópusambandsins eða ekki. Að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu verði því aldrei aftur hægt að senda inn nýja umsókn til Evrópusambandsins.

Ríkisstjórn þjóðfrelsisafla Sjálfstæðisflokks og Framsónarflokks, ber að hrósa fyrir að hafa dregið til baka þá þjóðarskömm sem umsókn Vinstri grænna og Samfylkingar var

ESB-flokka verða kjósendur að því varast. Þeir eru:

  • Vinstri græn
  • Samfylking
  • Björt framtíð
  • Píratar (þrúgandi lýðskrum)
  • Viðreisn

Allir þessir flokkar, kjósandi góður, eru með óheiðarleika að reyna að lokka þig til liðs við áframhaldandi þjóðarskömm. Þá ber ekki að kjósa. Frelsinu fylgir ábyrgð og við vissar aðstæður getur hún verið þung. Kýs ég því sjálfur Sjálfstæðisflokkinn (D-lista)

Framhald - forherðing óheillinda ESB-flokkanna

Skattafjármögnuð þöggun um ESB

Fyrri færsla

Lagt til að Belgía verði þurrkuð út í Evrópusambandinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þess má geta hér að Bretland sem er annað stærsta aðildarríki Evrópusambandsins, og mesta herveldi Vestur-Evrópu, er nú að berjast við að reyna að segja sig úr sambandinu. Það getur landið ekki gert nema að fara úr sambandinu með öll lög og sáttmála þess ennþá gildandi og virk sem bresk lög í Bretlandi, og sem afmá verður síðan með pólitískri hildarbaráttu í breska þinginu undir áratuga pólitískum slagsmálum. Án herveldis Breta hefðu þeir líklega ekki treyst sér til að hefja útgöngu landsins af hinu nýja egyptalandi Evrópusambandsins.

Hér væri Ísland okkur Íslendingum að eilífu glatað, stæðum við í breskum sporum. Kjósið því með Íslandi en ekki á móti því á morgun  - og um alla eilífð

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.10.2016 kl. 12:04

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er dag ljóst að Steingrímur vissi fyrir kosningar 2009, að ef hann ætti kost á setu í ríkisstjórn eftir kosningar þá yrði hann að svíkja loforðið.  Það plagaði ekki sálarheill Steingríms en hann sá líka að hann fengi fleiri atkvæði útá að afneita Evrópusambandsaðild fyrir kosningar.

Þetta gerði hann og spilaðist ágætlega í upphafi, en um mitt kjörtímabilið þá datt botninn úr tunnunni og innihaldið opinberaðist öllum og líka einföldum. En þá var eftir hálft kjörtímabil og sátu þau Jóka vitlausa og Grímur fláráði þarna á tunnunni í sullinu út kjörtímabilið í þeim einum tilgangi að geta sagt afkomendum og öðrum auðtrúa síðar að þau hafi klárað kjörtímabilið.

Það hafði nefnilega aldrei gerst áður að hreinræktuð vinstristjórn kláraði kjörtímabilið.  

Hrólfur Þ Hraundal, 29.10.2016 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband